Þingmenn VG og BF vilja auka tekjur ríkissjóðs Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. desember 2016 20:00 Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þingmenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja hins vegar nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af þeim fjármunum sem þeim eru ætlaðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Forstjóri Landspítalans hefur lýst frumvarpinu sem hamförum – óbreytt frumvarp muni þýða styrjaldarástand, fjöldauppsagnir og höggva þurfi niður þjónustu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur sagt að verði frumvarpið að lögum bendi allt til þess að gæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju landsins. Fjársveltið muni lama Landhelgisgæsluna. Þá hafa háskólarnir sagt viðvarandi undirfjármögnun ógna öllu starfi þeirra. Óbreytt frumvarp muni þýða að háskólarnir þurfi að skerða þjónustu við nemendur. En forsenda þess að frekari fjármunir verði settir í meðal annars heilbrigðis- og menntamál er að ríkið afli frekari tekna eða skeri niður í öðrum málaflokkum. Tekjuöflunarhluti fjárlaga er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd en ekki er samstaða um það í nefndinni hvort afla þurfi frekari tekna. Tekjurnar aldrei verið meiri „Tekjurnar hafa aldrei verið meiri. Þetta er mjög mikil aukning á útgjöldum milli ára og hefur verið það öll síðustu ár. Það má eiginlega segja að þetta sé metár núna. Þannig að það er mjög öfugsnúið að fara í frekari tekjuöflun til að eyða enn meira í ástandi eins og nú er,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þó sé hugsanlegt að auka við fjármagn til meðal annars heilbrigðis- og menntamála. „Þá með einhvers konar millifærslu, það er að segja að skera niður á einum stað og auka á öðrum stað,” segir Brynjar. Hægt að fjármagna með hærri veiðigjöldum Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í efnahags- og viðskiptanefnd, segir hins vegar ljóst að auka þurfi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, til að mynda með hærri veiðigjöldum. „Það er allavega ljóst að fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út núna dugir ekki til. Við verðum að bæta í innviðauppbyggingu, bæta í heilbrigðiskerfið og menntamálin og vegi og annað. Þannig að eins og það lítur út í dag að þá þurfum við að afla frekari tekna,” segir Björt.Auðlegðarskattur og hátekjuskattur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem einnig situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir unnið að samkomulagi í fjárlaganefnd um aukið fjármagn til tiltekinna málaflokka. „Ef slík samkomulag næst fram að þá þarf væntanlega að styrkja tekjustofnana á móti, því það skiptir auðvitað máli að þetta sé gert með ábyrgum hætti,” segir Katrín. Það sé hægt að gera meðal annars með hærri veiðigjöldum og sérstökum auðlegðarskatt. „Við höfum líka bent á leiðir til þess að taka upp einhvers konar hátekjuþrep, bæði í fjármagnstekjum og launatekjum. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að styrkja tekjustofna ríkisins án þess að það bitni á almenningi,” segir Katrín. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þingmenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja hins vegar nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af þeim fjármunum sem þeim eru ætlaðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Forstjóri Landspítalans hefur lýst frumvarpinu sem hamförum – óbreytt frumvarp muni þýða styrjaldarástand, fjöldauppsagnir og höggva þurfi niður þjónustu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur sagt að verði frumvarpið að lögum bendi allt til þess að gæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju landsins. Fjársveltið muni lama Landhelgisgæsluna. Þá hafa háskólarnir sagt viðvarandi undirfjármögnun ógna öllu starfi þeirra. Óbreytt frumvarp muni þýða að háskólarnir þurfi að skerða þjónustu við nemendur. En forsenda þess að frekari fjármunir verði settir í meðal annars heilbrigðis- og menntamál er að ríkið afli frekari tekna eða skeri niður í öðrum málaflokkum. Tekjuöflunarhluti fjárlaga er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd en ekki er samstaða um það í nefndinni hvort afla þurfi frekari tekna. Tekjurnar aldrei verið meiri „Tekjurnar hafa aldrei verið meiri. Þetta er mjög mikil aukning á útgjöldum milli ára og hefur verið það öll síðustu ár. Það má eiginlega segja að þetta sé metár núna. Þannig að það er mjög öfugsnúið að fara í frekari tekjuöflun til að eyða enn meira í ástandi eins og nú er,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þó sé hugsanlegt að auka við fjármagn til meðal annars heilbrigðis- og menntamála. „Þá með einhvers konar millifærslu, það er að segja að skera niður á einum stað og auka á öðrum stað,” segir Brynjar. Hægt að fjármagna með hærri veiðigjöldum Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í efnahags- og viðskiptanefnd, segir hins vegar ljóst að auka þurfi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, til að mynda með hærri veiðigjöldum. „Það er allavega ljóst að fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út núna dugir ekki til. Við verðum að bæta í innviðauppbyggingu, bæta í heilbrigðiskerfið og menntamálin og vegi og annað. Þannig að eins og það lítur út í dag að þá þurfum við að afla frekari tekna,” segir Björt.Auðlegðarskattur og hátekjuskattur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem einnig situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir unnið að samkomulagi í fjárlaganefnd um aukið fjármagn til tiltekinna málaflokka. „Ef slík samkomulag næst fram að þá þarf væntanlega að styrkja tekjustofnana á móti, því það skiptir auðvitað máli að þetta sé gert með ábyrgum hætti,” segir Katrín. Það sé hægt að gera meðal annars með hærri veiðigjöldum og sérstökum auðlegðarskatt. „Við höfum líka bent á leiðir til þess að taka upp einhvers konar hátekjuþrep, bæði í fjármagnstekjum og launatekjum. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að styrkja tekjustofna ríkisins án þess að það bitni á almenningi,” segir Katrín.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent