Trump staðfestir tilnefningu Rex Tillerson Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 11:45 Rex Tillerson, framkvæmdastjóri ExxonMobil olíufyrirtækisins. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að tilnefna Rex Tillerson, framkvæmdastjóra olíufyrirtækisins ExxonMobil, sem utanríkisráðherra. Öldungadeild þings Bandaríkjanna þarf að staðfesta tilnefninguna og gæti það reynst Trump erfitt að ná því í gegn. Tilnefning Tillerson þykir vera til marks um vilja Trump til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Þrátt fyrir að Tillerson hafi enga reynslu af stjórnmálum hefur hann lengi átt í nánum samskiptum við heimsleiðtoga víða um heim. „Þrautseigja hans, víðtæk reynsla og djúpur skilningur á alþjóðastjórnmálum gera hann að frábærum valkosti til embættis utanríkisráðherra,“ sagði Trump í tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram er ekki víst að tilnefningin verði staðfest af þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir áhyggjum vegna þeirra ára sem Tillerson hefur starfað í Rússlandi og Mið-Austurlöndum. Tillerson hefur átt í samstarfi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og hefur jafnvel fengið vináttuorðu Kremlin. Repúblikanar eiga 52 þingmenn í öldungadeildinni og demókratar 48. Minnst 50 atkvæði þarf til að tilnefningin verði staðfest. Þingmenn eins og John McCain og Marco Rubio hafa þegar lýst yfir áhyggjum sínum vegna tengsla Tillerson við Putin. Þar að auki hafa Lindsey O. Graham og James Lankford lýst yfir áhyggjum. Gjá hefur einnig myndast á milli Trump og þingmanna Repúblikana vegna viðhorfs hans til yfirlýsingarinnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í síðasta mánuði.I have chosen one of the truly great business leaders of the world, Rex Tillerson, Chairman and CEO of ExxonMobil, to be Secretary of State.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að tilnefna Rex Tillerson, framkvæmdastjóra olíufyrirtækisins ExxonMobil, sem utanríkisráðherra. Öldungadeild þings Bandaríkjanna þarf að staðfesta tilnefninguna og gæti það reynst Trump erfitt að ná því í gegn. Tilnefning Tillerson þykir vera til marks um vilja Trump til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Þrátt fyrir að Tillerson hafi enga reynslu af stjórnmálum hefur hann lengi átt í nánum samskiptum við heimsleiðtoga víða um heim. „Þrautseigja hans, víðtæk reynsla og djúpur skilningur á alþjóðastjórnmálum gera hann að frábærum valkosti til embættis utanríkisráðherra,“ sagði Trump í tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram er ekki víst að tilnefningin verði staðfest af þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir áhyggjum vegna þeirra ára sem Tillerson hefur starfað í Rússlandi og Mið-Austurlöndum. Tillerson hefur átt í samstarfi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og hefur jafnvel fengið vináttuorðu Kremlin. Repúblikanar eiga 52 þingmenn í öldungadeildinni og demókratar 48. Minnst 50 atkvæði þarf til að tilnefningin verði staðfest. Þingmenn eins og John McCain og Marco Rubio hafa þegar lýst yfir áhyggjum sínum vegna tengsla Tillerson við Putin. Þar að auki hafa Lindsey O. Graham og James Lankford lýst yfir áhyggjum. Gjá hefur einnig myndast á milli Trump og þingmanna Repúblikana vegna viðhorfs hans til yfirlýsingarinnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í síðasta mánuði.I have chosen one of the truly great business leaders of the world, Rex Tillerson, Chairman and CEO of ExxonMobil, to be Secretary of State.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira