Innlent

Bein útsending: Birgitta snýr aftur á Bessastaði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birgitta Jónsdóttir á Bessastöðum.
Birgitta Jónsdóttir á Bessastöðum. Vísir/Eyþór
Birgitta Jónsdóttir heldur á fund forseta Íslands klukkan 17 og skilar umboði til stjórnarmyndunar sem Guðni Th. Jóhannesson veitti henni fyrir tíu dögum. Fundi fimm þeirra flokka sem rætt hafa saman undanfarna daga lauk án þess að botn næðist í viðræðurnar. 

Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar virðast sammála um að Vinstri grænir standi í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur viðræðurnar ekki hafa strandað á VG frekar en öðrum flokkum.

Bein útsending verður á Vísi frá komu Birgittu á fund Guðna en þar mun hún ræða við fjölmiðla og upplýsa þá um stöðu mála. Útsending hefst í spilaranum að ofan um klukkan 17.

Uppfært klukkan 17.35.

Beinu útsendingunni er lokið. Upptakan kemur á Vísi innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×