Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. desember 2016 12:06 Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. Vísir/Ernir Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum orðum hefst grein allra borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í morgun. Með hágæðakerfi almenningssamgangna sé átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu kerfisins. Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. „Sveitarfélögin eru sammála um það að þetta sé lykilatriði til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og það sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði án þess að umferðarkerfið springi,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.Samstarf um fjármögnun Hluti af samkomulaginu er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Í greininni kemur fram að það sé þeirra mat að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu kerfisins í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.Varðandi fjármögnun kerfisins. Hver er kostnaðurinn við að koma því upp? „Þetta verður gert í áföngum en kostnaðurinn er umtalsverður. Hann er þó töluvert lægri heldur en aðrar samgöngulausnir sem við höfum skoðað,” segir Dagur.Kostar tugi milljarða Ljóst sé að kostnaðurinn skipti tugum milljarða. Algjör samstaða sé um það meðal sveitarfélaganna að það sé eðlilegt að ríkissjóður komi að fjármögnun verkefnisins. „Við höfum átt mjög gott samstarf í undirbúningi og þróun verkefnisins með Vegagerðinni. Innanríkisráðherra, núverandi, hefur verið jákvæður og, eftir því sem ég best veit, meira eða minna allir flokkar á Alþingi. Þannig að þetta er einfaldlega eitt brýnasta stórverkefnið í samgöngum landsins alls.”Þið segið að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um að minnsta kosti 70 þúsund. Umferðartafir muni aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Hvenær er raunhæft að þessi borgarlína verði tilbúin? „Það fer eftir því hvort að hraðavagnakerfi eða léttlestakerfi verður fyrir valinu. Við vitum að léttlestakerfið tekur mun lengri tíma í undirbúningi en þau borgarsvæði sem hafa gert þetta markvisst hafa sett á stofn hraðvagnakerfi á 36 mánuðum. Þannig að um leið og ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir að þá er hægt að gera þetta býsna hratt.” En er það raunhæft, að eftir fimm til 10 ár að þá geti þetta orðið að veruleika? „Já það finnst mér algjörlega raunhæft. Og ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt,” segir Dagur. Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum orðum hefst grein allra borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í morgun. Með hágæðakerfi almenningssamgangna sé átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu kerfisins. Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. „Sveitarfélögin eru sammála um það að þetta sé lykilatriði til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og það sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði án þess að umferðarkerfið springi,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.Samstarf um fjármögnun Hluti af samkomulaginu er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Í greininni kemur fram að það sé þeirra mat að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu kerfisins í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.Varðandi fjármögnun kerfisins. Hver er kostnaðurinn við að koma því upp? „Þetta verður gert í áföngum en kostnaðurinn er umtalsverður. Hann er þó töluvert lægri heldur en aðrar samgöngulausnir sem við höfum skoðað,” segir Dagur.Kostar tugi milljarða Ljóst sé að kostnaðurinn skipti tugum milljarða. Algjör samstaða sé um það meðal sveitarfélaganna að það sé eðlilegt að ríkissjóður komi að fjármögnun verkefnisins. „Við höfum átt mjög gott samstarf í undirbúningi og þróun verkefnisins með Vegagerðinni. Innanríkisráðherra, núverandi, hefur verið jákvæður og, eftir því sem ég best veit, meira eða minna allir flokkar á Alþingi. Þannig að þetta er einfaldlega eitt brýnasta stórverkefnið í samgöngum landsins alls.”Þið segið að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um að minnsta kosti 70 þúsund. Umferðartafir muni aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Hvenær er raunhæft að þessi borgarlína verði tilbúin? „Það fer eftir því hvort að hraðavagnakerfi eða léttlestakerfi verður fyrir valinu. Við vitum að léttlestakerfið tekur mun lengri tíma í undirbúningi en þau borgarsvæði sem hafa gert þetta markvisst hafa sett á stofn hraðvagnakerfi á 36 mánuðum. Þannig að um leið og ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir að þá er hægt að gera þetta býsna hratt.” En er það raunhæft, að eftir fimm til 10 ár að þá geti þetta orðið að veruleika? „Já það finnst mér algjörlega raunhæft. Og ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt,” segir Dagur.
Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira