Birgitta skorar á Þjóðkirkjuna að færa heilbrigðiskerfinu milljónirnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:47 Þingflokksformaður Pírata segir að það væri "rosalega kristilegt“ ef kirkjan hefði sjálf frumkvæði að því að láta aukin fjárframlög renna í heilbrigðiskerfið. Myndvinnsla/Garðar Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 sem lagt var fyrir Alþingi fyrir viku síðan, munu framlög íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 113,4 milljónir á næsta ári. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að kirkjan hafi sjálf frumkvæði af því að láta hækkunina renna í heilbrigðiskerfið. Birgitta var í viðtali í Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. Þar sagði Birgitta meðal annars að Píratar hafi í þrígang látið framkvæma skoðanakönnun um það hvernig almenningur vilji láta forgangsraða fjárlögum. Þar sé kirkjan nánast alltaf í síðasta sæti með lítinn sem engan stuðning.Sjá einnig:Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Þetta er alltaf þessi klassíska umræða alltaf og ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað svona þá er alltaf sagt að maður sé á móti kristni. Ég vil bara að því sé haldið til haga að ég hef ekkert á móti að fólk trúi einhverju. Fólk má bara trúa á nákvæmlega það sem því sýnist. En mér finnst öll ríkisafskipti af trúarbrögðum mjög skrítin og ekki í takt við nútímann. Mér finnst líka mikilvægt, að þeir sem að eru í forsvari fyrir Þjóðkirkjuna, átti sig á því að það eru aðrir tímar í dag og aðrar leiðir til að nálgast þá sem þeir vilja þjónusta,“ sagði Birgitta.Ekki hlynnt hækkuninni Aðspurð hvort að þingflokkur Pírata muni leggja sig gegn auknum fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar sagði Birgitta að farið verði yfir breytingartillögur á frumvarpinu, en að sjálf sé hún á móti hækkununum. Jafnframt sagði hún að henni þætti fallegt ef Þjóðkirkjan myndi sjálf hafa frumkvæði af því að leggja hækkunina frekar í heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki hlynnt þessum miklu hækkunum, bara alls ekki. Hugsaðu þér hvað væri fallegt ef kirkjan hefði frumkvæði af því sjálf, núna í kringum jólin, að leggja til að fá ekki þessa hækkun og að hún verði frekar sett í heilbrigðiskerfið. Mér þætti það rosalega kristilegt.“ Alþingi Tengdar fréttir Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 sem lagt var fyrir Alþingi fyrir viku síðan, munu framlög íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 113,4 milljónir á næsta ári. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að kirkjan hafi sjálf frumkvæði af því að láta hækkunina renna í heilbrigðiskerfið. Birgitta var í viðtali í Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. Þar sagði Birgitta meðal annars að Píratar hafi í þrígang látið framkvæma skoðanakönnun um það hvernig almenningur vilji láta forgangsraða fjárlögum. Þar sé kirkjan nánast alltaf í síðasta sæti með lítinn sem engan stuðning.Sjá einnig:Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Þetta er alltaf þessi klassíska umræða alltaf og ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað svona þá er alltaf sagt að maður sé á móti kristni. Ég vil bara að því sé haldið til haga að ég hef ekkert á móti að fólk trúi einhverju. Fólk má bara trúa á nákvæmlega það sem því sýnist. En mér finnst öll ríkisafskipti af trúarbrögðum mjög skrítin og ekki í takt við nútímann. Mér finnst líka mikilvægt, að þeir sem að eru í forsvari fyrir Þjóðkirkjuna, átti sig á því að það eru aðrir tímar í dag og aðrar leiðir til að nálgast þá sem þeir vilja þjónusta,“ sagði Birgitta.Ekki hlynnt hækkuninni Aðspurð hvort að þingflokkur Pírata muni leggja sig gegn auknum fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar sagði Birgitta að farið verði yfir breytingartillögur á frumvarpinu, en að sjálf sé hún á móti hækkununum. Jafnframt sagði hún að henni þætti fallegt ef Þjóðkirkjan myndi sjálf hafa frumkvæði af því að leggja hækkunina frekar í heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki hlynnt þessum miklu hækkunum, bara alls ekki. Hugsaðu þér hvað væri fallegt ef kirkjan hefði frumkvæði af því sjálf, núna í kringum jólin, að leggja til að fá ekki þessa hækkun og að hún verði frekar sett í heilbrigðiskerfið. Mér þætti það rosalega kristilegt.“
Alþingi Tengdar fréttir Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50