Um alvarlega fjárhagsstöðu Háskóla Íslands jón atli benediktsson skrifar 17. desember 2016 14:55 Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma. Þessa óheillaþróun má glöggt sjá á greiðslum sem Háskólinn fær til að mennta nemendur í mismunandi faggreinum (í reikniflokka) á eftirfarandi mynd.Breiði ferillinn á myndinni sýnir vegið meðal nemendaígildi við skólann. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á því reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands, sem var samt mun lægra en í samanburðarlöndunum. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1.300 m. kr. í kennslufjárveitingu til háskólans bara til að ná fyrri stöðu. Þessi tala er í samræmi við stefnumótun skólans. Nýleg stefna Háskóla Íslands tilgreinir verkefni næstu ára sem miða að því að þróa og auka gæði kennslu, byggja upp öfluga rannsóknarinnviði og nýta þekkingu í þágu samfélagsins. Áætluð fjárþörf fyrir brýnustu verkefni næsta árs er um 1.200 m. kr. Til að glöggva sig betur á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er gagnlegt að bera skólann saman við háskóla á Norðurlöndunum, en í þeim samanburði telst Háskóli Íslands meðalstór. Samanburðurinn sýnir að einungis tveir háskólar af 38 á Norðurlöndunum eru með lægri heildartekjur á ársnema heldur en Háskóli Íslands, sbr. myndina hér á eftir. Annar þessara tveggja háskóla er hreinn viðskiptaháskóli sem er alfarið í lægsta reikniflokki. Í skemmstu máli sagt fær enginn sambærilegur skóli á Norðurlöndum jafn lágt framlag með nemendum og þurfa tekjur á hvern ársnema við Háskóla Íslands að tvöfaldast bara til að ná meðaltali Norðurlanda.Þrátt fyrir verulegan niðurskurð undanfarin ár hefur Háskóla Íslands tekist að halda rekstrinum í jafnvægi með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nemendur. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið að árið 2016 verður a.m.k. 300 m.kr. halli á rekstrinum sem er fordæmalaus staða. Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðaltali fjárveitinga til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Þetta markmið var ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er þeirra að engu getið. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun Háskóla Íslands, og raunar háskólastigsins alls, blasir við að endurskoða þarf starfsemi háskólanna með verulega neikvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Atli Benediktsson Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma. Þessa óheillaþróun má glöggt sjá á greiðslum sem Háskólinn fær til að mennta nemendur í mismunandi faggreinum (í reikniflokka) á eftirfarandi mynd.Breiði ferillinn á myndinni sýnir vegið meðal nemendaígildi við skólann. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á því reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands, sem var samt mun lægra en í samanburðarlöndunum. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1.300 m. kr. í kennslufjárveitingu til háskólans bara til að ná fyrri stöðu. Þessi tala er í samræmi við stefnumótun skólans. Nýleg stefna Háskóla Íslands tilgreinir verkefni næstu ára sem miða að því að þróa og auka gæði kennslu, byggja upp öfluga rannsóknarinnviði og nýta þekkingu í þágu samfélagsins. Áætluð fjárþörf fyrir brýnustu verkefni næsta árs er um 1.200 m. kr. Til að glöggva sig betur á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er gagnlegt að bera skólann saman við háskóla á Norðurlöndunum, en í þeim samanburði telst Háskóli Íslands meðalstór. Samanburðurinn sýnir að einungis tveir háskólar af 38 á Norðurlöndunum eru með lægri heildartekjur á ársnema heldur en Háskóli Íslands, sbr. myndina hér á eftir. Annar þessara tveggja háskóla er hreinn viðskiptaháskóli sem er alfarið í lægsta reikniflokki. Í skemmstu máli sagt fær enginn sambærilegur skóli á Norðurlöndum jafn lágt framlag með nemendum og þurfa tekjur á hvern ársnema við Háskóla Íslands að tvöfaldast bara til að ná meðaltali Norðurlanda.Þrátt fyrir verulegan niðurskurð undanfarin ár hefur Háskóla Íslands tekist að halda rekstrinum í jafnvægi með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nemendur. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið að árið 2016 verður a.m.k. 300 m.kr. halli á rekstrinum sem er fordæmalaus staða. Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðaltali fjárveitinga til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Þetta markmið var ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er þeirra að engu getið. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun Háskóla Íslands, og raunar háskólastigsins alls, blasir við að endurskoða þarf starfsemi háskólanna með verulega neikvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar