Langtímaspáin nær nú til aðfangadags Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2016 10:28 Langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær nú til aðfangadags. Vísir/Vilhelm Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no verður heiðskírt og 10 stiga frost í Reykjavík klukkan sex á aðfangadag. Langtímaspá veðurvefsins nær níu daga fram í tímann en þess ber að geta að slíkar langtímaspár eru ekki áreiðanlegar. Þetta er því skoðað fyrir forvitnisakir en þeir sem hyggja á ferðalög yfir hátíðirnar ættu að fylgjast vel með veðurspám dagana fyrir brottför. Líkt og fyrr segir verður heiðskírt og 10 stiga frost klukkan sex á aðfangadag í Reykjavík samkvæmt þessari spá og búist við hægri breytilegri átt. Yfir daginn verður svipað veður en dagana á undan, Þorláksmessu og fimmtudaginn 22. desember verður svipað veður.Á Ísafirði verður sex stiga frost, hæg norðan átt og snjókoma klukkan sex á aðfangadag samkvæmt spá norska veðurvefsins. Veðrið verður mjög svipað yfir daginn og dagana á undan.Á Akureyri verður 11 stiga frost, hálf skýjað og hæg suðsuðvestanátt. Dagana á undan verður einnig hæg suðlæg átt og kuldi en eitthvað gæti snjóað á fimmtudeginum 22. desember.Á Egilsstöðum verður tíu stiga frost, hálfskýjað og hæg suðlæg átt klukkan sex á aðfangadag. Spáin breytist hratt fyrir Egilsstaði á norska veðurvefnum því í gær var spáð hita við frostmark og rigningu á Þorláksmessu en nú er spáð heiðskíru og 5 til 8 stiga frosti.Á Selfossi verður frost í kringum sjö gráður, heiðskírt og hæg norðan átt klukkan sex á aðfangadag. Búast má við svipuðu veðri dagana á undan ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins.Á vef Veðurstofu Íslands birtist í morgun hugleiðing veðurfræðings sem segir að það muni blása hraustlega af suðaustri í dag og rignir víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Í fyrramálið gengur lægðarmiðja nær landinu og ber með sér hvassa suðvestanátt. Þá gæti vindur orðið byljóttur til dæmis á Norðurlandi, en einnig kólnar og því ekki ólíklegt að síðdegis á morgun verði vart við éljagang um landið vestanvert.Annars lítur langtímaspá Veðurstofu Íslands, sem nær til miðvikudagsins 21. desember, svona út:Á laugardag:Hæg suðlæg átt og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis með rigningu og súld, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig undir kvöld, mildast við suðurströndina.Á sunnudag:Áframhaldandi sunnanátt, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 8-15 vestan til síðdegis með slyddu, en éljum um kvöldið. Kólnandi veður.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Ákveðin suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi, annars snjókoma. Úrkomumest á suðurhelmingi landsins. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Breytileg vindátt og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, annars frost 0 til 5 stig. Veður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no verður heiðskírt og 10 stiga frost í Reykjavík klukkan sex á aðfangadag. Langtímaspá veðurvefsins nær níu daga fram í tímann en þess ber að geta að slíkar langtímaspár eru ekki áreiðanlegar. Þetta er því skoðað fyrir forvitnisakir en þeir sem hyggja á ferðalög yfir hátíðirnar ættu að fylgjast vel með veðurspám dagana fyrir brottför. Líkt og fyrr segir verður heiðskírt og 10 stiga frost klukkan sex á aðfangadag í Reykjavík samkvæmt þessari spá og búist við hægri breytilegri átt. Yfir daginn verður svipað veður en dagana á undan, Þorláksmessu og fimmtudaginn 22. desember verður svipað veður.Á Ísafirði verður sex stiga frost, hæg norðan átt og snjókoma klukkan sex á aðfangadag samkvæmt spá norska veðurvefsins. Veðrið verður mjög svipað yfir daginn og dagana á undan.Á Akureyri verður 11 stiga frost, hálf skýjað og hæg suðsuðvestanátt. Dagana á undan verður einnig hæg suðlæg átt og kuldi en eitthvað gæti snjóað á fimmtudeginum 22. desember.Á Egilsstöðum verður tíu stiga frost, hálfskýjað og hæg suðlæg átt klukkan sex á aðfangadag. Spáin breytist hratt fyrir Egilsstaði á norska veðurvefnum því í gær var spáð hita við frostmark og rigningu á Þorláksmessu en nú er spáð heiðskíru og 5 til 8 stiga frosti.Á Selfossi verður frost í kringum sjö gráður, heiðskírt og hæg norðan átt klukkan sex á aðfangadag. Búast má við svipuðu veðri dagana á undan ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins.Á vef Veðurstofu Íslands birtist í morgun hugleiðing veðurfræðings sem segir að það muni blása hraustlega af suðaustri í dag og rignir víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Í fyrramálið gengur lægðarmiðja nær landinu og ber með sér hvassa suðvestanátt. Þá gæti vindur orðið byljóttur til dæmis á Norðurlandi, en einnig kólnar og því ekki ólíklegt að síðdegis á morgun verði vart við éljagang um landið vestanvert.Annars lítur langtímaspá Veðurstofu Íslands, sem nær til miðvikudagsins 21. desember, svona út:Á laugardag:Hæg suðlæg átt og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis með rigningu og súld, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig undir kvöld, mildast við suðurströndina.Á sunnudag:Áframhaldandi sunnanátt, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 8-15 vestan til síðdegis með slyddu, en éljum um kvöldið. Kólnandi veður.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Ákveðin suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi, annars snjókoma. Úrkomumest á suðurhelmingi landsins. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Breytileg vindátt og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, annars frost 0 til 5 stig.
Veður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira