Erlent

Stuðningsmenn Trump vilja sniðganga Stjörnustríð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Donald Trump kalla eftir því að nýjasta Stjörnustríðs myndin verði sniðgengin. Er þetta vegna þess að þeir telja að handritshöfundar myndarinnar hafi breytt nokkrum atriðum í myndinni til þess að hægt væri að tengja Trump við rasisma. BBC greinir frá.

Handritshöfundar myndarinnar hafa þvertekið fyrir að sú sé raunin en þeir eru yfirlýstir andstæðingar Donalds Trump. Fylgismenn Trump hafa nýtt sér myllumerkið #DumpStarWars undir herferð sína.

Uppruna herferðarinnar má rekja til reiði vegna Twitter færslna handritshöfundanna. Handritshöfundurinn Chris Weitz lýsti þeirri skoðun sinni þar að hið illa Veldi í Stjörnustríðs kvikmyndunum snerist líkt og ríkisstjórn Trump um hvíta kynþáttahyggju. Andstæðingar þess væru fjölmenningarlegir uppreisnarmenn.

Weitz eyddi tísti sínu samdægurs og baðst afsökunar á að hafa blandað Stjörnustríði saman við pólitík. Það var ekki nóg til að sefa reiðina og hafa 120 þúsund manns deilt færslum með áðurnefndu myllumerki #DumpStarWars.

Stuðningsmenn Trump hafa verið duglegir að nýta sér samfélagsmiðla til að svara gagnrýni á Trump en sjálfur hefur Trump um 17 milljónir fylgjendur á Twitter.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×