Handbolti

Aukaleikarinn eignar sér sviðið | Besti varnarmaðurinn í Hafnarfjarðarslagnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel skoraði fimm mörk gegn FH.
Daníel skoraði fimm mörk gegn FH. vísir/ernir
Daníel Þór Ingason hefur reynst góð viðbót við lið Hauka.

Þessi 21 árs gamla skytta kom til Hauka frá Val fyrir tímabilið og eftir rólega byrjun hefur hann fundið sig vel í liði Íslandsmeistarana. Daníel var í aukahlutverki hjá Val en er byrjunarliðsmaður hjá Haukum í dag.

Daníel er fjórði markahæsti leikmaður Hauka í vetur með 75 mörk í 15 deildarleikjum. Fimm þeirra komu í sigrinum á erkifjendunum í FH í gær.

HB Statz greindi Hafnarfjarðarslaginn í gær og samkvæmt einkunnagjöf þeirra var Daníel næstbesti leikmaður Hauka í leiknum. Hann fékk 9,0 í heildareinkunn; 8,9 fyrir frammistöðuna í sókn og 9,1 fyrir varnarframmistöðu sína. Enginn leikmaður á vellinum fékk betri einkunn fyrir varnarleik sinn í gær.

Samkvæmt tölfræði HB Statz var Daníel með sjö löglegar stöðvanir, þ.e. brot þar sem varnarmaðurinn fær ekki tvær mínútur fyrir. Daníel var með flestar löglegar stöðvanir af öllum á vellinum. Raunar höfðu Haukar mikla yfirburði í þessum efnum; voru með 25 löglegar stöðvanir gegn 15 hjá FH.

Daníel stal boltanum einu sinni í leiknum í gær og varði eitt skot. Alls vörðu varnarmenn Hauka níu skot í leiknum, þar af átta í fyrri hálfleik. Á meðan varði FH-vörnin aðeins eitt skot.

Daníel skoraði sem áður sagði fimm mörk í leiknum. Hann gaf einnig þrjár stoðsendingar, fiskaði eitt víti og tapaði aðeins einum bolta. Skínandi leikur hjá þessum efnilega leikmanni.

Þess má geta að Daníel er sonur Inga Rafns Jónssonar sem lék með Val á 10. áratug síðustu aldar.

Sigurinn í gær var sá níundi í röð hjá Haukum. Þeir fara inn í HM-fríið í 2. sæti Olís-deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar.


Tengdar fréttir

Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka

Fjórir leikmenn Hauka hafa skorað fimm mörk eða fleiri í leik í átta leikja sigurgöngu liðsins í Olís-deild karla. Haukaliðið getur lokað hringnum með sigri á nágrönnum sínum í Kaplakrika í kvöld en Haukaliðið væri þá búið að




Fleiri fréttir

Sjá meira


×