Í skýrslu bandarískrar hugveitu voru birtar gervihnattarmyndir sem sýna fram á umfangsmikla uppbyggingu á eyjunum. Xi Jinping, forseti Kína, lýsti því yfir í heimsókn sinni í Bandaríkjunum í fyrra að ekki stæði til að koma vopnum fyrir á eyjunum.

Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað að tilkall Kína til hafsvæðisins sé ólöglegt. Stjórnvöld í Kína sögðust þó ekki ætla að sætta sig við úrskurðinn og hunsuðu hann.
Hugveitan AMTI hefur verið að fylgjast með byggingum á eyjunum um nokkurra mánaða skeið, með því að notast við gervihnattamyndir. Hugveitan segir þessa uppbygginu vera til marks um þess að Kínverjum sé alvara um að verja eyjurnar ef til átaka kæmi á svæðinu.
Auk áðurnefndra varnarbygginga hafa flugvellir og flotastöðvar verið byggðar á svæðinu.
Varnarmálaráðuneyti Kína lýsti því yfir í dag að vopnvæðing eyjanna væri fullkomlega lögleg og nauðsynleg, að því er fram kemur í frétt BBC.
China placing big guns on disputed reefs, according to satellite pics seen by the Asia Maritime Transparency Intiative pic.twitter.com/oF56v0sg5Q
— AFP news agency (@AFP) December 15, 2016