Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. desember 2016 10:30 Framsóknarflokkurinn fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Frá stofnun hefur hann verið leiðandi í íslenskum stjórnmálum og nægir í því samhengi að nefna að hann hefur átt sæti í ríkisstjórn í tæplega sjö af hverjum tíu árum sem hann hefur verið til. Til að fagna deginum munu Framsóknarmenn gleðjast víðsvegar um landið. Meðal annars verður blásið til veislu í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins.16. desember 1916 Framsóknarflokkurinn stofnaður en fyrsta fundargerð hans er frá þessum degi, fimm dögum eftir að Alþingi var kvatt saman til aukafundar. Flokkurinn var stofnaður á grunni Bændaflokksins. Drög að flokknum voru lögð í lok nóvembermánaðar á Seyðisfirði þar sem fimm þingmenn biðu þess að sigla með ströndum til þings. Strandsiglingar voru nokkuð ótryggar á þessum tíma þar sem fyrri heimstyrjöldin stóð yfir. Fyrsti formaður flokksins var Ólafur Briem.1917 Framsóknarflokkurinn tók fyrst sæti í ríkisstjórn þegar Sigurður Jónsson á Ystafelli varð atvinnumálaráðherra í fullveldisstjórn Jóns Magnússonar.Jónas Jónsson frá Hriflu er einhver allra litríkasti stjórnmálamaður í sögu Framsóknarflokksins og íslenskrar stjórnmálasögu. Jónas var formaður flokksins á árunum 1934-44 en áhrifa hans gætti þó lengi eftir að hann lét af embætti. Jónas var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar en hér sést hann, til vinstri, ásamt Magnúsi Kristjánssyni, fjármálaráðherra, fyrir framan stjórnarráðið árið 1927.LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/MAGNÚS ÓLAFSSON1927 Framsóknarflokkurinn tók fyrst sæti í ríkisstjórn undir forystu guðfræðingsins Tryggva Þórhallssonar en flestir voru á því að Jónas Jónsson frá Hriflu réði mestu í þeirri stjórn. Beitti þessi stjórn sér meðal annars fyrir því að koma samvinnuskólum á fót og stofnaði fyrsta þjóðgarðinn á Þingvöllum. Tryggvi rauf þing árið 1931 skömmu áður en leggja átti fram vantraust á stjórnina. Í kosningunum í kjölfarið hlaut flokkurinn hreinan meirihluta, 23 þingmenn af fjörutíu, með aðeins 35 prósent atkvæða. Helsta rót vantraustsins var að leggja átti til að breyta kjördæmakerfinu og auka hlut Reykjavíkur.1932 Tryggvi féll í kosningunum og varð Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, forsætisráðherra. Jónas Jónsson var dómsmálaráðherra í fyrri stjórn og hafði hafið málarekstur gegn eftirmanni sínum, Magnúsi Guðmundssyni, í sinni stjórnartíð. Hermann Jónasson, síðar forsætisráðherra og formaður flokksins, var þá lögreglustjóri og dómari í Reykjavík. Dæmdi hann Magnús í fangelsi sem sagði af sér tímabundið vegna dómsins. Magnús var síðar sýknaður í Hæstarétti og tók á ný við embætti sínu.1934 Ásgeir sagði skilið við Framsóknarflokkinn eftir kosningar árið 1934 og tók áðurnefndur Hermann Jónasson við forsætisráðherrastólnum er hann myndaði stjórn með Alþýðuflokknum. Var þetta í fyrsta skipti í íslenskri stjórnmálasögu sem verkamannaflokkur komst í ríkisstjórn. Stjórnin fékk viðurnefnið „Stjórn hinna vinnandi stétta“ en hún kom meðal annars á almannatryggingum og bætti fátækralöggjöf. Þá reyndi hún að fá hjólin til að snúast innanlands. Skipulagi var komið á mjólkursölu með afurðalögum og grænmetisverslun ríkisins var komið á laggirnar. Reistar voru talsverðar skorður við innflutningi til að tryggja innlenda framleiðslu. Stjórnin sat til ársins 1938.Eysteinn Jónsson er enn þann dag í dag yngstur allra til að taka sæti í ríkisstjórn. Það gerði hann árið 1934 aðeins 27 ára að aldri en hann var fjármálaráðherra í fyrsta ráðuneyti Hermanns Jónassonar. Eysteinn sat á þingi í tæpt 41 ár, frá 1933-74, en aðeins Pétur Ottesen á lengri starfsaldur á þingi. Hér sést hann, til hægri, á gangi árið 1983 ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni, fyrrverandi þingmanni og menntamálaráðherra flokksins, þegar sá síðarnefndi vann að ritun ævisögu Eysteins.Vísir/Ljósmyndasafn reykjavíkur1939 Þjóðstjórn sat í landinu fyrri hluta síðara stríðs en það þótti tryggara. Þrír þingflokkar af fimm, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkurinn, áttu sæti í ríkisstjórninni en Kommúnistum og Bændaflokknum var ekki hleypt að kjötkötlunum. Stjórnin sat til 1942 en þá tók stjórn Ólafs Thors og síðar utanþingsstjórn við.1947 Framsóknarflokkurinn tók í fyrsta sinn sæti í stjórn á lýðveldistíma. Alþýðuflokksmaðurinn Stefán Jóhann Stefánsson fór fyrir stjórninni en Eysteinn Jónsson var menntamálaráðherra og Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráðherra.1950 Steingrímur Steinþórsson varð forsætisráðherra fyrstur Framsóknarmanna á lýðveldistíma.1956 Hermann Jónasson verður forsætisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Aðeins hann og Ólafur Thors náðu þeim áfanga að vera forsætisráðherra fyrir og eftir að lýðveldinu var komið á fót. Stjórnin gekk iðulega undir nafninu „Hræðslubandalagið“. Fyrir kosningar höfðu Framsóknarflokkur og Alþýðurflokkur gert samkomulag um að stilla ekki frambjóðendum flokkanna upp gegn hvor öðrum í hinum ýmsu kjördæmum með það að markmiði að ná meirihluta. Vildu flokkarnir með þessu nýta kjördæmakerfið sér í hag til að ná meirihluta og halda Sjálfstæðisflokknum utan stjórnar. 25 þingmenn unnust og skorti því tvo þingmenn í hreinan meirihluta. Alþýðubandalagið var því með í stjórninni. Stjórnin færði meðal annars landhelgina í tólf mílur áður en hún sprakk.Prófessor Ólafur Jóhannesson ásamt Dóru Guðbjartsdóttur, eiginkonu sinni. Myndin er tekin í stofunni í heimili þeirra að Aragötu þann 31. ágúst 1978. Degi síðar tók Ólafur við embætti forsætisráðherra öðru sinni en sú stjórn varð ekki langlíf.vísir/gva1959 Við tók skammlíf stjórn Alþýðuflokksins og síðar Viðreisnarstjórn Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksins sem sat í áratug. 1963 og 1967 Flokkurinn hlaut sína bestu kosningu frá stofnum lýðveldis en hann fékk rúmlega 28 prósent í báðum kosningum undir forystu Eysteins Jónssonar. Stjórnarandstaða varð þó hlutskipti flokksins þar sem Viðreisnarstjórnin hélt velli.1971 Í garð gekk tuttugu ára tímabil þar sem Framsóknarflokkurinn sat samfleytt í ríkisstjórn að undanskildu þriggja mánaða tímabili er minnihlutastjórn Benedikts Gröndal sat áramótin 1980. Lagaprófessorinn og varadómarinn Ólafur Jóhannesson sat sem dómsmálaráðherra frá 1971 til 1978 auk þess að vera forsætisráðherra 1971-74 og 1978-79. Stjórn Ólafs færði efnahagslögsöguna út í 50 mílur árið 1972 og stóð í kjölfarið í þorskastríði við Breta. Fyrri stjórn Ólafs var vinstri stjórn mynduð með Alþýðubandalaginu og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Sú stjórn sprakk með miklum hvelli þegar Ólafur lagði fram frumvarp þess efnis að vísitöluhækkun launa skyldi fryst. Ólafur fór til Bessastaða til að rjúfa þing og tók dr. Kristján Eldjárn, þá forseti sér Íslands, sér tæplega klukkustundar umhugsunarfrest áður en hann féllst á beiðnina. Þótti það nokkuð umdeilt en Hannibal Valdimarsson, Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, Gylfi Þ. Gíslason, Alþýðuflokki, og Geir Hallgrímsson, Sjálfstæðisflokki, töldu að rétt hefði verið að synja þingrofsbeiðninni og gefa þeim færi á að mynda ríkisstjórn. Gengu þeir nokkuð hart að Kristjáni í þessum efnum.1974 Í kosningunum sem fylgdu mynduðu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn undir forystu Geirs Hallgrímssonar. Sú stjórn stóð einnig í ströngu í baráttunni gegn Bretum en annað þorskastríð skall á í kjölfar þess að efnahagslögsagan var útvíkkuð á nýjan leik, að þessu sinni í 200 sjómílur.1978 Ólafur myndaði á ný stjórn eftir kosningarnar 1978 en nú með Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Sú stjórn sprakk og við tók afar erfið stjórnarkreppa. Minnihlutastjórn Alþýðuflokks sat í skamma stund en síðar tók við stjórn Sjálfstæðismanna Gunnars Thoroddsen, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags.Mynd frá í maí 1983 frá fyrsta ríkisráðsfundi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Frá vinstri eru á myndinni Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Jón Helgason, dóms- og landbúnaðarráðherra og Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra. Allir eru þeir úr Framsóknarflokki. Steingrímur Hermannsson og Guðmundur Benediktsson, ríkisráðsritari, standa yfir frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Þá sést glitta í Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, Matthías Bjarnason, ráðherra heilbrigðis- og samgöngumála, og Sverri Hermannsson iðnaðarráðherra. Menntamálaráðherrann Ragnheiður Helgadóttir, fjármálaráðherrann Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra og Hagstofustjóri, eru ekki í mynd.vísir/gva1983 Steingrímur Hermannsson tók við sem forsætisráðherra þegar hann myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ástandið í efnahagsmálum á þessum tíma var nánast ómögulegt og mikilla aðgerða þörf til að halda þjóðarskútunni á kili. Var gripið til harkalegra niðurskurðaraðgerða víða. Stjórnin var harðlega gagnrýnd fyrir það hve hart aðgerðirnar komu niður á ýmsum hópum þjóðfélagsins sem sökum þeirra neyddust til að borða grjónagraut í öll mál. Svaraði forsætisráðherrann því til að þegar hann hefði verið ungur drengur í sveit hefði vellingur oft verið á boðstólum og honum hefði þótt hann góður. Að sjálfsögðu festist viðurnefnið „denni“ við grjónagraut sökum þessa.1987 Eftir kosningar tók við ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, Sjálfstæðisflokki, en sú stjórn er fræg fyrir að hafa sprungið í beinni útsendingu árið 1988. Meðal mála sem fóru í gegnum þingið í stjórnartíð þeirrar stjórnar má nefna afléttingu bjórbannsins.1988 Steingrímur tók við sem forsætisráðherra á ný en þingmenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags tók við. Síðar meir var Borgaraflokknum hleypt um borð.Geir H. Haarde og Halldór Ásgrímsson þegar farið var að síga á síðari hluta stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Stjórnin kom ýmsum málum til leiðar en stjórnarsetan lék flokkinn afar grátt og var flokkurinn í mýflugumynd að henni lokinni.vísir/stefán1995 Eftir kosningarnar 1991 settist Davíð Oddsson í stól forsætisráðherra en með Sjálfstæðisflokknum í þeirri stjórn var Alþýðuflokkurinn. Að því kjörtímabili loknu, eftir kosningar 1995, mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Stjórnin sat í tólf ár og lengdi meðal annars fæðingarorlofið og kom á fót fæðingarorlofi fyrir feður. Fjöldi ríkisbanka og fyrirtækja var einkavæddur og Ísland rataði á lista hinna viljugu þjóða. Innbyrðis deilur og átök milli þingmanna setti svip sinn á þessi kjörtímabil enda stöldruðu margir þingmenn stutt við. Eftir að Halldór Ásgrímsson vék úr stóli formanns og tók Jón Sigurðsson við stjórnartaumunum. 2007 Flokkurinn geldur afhroð í kosningum og fær 11,7 prósent atkvæða og aðeins sjö þingmenn. Var þetta versta niðurstaða flokksins í þingkosninum frá upphafi. Jón Sigurðsson segir af sér sem formaður og Guðni Ágústsson tók við.2008 Valgerður Sverrisdóttir varð formaður flokksins fyrst kvenna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson andartökum eftir að hann varð formaður Framsóknarflokksins. Við hlið hans standa aðrir frambjóðendur í formannskjörinu, þeir Páll Magnússon og Höskuldur Þórhallsson.vísir/anton brink2009 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kjörinn formaður flokksins eftir að hafa haft betur í formannsslag gegn Höskuldi Þórhallssyni. Í upphafi var tilkynnt að Höskuldur hefði borið sigur úr bítum.2013 Ísland hafði betur í Icesave málinu en meðlimir og þingmenn flokksins fóru mikinn í þeirri baráttu. Flokkurinn vann stórsigur í Alþingiskosningum, hlaut fjórðung atkvæða og tæplega þriðjung þingmanna. Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra. Meðal mála sem flokkurinn stóð fyrir var leiðrétting á verðtryggðum húsnæðislánum.2016 Sigmundur Davíð hætti sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-lekans. Flokkurinn fær aðeins 11,5 prósent í þingkosningum, minnsta kjörfylgi frá upphafi, um haustið en átta þingmenn kjörna. Hér að neðan má sjá graf sem sýnir kjörfylgi og þingmannafjölda Framsóknarflokksins í gegnum tíðina. Þá er hér einnig lítið myndasafn með örfáum myndum úr safni.Borgnesingurinn Halldór E. Sigurðsson sést hér klippa á borða við opnun Borgarfjarðarbrúarinnar árið 1981. Halldór var einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir smíði brúarinnar.vísir/sveinn agnarssonFramsóknarflokkurinn á ekki aðeins yngsta ráðherrann heldur einnig þann elsta. Sigrún Magnúsdóttir tók fyrst sæti á þingi sem varamaður á 8. áratug síðustu aldar en varð ráðherra á síðasta kjörtímabili. Eiginmaður hennar, Páll Pétursson, var einnig ráðherra fyrir flokkinn.vísir/gvaÞorsteinn Pálsson og Halldór Ásgrímsson sjást hér ræða málin í desember 1985 þegar Hafskipsmálið stóð sem hæst.vísir/gvaMynd frá í maí 1983. Ólafur Jóhannesson sést hér koma hatti sínum fyrir á höfði en Steingrímur Hermannsson glottir. Myndun nýrrar ríkisstjórnar stóð yfir.vísir/gvaÁgúst 1986, þingflokkur Framsóknarflokksins á Sauðárkróki. F.v. Halldór Ásgrímsson, Páll Pétursson, Stefán Valgeirsson, Jón Kristjánsson, Jón Helgason, Níels Árni Lund, Kristján Benediktsson og Alexander Stefánsson. Steingrímur Hermannsson snýr baki í ljósmyndara.vísir/jón g. hauksson1996, þingmenn í þingflokki Framsóknarflokksins stilla sér upp fyrir aftan Alþingishúsið. F.v. Guðni Ágústsson, Ólafur Haraldsson, Magnús Stefánsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Finnur Ingólfsson, Hjálmar Árnason, Páll Pétursson, Jón Kristjánsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Halldór Ásgrímsson, Stefán Guðmundsson, Sif Friðleifsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason.vísir Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Frá stofnun hefur hann verið leiðandi í íslenskum stjórnmálum og nægir í því samhengi að nefna að hann hefur átt sæti í ríkisstjórn í tæplega sjö af hverjum tíu árum sem hann hefur verið til. Til að fagna deginum munu Framsóknarmenn gleðjast víðsvegar um landið. Meðal annars verður blásið til veislu í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins.16. desember 1916 Framsóknarflokkurinn stofnaður en fyrsta fundargerð hans er frá þessum degi, fimm dögum eftir að Alþingi var kvatt saman til aukafundar. Flokkurinn var stofnaður á grunni Bændaflokksins. Drög að flokknum voru lögð í lok nóvembermánaðar á Seyðisfirði þar sem fimm þingmenn biðu þess að sigla með ströndum til þings. Strandsiglingar voru nokkuð ótryggar á þessum tíma þar sem fyrri heimstyrjöldin stóð yfir. Fyrsti formaður flokksins var Ólafur Briem.1917 Framsóknarflokkurinn tók fyrst sæti í ríkisstjórn þegar Sigurður Jónsson á Ystafelli varð atvinnumálaráðherra í fullveldisstjórn Jóns Magnússonar.Jónas Jónsson frá Hriflu er einhver allra litríkasti stjórnmálamaður í sögu Framsóknarflokksins og íslenskrar stjórnmálasögu. Jónas var formaður flokksins á árunum 1934-44 en áhrifa hans gætti þó lengi eftir að hann lét af embætti. Jónas var dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar en hér sést hann, til vinstri, ásamt Magnúsi Kristjánssyni, fjármálaráðherra, fyrir framan stjórnarráðið árið 1927.LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/MAGNÚS ÓLAFSSON1927 Framsóknarflokkurinn tók fyrst sæti í ríkisstjórn undir forystu guðfræðingsins Tryggva Þórhallssonar en flestir voru á því að Jónas Jónsson frá Hriflu réði mestu í þeirri stjórn. Beitti þessi stjórn sér meðal annars fyrir því að koma samvinnuskólum á fót og stofnaði fyrsta þjóðgarðinn á Þingvöllum. Tryggvi rauf þing árið 1931 skömmu áður en leggja átti fram vantraust á stjórnina. Í kosningunum í kjölfarið hlaut flokkurinn hreinan meirihluta, 23 þingmenn af fjörutíu, með aðeins 35 prósent atkvæða. Helsta rót vantraustsins var að leggja átti til að breyta kjördæmakerfinu og auka hlut Reykjavíkur.1932 Tryggvi féll í kosningunum og varð Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, forsætisráðherra. Jónas Jónsson var dómsmálaráðherra í fyrri stjórn og hafði hafið málarekstur gegn eftirmanni sínum, Magnúsi Guðmundssyni, í sinni stjórnartíð. Hermann Jónasson, síðar forsætisráðherra og formaður flokksins, var þá lögreglustjóri og dómari í Reykjavík. Dæmdi hann Magnús í fangelsi sem sagði af sér tímabundið vegna dómsins. Magnús var síðar sýknaður í Hæstarétti og tók á ný við embætti sínu.1934 Ásgeir sagði skilið við Framsóknarflokkinn eftir kosningar árið 1934 og tók áðurnefndur Hermann Jónasson við forsætisráðherrastólnum er hann myndaði stjórn með Alþýðuflokknum. Var þetta í fyrsta skipti í íslenskri stjórnmálasögu sem verkamannaflokkur komst í ríkisstjórn. Stjórnin fékk viðurnefnið „Stjórn hinna vinnandi stétta“ en hún kom meðal annars á almannatryggingum og bætti fátækralöggjöf. Þá reyndi hún að fá hjólin til að snúast innanlands. Skipulagi var komið á mjólkursölu með afurðalögum og grænmetisverslun ríkisins var komið á laggirnar. Reistar voru talsverðar skorður við innflutningi til að tryggja innlenda framleiðslu. Stjórnin sat til ársins 1938.Eysteinn Jónsson er enn þann dag í dag yngstur allra til að taka sæti í ríkisstjórn. Það gerði hann árið 1934 aðeins 27 ára að aldri en hann var fjármálaráðherra í fyrsta ráðuneyti Hermanns Jónassonar. Eysteinn sat á þingi í tæpt 41 ár, frá 1933-74, en aðeins Pétur Ottesen á lengri starfsaldur á þingi. Hér sést hann, til hægri, á gangi árið 1983 ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni, fyrrverandi þingmanni og menntamálaráðherra flokksins, þegar sá síðarnefndi vann að ritun ævisögu Eysteins.Vísir/Ljósmyndasafn reykjavíkur1939 Þjóðstjórn sat í landinu fyrri hluta síðara stríðs en það þótti tryggara. Þrír þingflokkar af fimm, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkurinn, áttu sæti í ríkisstjórninni en Kommúnistum og Bændaflokknum var ekki hleypt að kjötkötlunum. Stjórnin sat til 1942 en þá tók stjórn Ólafs Thors og síðar utanþingsstjórn við.1947 Framsóknarflokkurinn tók í fyrsta sinn sæti í stjórn á lýðveldistíma. Alþýðuflokksmaðurinn Stefán Jóhann Stefánsson fór fyrir stjórninni en Eysteinn Jónsson var menntamálaráðherra og Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráðherra.1950 Steingrímur Steinþórsson varð forsætisráðherra fyrstur Framsóknarmanna á lýðveldistíma.1956 Hermann Jónasson verður forsætisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Aðeins hann og Ólafur Thors náðu þeim áfanga að vera forsætisráðherra fyrir og eftir að lýðveldinu var komið á fót. Stjórnin gekk iðulega undir nafninu „Hræðslubandalagið“. Fyrir kosningar höfðu Framsóknarflokkur og Alþýðurflokkur gert samkomulag um að stilla ekki frambjóðendum flokkanna upp gegn hvor öðrum í hinum ýmsu kjördæmum með það að markmiði að ná meirihluta. Vildu flokkarnir með þessu nýta kjördæmakerfið sér í hag til að ná meirihluta og halda Sjálfstæðisflokknum utan stjórnar. 25 þingmenn unnust og skorti því tvo þingmenn í hreinan meirihluta. Alþýðubandalagið var því með í stjórninni. Stjórnin færði meðal annars landhelgina í tólf mílur áður en hún sprakk.Prófessor Ólafur Jóhannesson ásamt Dóru Guðbjartsdóttur, eiginkonu sinni. Myndin er tekin í stofunni í heimili þeirra að Aragötu þann 31. ágúst 1978. Degi síðar tók Ólafur við embætti forsætisráðherra öðru sinni en sú stjórn varð ekki langlíf.vísir/gva1959 Við tók skammlíf stjórn Alþýðuflokksins og síðar Viðreisnarstjórn Sjálfstæðismanna og Alþýðuflokksins sem sat í áratug. 1963 og 1967 Flokkurinn hlaut sína bestu kosningu frá stofnum lýðveldis en hann fékk rúmlega 28 prósent í báðum kosningum undir forystu Eysteins Jónssonar. Stjórnarandstaða varð þó hlutskipti flokksins þar sem Viðreisnarstjórnin hélt velli.1971 Í garð gekk tuttugu ára tímabil þar sem Framsóknarflokkurinn sat samfleytt í ríkisstjórn að undanskildu þriggja mánaða tímabili er minnihlutastjórn Benedikts Gröndal sat áramótin 1980. Lagaprófessorinn og varadómarinn Ólafur Jóhannesson sat sem dómsmálaráðherra frá 1971 til 1978 auk þess að vera forsætisráðherra 1971-74 og 1978-79. Stjórn Ólafs færði efnahagslögsöguna út í 50 mílur árið 1972 og stóð í kjölfarið í þorskastríði við Breta. Fyrri stjórn Ólafs var vinstri stjórn mynduð með Alþýðubandalaginu og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Sú stjórn sprakk með miklum hvelli þegar Ólafur lagði fram frumvarp þess efnis að vísitöluhækkun launa skyldi fryst. Ólafur fór til Bessastaða til að rjúfa þing og tók dr. Kristján Eldjárn, þá forseti sér Íslands, sér tæplega klukkustundar umhugsunarfrest áður en hann féllst á beiðnina. Þótti það nokkuð umdeilt en Hannibal Valdimarsson, Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, Gylfi Þ. Gíslason, Alþýðuflokki, og Geir Hallgrímsson, Sjálfstæðisflokki, töldu að rétt hefði verið að synja þingrofsbeiðninni og gefa þeim færi á að mynda ríkisstjórn. Gengu þeir nokkuð hart að Kristjáni í þessum efnum.1974 Í kosningunum sem fylgdu mynduðu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn undir forystu Geirs Hallgrímssonar. Sú stjórn stóð einnig í ströngu í baráttunni gegn Bretum en annað þorskastríð skall á í kjölfar þess að efnahagslögsagan var útvíkkuð á nýjan leik, að þessu sinni í 200 sjómílur.1978 Ólafur myndaði á ný stjórn eftir kosningarnar 1978 en nú með Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Sú stjórn sprakk og við tók afar erfið stjórnarkreppa. Minnihlutastjórn Alþýðuflokks sat í skamma stund en síðar tók við stjórn Sjálfstæðismanna Gunnars Thoroddsen, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags.Mynd frá í maí 1983 frá fyrsta ríkisráðsfundi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Frá vinstri eru á myndinni Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Jón Helgason, dóms- og landbúnaðarráðherra og Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra. Allir eru þeir úr Framsóknarflokki. Steingrímur Hermannsson og Guðmundur Benediktsson, ríkisráðsritari, standa yfir frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Þá sést glitta í Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, Matthías Bjarnason, ráðherra heilbrigðis- og samgöngumála, og Sverri Hermannsson iðnaðarráðherra. Menntamálaráðherrann Ragnheiður Helgadóttir, fjármálaráðherrann Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra og Hagstofustjóri, eru ekki í mynd.vísir/gva1983 Steingrímur Hermannsson tók við sem forsætisráðherra þegar hann myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ástandið í efnahagsmálum á þessum tíma var nánast ómögulegt og mikilla aðgerða þörf til að halda þjóðarskútunni á kili. Var gripið til harkalegra niðurskurðaraðgerða víða. Stjórnin var harðlega gagnrýnd fyrir það hve hart aðgerðirnar komu niður á ýmsum hópum þjóðfélagsins sem sökum þeirra neyddust til að borða grjónagraut í öll mál. Svaraði forsætisráðherrann því til að þegar hann hefði verið ungur drengur í sveit hefði vellingur oft verið á boðstólum og honum hefði þótt hann góður. Að sjálfsögðu festist viðurnefnið „denni“ við grjónagraut sökum þessa.1987 Eftir kosningar tók við ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, Sjálfstæðisflokki, en sú stjórn er fræg fyrir að hafa sprungið í beinni útsendingu árið 1988. Meðal mála sem fóru í gegnum þingið í stjórnartíð þeirrar stjórnar má nefna afléttingu bjórbannsins.1988 Steingrímur tók við sem forsætisráðherra á ný en þingmenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags tók við. Síðar meir var Borgaraflokknum hleypt um borð.Geir H. Haarde og Halldór Ásgrímsson þegar farið var að síga á síðari hluta stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Stjórnin kom ýmsum málum til leiðar en stjórnarsetan lék flokkinn afar grátt og var flokkurinn í mýflugumynd að henni lokinni.vísir/stefán1995 Eftir kosningarnar 1991 settist Davíð Oddsson í stól forsætisráðherra en með Sjálfstæðisflokknum í þeirri stjórn var Alþýðuflokkurinn. Að því kjörtímabili loknu, eftir kosningar 1995, mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Stjórnin sat í tólf ár og lengdi meðal annars fæðingarorlofið og kom á fót fæðingarorlofi fyrir feður. Fjöldi ríkisbanka og fyrirtækja var einkavæddur og Ísland rataði á lista hinna viljugu þjóða. Innbyrðis deilur og átök milli þingmanna setti svip sinn á þessi kjörtímabil enda stöldruðu margir þingmenn stutt við. Eftir að Halldór Ásgrímsson vék úr stóli formanns og tók Jón Sigurðsson við stjórnartaumunum. 2007 Flokkurinn geldur afhroð í kosningum og fær 11,7 prósent atkvæða og aðeins sjö þingmenn. Var þetta versta niðurstaða flokksins í þingkosninum frá upphafi. Jón Sigurðsson segir af sér sem formaður og Guðni Ágústsson tók við.2008 Valgerður Sverrisdóttir varð formaður flokksins fyrst kvenna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson andartökum eftir að hann varð formaður Framsóknarflokksins. Við hlið hans standa aðrir frambjóðendur í formannskjörinu, þeir Páll Magnússon og Höskuldur Þórhallsson.vísir/anton brink2009 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kjörinn formaður flokksins eftir að hafa haft betur í formannsslag gegn Höskuldi Þórhallssyni. Í upphafi var tilkynnt að Höskuldur hefði borið sigur úr bítum.2013 Ísland hafði betur í Icesave málinu en meðlimir og þingmenn flokksins fóru mikinn í þeirri baráttu. Flokkurinn vann stórsigur í Alþingiskosningum, hlaut fjórðung atkvæða og tæplega þriðjung þingmanna. Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra. Meðal mála sem flokkurinn stóð fyrir var leiðrétting á verðtryggðum húsnæðislánum.2016 Sigmundur Davíð hætti sem forsætisráðherra í kjölfar Panama-lekans. Flokkurinn fær aðeins 11,5 prósent í þingkosningum, minnsta kjörfylgi frá upphafi, um haustið en átta þingmenn kjörna. Hér að neðan má sjá graf sem sýnir kjörfylgi og þingmannafjölda Framsóknarflokksins í gegnum tíðina. Þá er hér einnig lítið myndasafn með örfáum myndum úr safni.Borgnesingurinn Halldór E. Sigurðsson sést hér klippa á borða við opnun Borgarfjarðarbrúarinnar árið 1981. Halldór var einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir smíði brúarinnar.vísir/sveinn agnarssonFramsóknarflokkurinn á ekki aðeins yngsta ráðherrann heldur einnig þann elsta. Sigrún Magnúsdóttir tók fyrst sæti á þingi sem varamaður á 8. áratug síðustu aldar en varð ráðherra á síðasta kjörtímabili. Eiginmaður hennar, Páll Pétursson, var einnig ráðherra fyrir flokkinn.vísir/gvaÞorsteinn Pálsson og Halldór Ásgrímsson sjást hér ræða málin í desember 1985 þegar Hafskipsmálið stóð sem hæst.vísir/gvaMynd frá í maí 1983. Ólafur Jóhannesson sést hér koma hatti sínum fyrir á höfði en Steingrímur Hermannsson glottir. Myndun nýrrar ríkisstjórnar stóð yfir.vísir/gvaÁgúst 1986, þingflokkur Framsóknarflokksins á Sauðárkróki. F.v. Halldór Ásgrímsson, Páll Pétursson, Stefán Valgeirsson, Jón Kristjánsson, Jón Helgason, Níels Árni Lund, Kristján Benediktsson og Alexander Stefánsson. Steingrímur Hermannsson snýr baki í ljósmyndara.vísir/jón g. hauksson1996, þingmenn í þingflokki Framsóknarflokksins stilla sér upp fyrir aftan Alþingishúsið. F.v. Guðni Ágústsson, Ólafur Haraldsson, Magnús Stefánsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Finnur Ingólfsson, Hjálmar Árnason, Páll Pétursson, Jón Kristjánsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Halldór Ásgrímsson, Stefán Guðmundsson, Sif Friðleifsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason.vísir
Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira