Áhrifamenn í flokki Trump munu styðja rannsókn á meintum afskiptum Rússa Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 23:29 Donald Trump og fulltrúadeildarþingmaðurinn Paul Ryan. Tveir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Greint var frá því á laugardag að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. Trump hefur neitað ásökununum staðfastlega. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Paul Ryan og öldungadeildarþingmaðurinn Mitch McConnell, báðir flokksmenn í Repúblikanaflokknum, segja að öll afskipti erlendra aðila í kosningunum séu óásættanleg. Leyniþjónustunefndir muni rannsaka ásakanirnar. „Allar árásir erlendra aðila er varða netöryggi Bandaríkjanna eru óhugnanlegar og ég fordæmi allar tilraunir til slíks,” segir McConnell og bætti jafnframt við: „Rússar eru ekki vinir okkar.” Ryan tekur í sama streng í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á Twitter en þar segist hann styðja áframhaldandi rannsóknir á netárásum erlendra þjóða. „Við verðum að berjast af krafti gegn netárásum erlendra aðila á lýðræðið okkar.” Segir Ryan og bætir við að öll afskipti rússneskra stjórnvalda séu sérstaklega varasöm enda hafi þau ítrekað gert í því að grafa undan hagsmunum Bandaríkjanna. Ekki skuli þó kasta vafa á niðurstöðu kosninganna Hann telur þó að ekki skuli kasta vafa á afgerandi niðurstöður kosninganna. „Á meðan við reynum að varðveita lýðræðið frá erlendum áhrifum skulum við þó ekki kasta vafa á hina skýru og afgerandi útkomu kosninganna.” Our Intelligence Committee has been working diligently on cyber threats to the US. This important work will continue & has my support. pic.twitter.com/FvcyVi4vMz— Paul Ryan (@SpeakerRyan) December 12, 2016 Donald Trump Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira
Tveir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Greint var frá því á laugardag að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. Trump hefur neitað ásökununum staðfastlega. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Paul Ryan og öldungadeildarþingmaðurinn Mitch McConnell, báðir flokksmenn í Repúblikanaflokknum, segja að öll afskipti erlendra aðila í kosningunum séu óásættanleg. Leyniþjónustunefndir muni rannsaka ásakanirnar. „Allar árásir erlendra aðila er varða netöryggi Bandaríkjanna eru óhugnanlegar og ég fordæmi allar tilraunir til slíks,” segir McConnell og bætti jafnframt við: „Rússar eru ekki vinir okkar.” Ryan tekur í sama streng í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á Twitter en þar segist hann styðja áframhaldandi rannsóknir á netárásum erlendra þjóða. „Við verðum að berjast af krafti gegn netárásum erlendra aðila á lýðræðið okkar.” Segir Ryan og bætir við að öll afskipti rússneskra stjórnvalda séu sérstaklega varasöm enda hafi þau ítrekað gert í því að grafa undan hagsmunum Bandaríkjanna. Ekki skuli þó kasta vafa á niðurstöðu kosninganna Hann telur þó að ekki skuli kasta vafa á afgerandi niðurstöður kosninganna. „Á meðan við reynum að varðveita lýðræðið frá erlendum áhrifum skulum við þó ekki kasta vafa á hina skýru og afgerandi útkomu kosninganna.” Our Intelligence Committee has been working diligently on cyber threats to the US. This important work will continue & has my support. pic.twitter.com/FvcyVi4vMz— Paul Ryan (@SpeakerRyan) December 12, 2016
Donald Trump Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira