„Ekki fræðilegur!“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 23:15 Frá fundi Donalds Trumps og Baracks Obama eftir að sá var kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Baracks Obama, núverandi forseta, um að sá síðarnefndi hefði getað unnið kosningarnar vestanhafs - hefði hann mátt bjóða sig fram aftur. Obama sagði í viðtali CNN, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að hann hefði fulla trú á því að sýn hans á Bandaríkin hefði enn hljómgrunn hjá meirihluta þjóðarinnar. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama.Sjá einnig: Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Þessu er Donald Trump hjartanlega ósammála. „Obama segir að hann telji sig hafa getað unnið mig. Hann getur alveg sagt það en ég segi EKKI FRÆÐILEGUR! (e. no way!) - störf flytjast úr landi, ISIS, Obamacare o.s.frv.“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína. President Obama said that he thinks he would have won against me. He should say that but I say NO WAY! - jobs leaving, ISIS, OCare, etc.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Öll síðastnefndu atriðin í tísti Trumps báru reglulega á góma í kosningabaráttu hans - sem lauk eins og kunnugt er með sigri auðkýfingsins. Hann baunaði þó ekki einungis á forvera sinn á Twitter í kvöld. Sameinuðu þjóðirnar fengu að sama skapi að kenna á lyklaborði Trumps. Tístið, sem sjá má hér að neðan, má að öllum líkindum rekja til ályktunar Öryggisráðs SÞ gegn landnemabyggðum Ísraela.The United Nations has such great potential but right now it is just a club for people to get together, talk and have a good time. So sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Baracks Obama, núverandi forseta, um að sá síðarnefndi hefði getað unnið kosningarnar vestanhafs - hefði hann mátt bjóða sig fram aftur. Obama sagði í viðtali CNN, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að hann hefði fulla trú á því að sýn hans á Bandaríkin hefði enn hljómgrunn hjá meirihluta þjóðarinnar. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama.Sjá einnig: Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Þessu er Donald Trump hjartanlega ósammála. „Obama segir að hann telji sig hafa getað unnið mig. Hann getur alveg sagt það en ég segi EKKI FRÆÐILEGUR! (e. no way!) - störf flytjast úr landi, ISIS, Obamacare o.s.frv.“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína. President Obama said that he thinks he would have won against me. He should say that but I say NO WAY! - jobs leaving, ISIS, OCare, etc.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Öll síðastnefndu atriðin í tísti Trumps báru reglulega á góma í kosningabaráttu hans - sem lauk eins og kunnugt er með sigri auðkýfingsins. Hann baunaði þó ekki einungis á forvera sinn á Twitter í kvöld. Sameinuðu þjóðirnar fengu að sama skapi að kenna á lyklaborði Trumps. Tístið, sem sjá má hér að neðan, má að öllum líkindum rekja til ályktunar Öryggisráðs SÞ gegn landnemabyggðum Ísraela.The United Nations has such great potential but right now it is just a club for people to get together, talk and have a good time. So sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23
Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent