Ísland átti tölu mótsins meðal allra milljarðanna sem horfðu á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2016 15:30 Áfram Ísland. Vísir/Samsett frá Getty Það var ekki bara íslenska þjóðin sem var að missa sig yfir Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum UEFA horfðu tveir milljarðar á beinar útsendingar EM 2016 og alls fylgdustu fimm milljarðar með útsendingum frá mótinu út um allan heim. Evrópubúar fjölmenntu að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpstækin en nú mátti einnig greina aukinn áhuga frá bæði Asíu, Bandaríkjunum og meira að segja Suður-Ameríku. Heimurinn fylgdist því vel með íslenska ævintýrinu og öllum hinum leikjunum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Öskubuskaævintýri nýliðanna norður úr Atlantshafi átti líka örugglega sinn þátt í að auka fjölbreytni og litríki leikjanna á Evrópumótinu. Rannsókn frá UEFA hefur birt niðurstöður sínar og þar kemur fram aukið áhorf á mótið og að fjölgun liða og leikja hafi borið góðan árangur. Þegar nýliðarnir eru lið eins og íslenska landsliðið þá er nú varla hægt að kvarta mikið yfir viðbótinni. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu urðu Evrópumeistarar eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Frakka í framlengdum úrslitaleik en samkvæmt rannsókninni fylgdust 600 milljónir eitthvað með úrslitaleiknum í beinni. Evrópumótið innihélt nú 24 þjóðir í fyrsta sinn og þeir tuttugu leikir sem bættust við áttu sinni þátt að 1,1 milljarður bættist við áhorfendatölu mótsins. Mikill áhugi í Brasilíu og Kína áttu mikinn þátt í auknu sjónvarpsáhorfi. Leikirnir klukkan eitt á daginn hjálpuðu mótinu mikið að fá áhorf í Asíu en fyrstu leikir á EM 2012 voru klukkan 16.00.Átta milljónir Kínverja horfðu á úrslitaleikinn og 5,3 milljónir Bandaríkjamanna. Í úttekt rannsóknarnefndar UEFA kemur þó fram að enginn þjóð hafi slegið við Íslendingum þegar kemur að hlutfallsáhorfi. Þar segir frá einstöku áhorfi íslensku þjóðarinnar á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninni. Þúsundir höfðu ferðast til Frakklands til að horfa á liðið en heima á Íslandi fylgdust 99,8 prósent sjónvarpsáhorfenda með leiknum. Án vafa er þessi tala tala mótsins þegar kemur að sjónvarpsáhorfi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það var ekki bara íslenska þjóðin sem var að missa sig yfir Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum UEFA horfðu tveir milljarðar á beinar útsendingar EM 2016 og alls fylgdustu fimm milljarðar með útsendingum frá mótinu út um allan heim. Evrópubúar fjölmenntu að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpstækin en nú mátti einnig greina aukinn áhuga frá bæði Asíu, Bandaríkjunum og meira að segja Suður-Ameríku. Heimurinn fylgdist því vel með íslenska ævintýrinu og öllum hinum leikjunum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Öskubuskaævintýri nýliðanna norður úr Atlantshafi átti líka örugglega sinn þátt í að auka fjölbreytni og litríki leikjanna á Evrópumótinu. Rannsókn frá UEFA hefur birt niðurstöður sínar og þar kemur fram aukið áhorf á mótið og að fjölgun liða og leikja hafi borið góðan árangur. Þegar nýliðarnir eru lið eins og íslenska landsliðið þá er nú varla hægt að kvarta mikið yfir viðbótinni. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu urðu Evrópumeistarar eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Frakka í framlengdum úrslitaleik en samkvæmt rannsókninni fylgdust 600 milljónir eitthvað með úrslitaleiknum í beinni. Evrópumótið innihélt nú 24 þjóðir í fyrsta sinn og þeir tuttugu leikir sem bættust við áttu sinni þátt að 1,1 milljarður bættist við áhorfendatölu mótsins. Mikill áhugi í Brasilíu og Kína áttu mikinn þátt í auknu sjónvarpsáhorfi. Leikirnir klukkan eitt á daginn hjálpuðu mótinu mikið að fá áhorf í Asíu en fyrstu leikir á EM 2012 voru klukkan 16.00.Átta milljónir Kínverja horfðu á úrslitaleikinn og 5,3 milljónir Bandaríkjamanna. Í úttekt rannsóknarnefndar UEFA kemur þó fram að enginn þjóð hafi slegið við Íslendingum þegar kemur að hlutfallsáhorfi. Þar segir frá einstöku áhorfi íslensku þjóðarinnar á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninni. Þúsundir höfðu ferðast til Frakklands til að horfa á liðið en heima á Íslandi fylgdust 99,8 prósent sjónvarpsáhorfenda með leiknum. Án vafa er þessi tala tala mótsins þegar kemur að sjónvarpsáhorfi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira