Yfir 500 þúsund lítrar af jólabjór seldir í ár Benedikt Bóas skrifar 27. desember 2016 07:00 Brent Mills frá brugghúsinu Four Winds, glaður í bragði með bragðið á Vínlandi sem kemur í ÁTVR í dag. Mynd/Alison Page Þann 20. desember var búið að selja 552 þúsund lítra af jólabjór í verslunum ÁTVR, 32 þúsund lítrum minna en á sama tíma í fyrra. Alls voru 43 tegundir í boði fyrir bjórþyrsta þessi jól. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er þó ekki búist við að sala á jólabjór dragist mikið saman milli ára en hún hófst tveimur dögum síðar í ár. Í fyrra var byrjað að selja jólabjór á föstudegi en í ár á þriðjudegi. Býst ÁTVR við því að þegar jólabjórsalan verði gerð upp þá munu tölurnar jafnast.Þó nokkrar jólabjórstegundir seldust upp fyrir jól en margar tegundir eru bruggaðar í litlu magni enda þurfa bjórbirgjar sjálfir að farga sínum jólabjór sem ekki selst í ÁTVR. Sölutímabil jólabjórs er til þrettándans en ekki er búist við að ÁTVR þurfi að skila mörgum lítrum til baka. Stutt er í að næsta tímabundna bjórtímabil hefjist. Sala á þorrabjór hefst skömmu eftir að jólabjórinn fer. Borg brugghús tekur þó forskot á sæluna en í dag byrjar sala á bjórnum Vínlandi sem gerður er í samstarfi við bruggmeistara Four Winds frá Kanada. Bjórinn er óður til þess að um eitt þúsund ár eru frá því að Leifur Eiríksson og félagar fundu Ameríku. Bjórinn er meðal annars bruggaður úr íslenskum bláberjum og krækiberjum en um tvö til þrjú hundruð kíló af íslenskum berjum fóru í bruggunina, sem að mestu eru af Norður- og Austurlandi. „Það má segja að haustber okkar Íslendinga séu það næsta sem við komumst náttúrulegum innlendum hráefnum til víngerðar,“ segir Árni Long, bruggmeistari í Borg Brugghúsi. „Það var mikill heiður að fá að brugga með Four Winds sem er mjög virt brugghús í Kanada. Þeir framleiða tæpa milljón lítra af bjór á ári og hann er nær allur seldur innan fylkismarka Bresku Kólumbíu. Við erum ákaflega ánægðir með útkomuna á Vínlandi og hlökkum til að fá viðbrögð íslensks bjóráhugafólks,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Frá vinstri: Brent Mills frá brugghúsinu Four Winds, ásamt bruggmeisturum á Borg, Árna Long, Sturlaugi Jóni Björnssyni og Valgeiri Valgeirssyni. Mynd/Alison Page Birtist í Fréttablaðinu Íslenskur bjór Mest lesið Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sjá meira
Þann 20. desember var búið að selja 552 þúsund lítra af jólabjór í verslunum ÁTVR, 32 þúsund lítrum minna en á sama tíma í fyrra. Alls voru 43 tegundir í boði fyrir bjórþyrsta þessi jól. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er þó ekki búist við að sala á jólabjór dragist mikið saman milli ára en hún hófst tveimur dögum síðar í ár. Í fyrra var byrjað að selja jólabjór á föstudegi en í ár á þriðjudegi. Býst ÁTVR við því að þegar jólabjórsalan verði gerð upp þá munu tölurnar jafnast.Þó nokkrar jólabjórstegundir seldust upp fyrir jól en margar tegundir eru bruggaðar í litlu magni enda þurfa bjórbirgjar sjálfir að farga sínum jólabjór sem ekki selst í ÁTVR. Sölutímabil jólabjórs er til þrettándans en ekki er búist við að ÁTVR þurfi að skila mörgum lítrum til baka. Stutt er í að næsta tímabundna bjórtímabil hefjist. Sala á þorrabjór hefst skömmu eftir að jólabjórinn fer. Borg brugghús tekur þó forskot á sæluna en í dag byrjar sala á bjórnum Vínlandi sem gerður er í samstarfi við bruggmeistara Four Winds frá Kanada. Bjórinn er óður til þess að um eitt þúsund ár eru frá því að Leifur Eiríksson og félagar fundu Ameríku. Bjórinn er meðal annars bruggaður úr íslenskum bláberjum og krækiberjum en um tvö til þrjú hundruð kíló af íslenskum berjum fóru í bruggunina, sem að mestu eru af Norður- og Austurlandi. „Það má segja að haustber okkar Íslendinga séu það næsta sem við komumst náttúrulegum innlendum hráefnum til víngerðar,“ segir Árni Long, bruggmeistari í Borg Brugghúsi. „Það var mikill heiður að fá að brugga með Four Winds sem er mjög virt brugghús í Kanada. Þeir framleiða tæpa milljón lítra af bjór á ári og hann er nær allur seldur innan fylkismarka Bresku Kólumbíu. Við erum ákaflega ánægðir með útkomuna á Vínlandi og hlökkum til að fá viðbrögð íslensks bjóráhugafólks,“ bætir hann við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Frá vinstri: Brent Mills frá brugghúsinu Four Winds, ásamt bruggmeisturum á Borg, Árna Long, Sturlaugi Jóni Björnssyni og Valgeiri Valgeirssyni. Mynd/Alison Page
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskur bjór Mest lesið Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sjá meira