Enginn fær umboð frá Guðna Þorgeir Helgason skrifar 13. desember 2016 07:15 Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær. Þeir höfðu haft umboðið í tíu daga en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vísir/Stefán Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir alvarlega stöðu komna upp við stjórnarmyndun á Alþingi. Í ljósi sjónarmiða sem komu fram í viðræðum Guðna við flokksleiðtoga í gær ákvað hann að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær þegar ljóst var að viðræður þeirra við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna strönduðu. Helstu þrætueplin voru sjávarútvegs-, landbúnaðar- og ríkisfjármál. „Það er kannski tilefni til þess að skoða myndun utanþingsstjórnar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún segir að ekki sé orðið tímabært að ganga til kosninga á ný og að myndun þjóðstjórnar sé ávísun á engar breytingar. „Ég hef þó enn þá sannfæringu fyrir því að við gætum náð saman. Þetta er ekki í huga okkar Pírata algerlega fullreynt. En fólk þarf svigrúm núna og þá finnst mér rétt að einhver annar fái að taka keflið,“ segir Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sama sinnis og Birgitta, og telur ekki tímabært að fara að velta fyrir sér myndun þjóðstjórnar. „Það verður mynduð stjórn, hvort það gerist í næstu viku eða þarnæstu mun þurfa að koma í ljós. Ég hef enn trú á því að fimm flokkarnir geti náð saman og myndað stjórn,“ segir Logi Már. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir ekki tímabært að fara að ræða kosningar. „Það er aðeins rétt mánuður liðinn frá kosningum. Menn verða auðvitað að fara að sýna einhverja hugkvæmni og það eru aðrir möguleikar eins og minnihlutastjórnir sem hægt er að skoða,“ segir Benedikt. „Fólk þarf kannski að fara að hugsa út fyrir kassann. Það er eðlilegt að það hafi verið reynt við meirihlutastjórnir en einhverjir möguleikar eins og minnihlutastjórnir hljóta núna að koma til skoðunar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, segist ekki vera með neinar frábærar hugmyndir um hver næstu skref ættu að vera. „Ég held, eftir að hafa verið í viðræðum sleitulaust frá kosningum, þá sé ágætt fyrir mig að geyma spámanninn aðeins og leyfa öðrum að finna út úr því hver næstu skref séu,“ segir Óttarr. Guðni segist vænta tíðinda frá flokksleiðtogunum í þessari viku. Hann minnti þá jafnframt á ábyrgð þeirra og skyldu um að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir alvarlega stöðu komna upp við stjórnarmyndun á Alþingi. Í ljósi sjónarmiða sem komu fram í viðræðum Guðna við flokksleiðtoga í gær ákvað hann að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær þegar ljóst var að viðræður þeirra við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna strönduðu. Helstu þrætueplin voru sjávarútvegs-, landbúnaðar- og ríkisfjármál. „Það er kannski tilefni til þess að skoða myndun utanþingsstjórnar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún segir að ekki sé orðið tímabært að ganga til kosninga á ný og að myndun þjóðstjórnar sé ávísun á engar breytingar. „Ég hef þó enn þá sannfæringu fyrir því að við gætum náð saman. Þetta er ekki í huga okkar Pírata algerlega fullreynt. En fólk þarf svigrúm núna og þá finnst mér rétt að einhver annar fái að taka keflið,“ segir Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sama sinnis og Birgitta, og telur ekki tímabært að fara að velta fyrir sér myndun þjóðstjórnar. „Það verður mynduð stjórn, hvort það gerist í næstu viku eða þarnæstu mun þurfa að koma í ljós. Ég hef enn trú á því að fimm flokkarnir geti náð saman og myndað stjórn,“ segir Logi Már. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir ekki tímabært að fara að ræða kosningar. „Það er aðeins rétt mánuður liðinn frá kosningum. Menn verða auðvitað að fara að sýna einhverja hugkvæmni og það eru aðrir möguleikar eins og minnihlutastjórnir sem hægt er að skoða,“ segir Benedikt. „Fólk þarf kannski að fara að hugsa út fyrir kassann. Það er eðlilegt að það hafi verið reynt við meirihlutastjórnir en einhverjir möguleikar eins og minnihlutastjórnir hljóta núna að koma til skoðunar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, segist ekki vera með neinar frábærar hugmyndir um hver næstu skref ættu að vera. „Ég held, eftir að hafa verið í viðræðum sleitulaust frá kosningum, þá sé ágætt fyrir mig að geyma spámanninn aðeins og leyfa öðrum að finna út úr því hver næstu skref séu,“ segir Óttarr. Guðni segist vænta tíðinda frá flokksleiðtogunum í þessari viku. Hann minnti þá jafnframt á ábyrgð þeirra og skyldu um að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent