Ríkið greiðir hátt í 100 milljarða nái lífeyrisfrumvarp fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2016 20:45 Fjármálaráðherra segir ríkið ekki vera að reyna að koma sér undan neinum skuldbindingum með frumvarpi til jöfnunar lífeyrisréttinda sem hann mælti fyrir öðru sinni á Alþingi í dag. Formenn allra flokka standa einnig að frumvarpi um kjararáð þar sem ekki er tekið á þeim hækkunum sem ráðið úthlutaði æðstu ráðmönnum nýverið. Í frumvarpinu um kjararáð er þeim sem heyra undir ráðið fækkað og munu ákvarðanir þess í framtíðinni eingöngu ná til æðstu ráðamanna, alþingismanna, dómara og saksóknara en aðir sem nú heyra undir ráðið eiga að semja um sín kjör. Hins vegar er almennur vilji innan stjórnmálaflokkanna um að yfirstjórn þingsins taki á aukagreiðslum til þingmanna og ráðherra nú þegar kjararáð hefur ákveðið að hækka grunnlaun þeirra um tugi prósenta. Fyrsta umræða var í dag um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda sem er hluti af samkomulagi við aðila vinnumarkaðrins frá því í haust en náði ekki fram að ganga rétt fyrir kosningar vegna óánægju með það í röðum félaga opinberra starfsmanna. Stóra breytingin er jöfnun lífeyrisaldurs sem og lífeyriskjara milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Þá mun ríkið nota hluta stöðuleikaframlaga föllnu bankanna til að gera upp hátt í hundrað milljarða skuld við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, og þar af létta um 23 milljörðum af sveitarfélögunum í landinu. Stórt álitamál er hins vegar hvernig einnig á að jafna kjör opinberra starfsmanna til jafns við laun á almennum vinnumarkaði, sem allir eru sammála um að muni taka einhver ár. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni í dag. Einstök staða lífeyrissjóða í Evrópu Einhugur er meðal þingmanna allra flokka að reyna að klára málið fyrir áramót, meðal annars vegna þess að það ræður miklu um frið á vinnumarkaði strax upp úr áramótunum. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki vera að taka á sig kostnað sem það hefði ekki áður verið búið að samþykkja. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé verið að gera kerfisbreytingar og ef eitthvað komi upp á í framtíðinni sé ekki bein bakábyrgð hjá ríkinu en kjörin fari eftir ávöxtun. „Í mínum huga hlýtur það að vera gríðarlega mikils virði fyrir sjóðfélaga í A deildinni að ríkið geti við þessi tímamót fullfjármagnað til framtíðar þau réttindi sem eru þar inni. Það er eitt og sér risamál og það eru forréttindi íslenskra lífeyrisþega í LSR A deildinni ef þessi breyting gengur eftir, sem nær enginn í Evrópu nýtur í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvörum til Bjartar Ólafsdóttur þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkið ekki vera að reyna að koma sér undan neinum skuldbindingum með frumvarpi til jöfnunar lífeyrisréttinda sem hann mælti fyrir öðru sinni á Alþingi í dag. Formenn allra flokka standa einnig að frumvarpi um kjararáð þar sem ekki er tekið á þeim hækkunum sem ráðið úthlutaði æðstu ráðmönnum nýverið. Í frumvarpinu um kjararáð er þeim sem heyra undir ráðið fækkað og munu ákvarðanir þess í framtíðinni eingöngu ná til æðstu ráðamanna, alþingismanna, dómara og saksóknara en aðir sem nú heyra undir ráðið eiga að semja um sín kjör. Hins vegar er almennur vilji innan stjórnmálaflokkanna um að yfirstjórn þingsins taki á aukagreiðslum til þingmanna og ráðherra nú þegar kjararáð hefur ákveðið að hækka grunnlaun þeirra um tugi prósenta. Fyrsta umræða var í dag um frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda sem er hluti af samkomulagi við aðila vinnumarkaðrins frá því í haust en náði ekki fram að ganga rétt fyrir kosningar vegna óánægju með það í röðum félaga opinberra starfsmanna. Stóra breytingin er jöfnun lífeyrisaldurs sem og lífeyriskjara milli opinberra starfsmanna og almenna vinnumarkaðarins. Þá mun ríkið nota hluta stöðuleikaframlaga föllnu bankanna til að gera upp hátt í hundrað milljarða skuld við lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, og þar af létta um 23 milljörðum af sveitarfélögunum í landinu. Stórt álitamál er hins vegar hvernig einnig á að jafna kjör opinberra starfsmanna til jafns við laun á almennum vinnumarkaði, sem allir eru sammála um að muni taka einhver ár. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í framsöguræðu sinni í dag. Einstök staða lífeyrissjóða í Evrópu Einhugur er meðal þingmanna allra flokka að reyna að klára málið fyrir áramót, meðal annars vegna þess að það ræður miklu um frið á vinnumarkaði strax upp úr áramótunum. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki vera að taka á sig kostnað sem það hefði ekki áður verið búið að samþykkja. „Og ég get sagt að sama skapi; ríkið er heldur ekki að reyna að komast þannig hjá málinu að það losi sig undan einhverjum skuldbindingum sem það er þegar búið að lofa í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé verið að gera kerfisbreytingar og ef eitthvað komi upp á í framtíðinni sé ekki bein bakábyrgð hjá ríkinu en kjörin fari eftir ávöxtun. „Í mínum huga hlýtur það að vera gríðarlega mikils virði fyrir sjóðfélaga í A deildinni að ríkið geti við þessi tímamót fullfjármagnað til framtíðar þau réttindi sem eru þar inni. Það er eitt og sér risamál og það eru forréttindi íslenskra lífeyrisþega í LSR A deildinni ef þessi breyting gengur eftir, sem nær enginn í Evrópu nýtur í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson í andsvörum til Bjartar Ólafsdóttur þingflokksformanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira