Aukaleikarinn eignar sér sviðið | Besti varnarmaðurinn í Hafnarfjarðarslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2016 20:30 Daníel skoraði fimm mörk gegn FH. vísir/ernir Daníel Þór Ingason hefur reynst góð viðbót við lið Hauka. Þessi 21 árs gamla skytta kom til Hauka frá Val fyrir tímabilið og eftir rólega byrjun hefur hann fundið sig vel í liði Íslandsmeistarana. Daníel var í aukahlutverki hjá Val en er byrjunarliðsmaður hjá Haukum í dag. Daníel er fjórði markahæsti leikmaður Hauka í vetur með 75 mörk í 15 deildarleikjum. Fimm þeirra komu í sigrinum á erkifjendunum í FH í gær.HB Statz greindi Hafnarfjarðarslaginn í gær og samkvæmt einkunnagjöf þeirra var Daníel næstbesti leikmaður Hauka í leiknum. Hann fékk 9,0 í heildareinkunn; 8,9 fyrir frammistöðuna í sókn og 9,1 fyrir varnarframmistöðu sína. Enginn leikmaður á vellinum fékk betri einkunn fyrir varnarleik sinn í gær.Varnarmaður leiksins: Daniel Ingi (9.1) 7 löglegar stöðvanir - 1 stolinn - 1 blokk #handbolti#olisdeildin — HBStatz (@HBSstatz) December 15, 2016Samkvæmt tölfræði HB Statz var Daníel með sjö löglegar stöðvanir, þ.e. brot þar sem varnarmaðurinn fær ekki tvær mínútur fyrir. Daníel var með flestar löglegar stöðvanir af öllum á vellinum. Raunar höfðu Haukar mikla yfirburði í þessum efnum; voru með 25 löglegar stöðvanir gegn 15 hjá FH. Daníel stal boltanum einu sinni í leiknum í gær og varði eitt skot. Alls vörðu varnarmenn Hauka níu skot í leiknum, þar af átta í fyrri hálfleik. Á meðan varði FH-vörnin aðeins eitt skot. Daníel skoraði sem áður sagði fimm mörk í leiknum. Hann gaf einnig þrjár stoðsendingar, fiskaði eitt víti og tapaði aðeins einum bolta. Skínandi leikur hjá þessum efnilega leikmanni. Þess má geta að Daníel er sonur Inga Rafns Jónssonar sem lék með Val á 10. áratug síðustu aldar. Sigurinn í gær var sá níundi í röð hjá Haukum. Þeir fara inn í HM-fríið í 2. sæti Olís-deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka Fjórir leikmenn Hauka hafa skorað fimm mörk eða fleiri í leik í átta leikja sigurgöngu liðsins í Olís-deild karla. Haukaliðið getur lokað hringnum með sigri á nágrönnum sínum í Kaplakrika í kvöld en Haukaliðið væri þá búið að 15. desember 2016 06:00 Sjáðu pungsparkið sem breytti Hafnarfjarðarslagnum | Myndband Adam Haukur Baumruk fékk að líta rauða spjaldið í Hafnarfjarðarslagnum og í kjölfarið kom 6-2 kafli hjá Haukum sem taldi mikið þegar uppi var staðið. 16. desember 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 29-30 | Dramatískur Haukasigur Haukar unnu dramatískan sigur á FH, 29-30, í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla í kvöld. 15. desember 2016 22:00 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Daníel Þór Ingason hefur reynst góð viðbót við lið Hauka. Þessi 21 árs gamla skytta kom til Hauka frá Val fyrir tímabilið og eftir rólega byrjun hefur hann fundið sig vel í liði Íslandsmeistarana. Daníel var í aukahlutverki hjá Val en er byrjunarliðsmaður hjá Haukum í dag. Daníel er fjórði markahæsti leikmaður Hauka í vetur með 75 mörk í 15 deildarleikjum. Fimm þeirra komu í sigrinum á erkifjendunum í FH í gær.HB Statz greindi Hafnarfjarðarslaginn í gær og samkvæmt einkunnagjöf þeirra var Daníel næstbesti leikmaður Hauka í leiknum. Hann fékk 9,0 í heildareinkunn; 8,9 fyrir frammistöðuna í sókn og 9,1 fyrir varnarframmistöðu sína. Enginn leikmaður á vellinum fékk betri einkunn fyrir varnarleik sinn í gær.Varnarmaður leiksins: Daniel Ingi (9.1) 7 löglegar stöðvanir - 1 stolinn - 1 blokk #handbolti#olisdeildin — HBStatz (@HBSstatz) December 15, 2016Samkvæmt tölfræði HB Statz var Daníel með sjö löglegar stöðvanir, þ.e. brot þar sem varnarmaðurinn fær ekki tvær mínútur fyrir. Daníel var með flestar löglegar stöðvanir af öllum á vellinum. Raunar höfðu Haukar mikla yfirburði í þessum efnum; voru með 25 löglegar stöðvanir gegn 15 hjá FH. Daníel stal boltanum einu sinni í leiknum í gær og varði eitt skot. Alls vörðu varnarmenn Hauka níu skot í leiknum, þar af átta í fyrri hálfleik. Á meðan varði FH-vörnin aðeins eitt skot. Daníel skoraði sem áður sagði fimm mörk í leiknum. Hann gaf einnig þrjár stoðsendingar, fiskaði eitt víti og tapaði aðeins einum bolta. Skínandi leikur hjá þessum efnilega leikmanni. Þess má geta að Daníel er sonur Inga Rafns Jónssonar sem lék með Val á 10. áratug síðustu aldar. Sigurinn í gær var sá níundi í röð hjá Haukum. Þeir fara inn í HM-fríið í 2. sæti Olís-deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka Fjórir leikmenn Hauka hafa skorað fimm mörk eða fleiri í leik í átta leikja sigurgöngu liðsins í Olís-deild karla. Haukaliðið getur lokað hringnum með sigri á nágrönnum sínum í Kaplakrika í kvöld en Haukaliðið væri þá búið að 15. desember 2016 06:00 Sjáðu pungsparkið sem breytti Hafnarfjarðarslagnum | Myndband Adam Haukur Baumruk fékk að líta rauða spjaldið í Hafnarfjarðarslagnum og í kjölfarið kom 6-2 kafli hjá Haukum sem taldi mikið þegar uppi var staðið. 16. desember 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 29-30 | Dramatískur Haukasigur Haukar unnu dramatískan sigur á FH, 29-30, í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla í kvöld. 15. desember 2016 22:00 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka Fjórir leikmenn Hauka hafa skorað fimm mörk eða fleiri í leik í átta leikja sigurgöngu liðsins í Olís-deild karla. Haukaliðið getur lokað hringnum með sigri á nágrönnum sínum í Kaplakrika í kvöld en Haukaliðið væri þá búið að 15. desember 2016 06:00
Sjáðu pungsparkið sem breytti Hafnarfjarðarslagnum | Myndband Adam Haukur Baumruk fékk að líta rauða spjaldið í Hafnarfjarðarslagnum og í kjölfarið kom 6-2 kafli hjá Haukum sem taldi mikið þegar uppi var staðið. 16. desember 2016 09:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 29-30 | Dramatískur Haukasigur Haukar unnu dramatískan sigur á FH, 29-30, í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla í kvöld. 15. desember 2016 22:00
Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00