„Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 20:00 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að endurskoða meðferðarstarf fyrir börn sem allra fyrst. Málaflokkurinn sé búinn að vera í ólestri. Vísir/Sara Mennta- og barnamálaráðherra segir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni hafa verið í ólestri alltof lengi. Hann leggur áherslu á að klára endurskoðun á slíkri starfsemi sem allra fyrst og hefur heimsótt nokkur meðferðarheimili nú þegar. Heilbrigðisráðuneytið er haft með í ráðum. Fyrrverandi starfsmenn og skjólstæðingur Bjargeyjar, meðferðarheimilis fyrir stelpur og kvár á aldrinum 13- 18 ára hafa nýlega stigið fram og lýst ófaglegum vinnubrögðum og losarabrag á heimilinu. Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu sagði heimilið nýtt og eðlilegt að enn væri verið að móta starfið en heimilið var opnað 2022. Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi slíkra heimila vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Neyslan sé að harðna. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist vel meðvitaður um vandann og umræðuna síðustu misseri í málaflokknum. „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma, við erum virkilega að taka á þessum málum núna og skoða málin heildstætt og ég tel að við séum komin vel á veg með það,“ segir hann. Hann hafi sjálfur farið eða sé á leið í vettvangsferðir á meðferðarheimili fyrir börn. Meðal heimila sé Gunnarsholt á Rangárvöllum sem býður upp á langtímameðferð fyrir drengi sem glíma við fjölþættan vanda og /eða vímuefnaneyslu. „Við erum t.d. að skoða alla ferla í þessum málum. Ég var í Bjargey fyrir stuttu að skoða og ég er að fara í Gunnarsholt á morgun. Við erum að fara að kortleggja nákvæma stöðu í málaflokknum,“ segir hann. Heilbrigðisráðuneytið sé komið í málið. „Við erum í samtali við heilbrigðisráðuneytið vegna þess að það er alltaf spurning hvort málaflokkurinn eigi heima hjá okkur eða þar. Við ætlum þess vegna að vinna málið saman. Það er langbest og farsælast,“ segir hann að lokum. Klippa: Ráðherra ætlar að leysa vanda meðferðarheimila Meðferðarheimili Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn og skjólstæðingur Bjargeyjar, meðferðarheimilis fyrir stelpur og kvár á aldrinum 13- 18 ára hafa nýlega stigið fram og lýst ófaglegum vinnubrögðum og losarabrag á heimilinu. Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu sagði heimilið nýtt og eðlilegt að enn væri verið að móta starfið en heimilið var opnað 2022. Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi slíkra heimila vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Neyslan sé að harðna. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist vel meðvitaður um vandann og umræðuna síðustu misseri í málaflokknum. „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma, við erum virkilega að taka á þessum málum núna og skoða málin heildstætt og ég tel að við séum komin vel á veg með það,“ segir hann. Hann hafi sjálfur farið eða sé á leið í vettvangsferðir á meðferðarheimili fyrir börn. Meðal heimila sé Gunnarsholt á Rangárvöllum sem býður upp á langtímameðferð fyrir drengi sem glíma við fjölþættan vanda og /eða vímuefnaneyslu. „Við erum t.d. að skoða alla ferla í þessum málum. Ég var í Bjargey fyrir stuttu að skoða og ég er að fara í Gunnarsholt á morgun. Við erum að fara að kortleggja nákvæma stöðu í málaflokknum,“ segir hann. Heilbrigðisráðuneytið sé komið í málið. „Við erum í samtali við heilbrigðisráðuneytið vegna þess að það er alltaf spurning hvort málaflokkurinn eigi heima hjá okkur eða þar. Við ætlum þess vegna að vinna málið saman. Það er langbest og farsælast,“ segir hann að lokum. Klippa: Ráðherra ætlar að leysa vanda meðferðarheimila
Meðferðarheimili Ofbeldi gegn börnum Vistheimili Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira