Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 16:51 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Spjótin beinast að Vinstri grænum eftir að viðræðum fimm flokka lauk á þriðja tímanum í dag án þess að samkomulag næðist. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vill ekki ganga svo langt að kenna Vinstri grænum um hvernig fór. Flokkkurinn sé einfaldlega með sína stefnu og hún séu öðruvísi en stefna annarra. Benedikt segir í samtali við Vísi að styttra hafi verið á milli Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar en á milli fyrrnefndra flokka og Vinstri grænna. Hann ítrekar þó að hann sé ekki að saka VG um neitt. Þá hafi hann ekki hugmynd um hver næstu skref verði. Birgitta Jónsdóttir skilar stjórnarmyndunarumboði Pírata til forseta Íslands klukkan 17 í dag. Bein útsending verður frá Bessastöðum á Vísi.Ánægður með viðræðurnar Óvíst er hvað Guðni Th. Jóhannesson geri í framhaldinu. Hvort næsti flokkur fái umboð eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga. Haldi Guðni sig við úrslit kosninga ættu Framsóknarmenn næst að fá umboð til myndun stjórnar. Næst kæmi Viðreisn. „Mér finnst eiginlega hvorugt. Mér finnst að menn eigi að fara yfir þetta í rólegheitum,“ segir Benedikt sem er ánægður með viðræðurnar þrátt fyrir allt. „Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman.“ Allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Flokkarnir fjórir hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan VG telji 27 milljarða þurfa til að sögn Benedikts. VG telur brýnt að gerðar verði breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu. Til þess þurfi á þriðja tug milljarða.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi um stöðu mála í Reykjavík Síðdegis í dag. Var þeirri spurningu velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar. Fjarri áherslum annarra flokka Í tilkynningu frá Viðreisn segir að áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum hafi staðið fjarri áherslum hinna flokkanna. Benedikt segir jákvætt að allir flokkar virðist sammála um mikilvægi þess að ríkið fari ekki fram úr sér á tímum þar sem þenslumerki séu víða, ekki bara hjá flokkunum fimm heldur öllum sjö. „Menn átta sig á því að staðan í þjóðfélaginu er þannig að það væri ekki gott ef ríkið ýtti ekki undir spennu í þjóðfélaginu, næg er hún samt.“ Tilkynninguna frá Viðreisn má sjá í heild hér að neðan „Undanfarna níu daga hefur þingflokkurinn átt í viðræðum við Bjarta Framtíð, Pírata, Samfylkingu og Vinstri grænt framboð um stjórnarmyndun, undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Samtalið var gagnlegt og sýndi fram á að raunverulegur vilji til umbóta á Íslensku samfélagi er til staðar hjá öllum flokkunum. Því miður náðist þó ekki samstaða um mikilvæg efnisatriði. Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna. Sérstök ástæða er til að hrósa Birgittu Jónsdóttur og samstarfsfólki hennar í Pírötum fyrir vandaða verkstjórn í viðræðunum.“Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Viðreisn hefði fengið meira fylgi en Framsókn í kosningunum. Hið rétta er að Framsókn fékk átta þingmenn kjörna en Viðreisn sjö. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Spjótin beinast að Vinstri grænum eftir að viðræðum fimm flokka lauk á þriðja tímanum í dag án þess að samkomulag næðist. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vill ekki ganga svo langt að kenna Vinstri grænum um hvernig fór. Flokkkurinn sé einfaldlega með sína stefnu og hún séu öðruvísi en stefna annarra. Benedikt segir í samtali við Vísi að styttra hafi verið á milli Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar en á milli fyrrnefndra flokka og Vinstri grænna. Hann ítrekar þó að hann sé ekki að saka VG um neitt. Þá hafi hann ekki hugmynd um hver næstu skref verði. Birgitta Jónsdóttir skilar stjórnarmyndunarumboði Pírata til forseta Íslands klukkan 17 í dag. Bein útsending verður frá Bessastöðum á Vísi.Ánægður með viðræðurnar Óvíst er hvað Guðni Th. Jóhannesson geri í framhaldinu. Hvort næsti flokkur fái umboð eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga. Haldi Guðni sig við úrslit kosninga ættu Framsóknarmenn næst að fá umboð til myndun stjórnar. Næst kæmi Viðreisn. „Mér finnst eiginlega hvorugt. Mér finnst að menn eigi að fara yfir þetta í rólegheitum,“ segir Benedikt sem er ánægður með viðræðurnar þrátt fyrir allt. „Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman.“ Allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Flokkarnir fjórir hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan VG telji 27 milljarða þurfa til að sögn Benedikts. VG telur brýnt að gerðar verði breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu. Til þess þurfi á þriðja tug milljarða.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi um stöðu mála í Reykjavík Síðdegis í dag. Var þeirri spurningu velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar. Fjarri áherslum annarra flokka Í tilkynningu frá Viðreisn segir að áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum hafi staðið fjarri áherslum hinna flokkanna. Benedikt segir jákvætt að allir flokkar virðist sammála um mikilvægi þess að ríkið fari ekki fram úr sér á tímum þar sem þenslumerki séu víða, ekki bara hjá flokkunum fimm heldur öllum sjö. „Menn átta sig á því að staðan í þjóðfélaginu er þannig að það væri ekki gott ef ríkið ýtti ekki undir spennu í þjóðfélaginu, næg er hún samt.“ Tilkynninguna frá Viðreisn má sjá í heild hér að neðan „Undanfarna níu daga hefur þingflokkurinn átt í viðræðum við Bjarta Framtíð, Pírata, Samfylkingu og Vinstri grænt framboð um stjórnarmyndun, undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Samtalið var gagnlegt og sýndi fram á að raunverulegur vilji til umbóta á Íslensku samfélagi er til staðar hjá öllum flokkunum. Því miður náðist þó ekki samstaða um mikilvæg efnisatriði. Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna. Sérstök ástæða er til að hrósa Birgittu Jónsdóttur og samstarfsfólki hennar í Pírötum fyrir vandaða verkstjórn í viðræðunum.“Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Viðreisn hefði fengið meira fylgi en Framsókn í kosningunum. Hið rétta er að Framsókn fékk átta þingmenn kjörna en Viðreisn sjö.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira