Veltir fyrir sér hvort Bjarni vantreysti forstöðumönnum ríkisstofnana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. desember 2016 14:22 „Við vantreystum þeim ekki, er það?" vísir/anton brink Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag fyrir ummæli hans um forstöðumenn ríkisstofnana. Bjarni sagði í síðustu viku að ríkisaðilar fari í auknum mæli með mál sín til fjölmiðla frekar heldur en til þingsins og fjárlaganefndar og sagði Alþingi þurfa að draga línuna. „Ég tel að forstöðumönnum mikilvægra stofnana sé eðlilega heimilt og raunar skylt að upplýsa almenning um alvarlegan vanda sinna stofnana. [...] Kjósi þeir að hafa almenning upplýstan við upphaf nýs kjörtímabils eða á meðan þing situr og lög um ríkisfjármál eru rædd er það hlutverk þeirra sem samfélagsþjóna að gera þjóðinni grein fyrir hvað við blasir,“ sagði Ari Trausti. Ari Trausti sagði ummæli Bjarna nokkuð harkaleg, en Bjarni sagði meðal annars að lögum samkvæmt beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hafi ákveðið. Það þyki ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar, líkt og Bjarni orðaði það. Ari Trausti sagði að forstjórar spítala og rektorar séu samfélagsþjónar og að þeim beri að haga sér sem slíkir. „Við vantreystum þeim ekki, er það? Og teljum ekki sjálfkrafa að þeir ýki fjárþörf eða fari með rangar tölur og reiðumst ekki þegar forstöðumenn sem skipta samfélagið gríðarlega miklu máli eru í samtali við almenning um staðreyndir,“ sagði Ari Trausti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók upp hanskann fyrir Bjarna. „[Bjarni] benti á hið augljósa að sú umræða sem er í fjölmiðlum núna er ekki í samanburði við það sem við segjumst vilja vera. Því ef við segjumst vilja vera eins og Norðurlöndin, þá þurfum við að haga okkur eins og Norðurlöndin, eða er það ekki?,“ sagði Guðlaugur. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag fyrir ummæli hans um forstöðumenn ríkisstofnana. Bjarni sagði í síðustu viku að ríkisaðilar fari í auknum mæli með mál sín til fjölmiðla frekar heldur en til þingsins og fjárlaganefndar og sagði Alþingi þurfa að draga línuna. „Ég tel að forstöðumönnum mikilvægra stofnana sé eðlilega heimilt og raunar skylt að upplýsa almenning um alvarlegan vanda sinna stofnana. [...] Kjósi þeir að hafa almenning upplýstan við upphaf nýs kjörtímabils eða á meðan þing situr og lög um ríkisfjármál eru rædd er það hlutverk þeirra sem samfélagsþjóna að gera þjóðinni grein fyrir hvað við blasir,“ sagði Ari Trausti. Ari Trausti sagði ummæli Bjarna nokkuð harkaleg, en Bjarni sagði meðal annars að lögum samkvæmt beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hafi ákveðið. Það þyki ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar, líkt og Bjarni orðaði það. Ari Trausti sagði að forstjórar spítala og rektorar séu samfélagsþjónar og að þeim beri að haga sér sem slíkir. „Við vantreystum þeim ekki, er það? Og teljum ekki sjálfkrafa að þeir ýki fjárþörf eða fari með rangar tölur og reiðumst ekki þegar forstöðumenn sem skipta samfélagið gríðarlega miklu máli eru í samtali við almenning um staðreyndir,“ sagði Ari Trausti. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók upp hanskann fyrir Bjarna. „[Bjarni] benti á hið augljósa að sú umræða sem er í fjölmiðlum núna er ekki í samanburði við það sem við segjumst vilja vera. Því ef við segjumst vilja vera eins og Norðurlöndin, þá þurfum við að haga okkur eins og Norðurlöndin, eða er það ekki?,“ sagði Guðlaugur.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Bjarni Benediktsson gagnrýndi ríkisstofnanir fyrir að ræða fjárskort við fjölmiðla. 7. desember 2016 20:58