Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2016 13:30 Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í öllum greinum PISA-könnunarinnar en niðurstöður hennar birtust í síðustu viku. Árangur íslenskra nemenda er áberandi verri en nemenda á hinum Norðurlöndunum. Þá er Ísland undir meðaltali OECD-ríkjanna í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti. Könnunin gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Íslenskir nemendur fengu 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fengu þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Íslenskir nemendur fengu 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra, var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þá staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. „Ef að 30 prósent drengjanna í hverjum árgangi koma út úr grunnskólakerfinu í þessari stöðu hefur það heilmikil áhrif lýðræðið í landinu. Geta þessara einstaklinga til þess að móta afstöðu í lýðræðislegri umfjöllun er auðvitað mjög skert miðað við þá sem geta lesið sér til gagns. Þetta er ógn við lýðræðið okkar,“ sagði Illugi. Illugi segir að menntamálaráðuneytið hafi ráðist í fimm ára átak til að efla lestrarskilning barna- og ungmenna. Þessu hafi fylgt 150 milljóna króna fjárveiting frá löggjafanum. „Við gerðum skriflegt samkomulag við hvert einasta sveitarfélag í landinu og foreldrafélögin á hverjum stað um gerð lestraráætlana um hvernig við myndum á hverjum stað bregðast við þessu. Við réðum inn til Menntamálstofnunar sérfræðiteymi í lestrarmálum til að styðja við kennara í skólum þar sem þess væri óskað þannig að það væri faglegur stuðningur við skólana,“ sagði Illugi. Hlusta má á viðtalið við Illuga í heild sinni hér fyrir ofan. PISA-könnun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Fleiri fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Sjá meira
Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í öllum greinum PISA-könnunarinnar en niðurstöður hennar birtust í síðustu viku. Árangur íslenskra nemenda er áberandi verri en nemenda á hinum Norðurlöndunum. Þá er Ísland undir meðaltali OECD-ríkjanna í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti. Könnunin gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Íslenskir nemendur fengu 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fengu þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Íslenskir nemendur fengu 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra, var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þá staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. „Ef að 30 prósent drengjanna í hverjum árgangi koma út úr grunnskólakerfinu í þessari stöðu hefur það heilmikil áhrif lýðræðið í landinu. Geta þessara einstaklinga til þess að móta afstöðu í lýðræðislegri umfjöllun er auðvitað mjög skert miðað við þá sem geta lesið sér til gagns. Þetta er ógn við lýðræðið okkar,“ sagði Illugi. Illugi segir að menntamálaráðuneytið hafi ráðist í fimm ára átak til að efla lestrarskilning barna- og ungmenna. Þessu hafi fylgt 150 milljóna króna fjárveiting frá löggjafanum. „Við gerðum skriflegt samkomulag við hvert einasta sveitarfélag í landinu og foreldrafélögin á hverjum stað um gerð lestraráætlana um hvernig við myndum á hverjum stað bregðast við þessu. Við réðum inn til Menntamálstofnunar sérfræðiteymi í lestrarmálum til að styðja við kennara í skólum þar sem þess væri óskað þannig að það væri faglegur stuðningur við skólana,“ sagði Illugi. Hlusta má á viðtalið við Illuga í heild sinni hér fyrir ofan.
PISA-könnun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Fleiri fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Sjá meira
Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00
Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00
Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15