Um alvarlega fjárhagsstöðu Háskóla Íslands jón atli benediktsson skrifar 17. desember 2016 14:55 Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma. Þessa óheillaþróun má glöggt sjá á greiðslum sem Háskólinn fær til að mennta nemendur í mismunandi faggreinum (í reikniflokka) á eftirfarandi mynd.Breiði ferillinn á myndinni sýnir vegið meðal nemendaígildi við skólann. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á því reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands, sem var samt mun lægra en í samanburðarlöndunum. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1.300 m. kr. í kennslufjárveitingu til háskólans bara til að ná fyrri stöðu. Þessi tala er í samræmi við stefnumótun skólans. Nýleg stefna Háskóla Íslands tilgreinir verkefni næstu ára sem miða að því að þróa og auka gæði kennslu, byggja upp öfluga rannsóknarinnviði og nýta þekkingu í þágu samfélagsins. Áætluð fjárþörf fyrir brýnustu verkefni næsta árs er um 1.200 m. kr. Til að glöggva sig betur á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er gagnlegt að bera skólann saman við háskóla á Norðurlöndunum, en í þeim samanburði telst Háskóli Íslands meðalstór. Samanburðurinn sýnir að einungis tveir háskólar af 38 á Norðurlöndunum eru með lægri heildartekjur á ársnema heldur en Háskóli Íslands, sbr. myndina hér á eftir. Annar þessara tveggja háskóla er hreinn viðskiptaháskóli sem er alfarið í lægsta reikniflokki. Í skemmstu máli sagt fær enginn sambærilegur skóli á Norðurlöndum jafn lágt framlag með nemendum og þurfa tekjur á hvern ársnema við Háskóla Íslands að tvöfaldast bara til að ná meðaltali Norðurlanda.Þrátt fyrir verulegan niðurskurð undanfarin ár hefur Háskóla Íslands tekist að halda rekstrinum í jafnvægi með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nemendur. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið að árið 2016 verður a.m.k. 300 m.kr. halli á rekstrinum sem er fordæmalaus staða. Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðaltali fjárveitinga til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Þetta markmið var ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er þeirra að engu getið. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun Háskóla Íslands, og raunar háskólastigsins alls, blasir við að endurskoða þarf starfsemi háskólanna með verulega neikvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Atli Benediktsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst úttektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu erlendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjárveitingum til Háskóla Íslands þótt nemendum hafi fjölgað mikið á sama tíma. Þessa óheillaþróun má glöggt sjá á greiðslum sem Háskólinn fær til að mennta nemendur í mismunandi faggreinum (í reikniflokka) á eftirfarandi mynd.Breiði ferillinn á myndinni sýnir vegið meðal nemendaígildi við skólann. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á því reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands, sem var samt mun lægra en í samanburðarlöndunum. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1.300 m. kr. í kennslufjárveitingu til háskólans bara til að ná fyrri stöðu. Þessi tala er í samræmi við stefnumótun skólans. Nýleg stefna Háskóla Íslands tilgreinir verkefni næstu ára sem miða að því að þróa og auka gæði kennslu, byggja upp öfluga rannsóknarinnviði og nýta þekkingu í þágu samfélagsins. Áætluð fjárþörf fyrir brýnustu verkefni næsta árs er um 1.200 m. kr. Til að glöggva sig betur á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands er gagnlegt að bera skólann saman við háskóla á Norðurlöndunum, en í þeim samanburði telst Háskóli Íslands meðalstór. Samanburðurinn sýnir að einungis tveir háskólar af 38 á Norðurlöndunum eru með lægri heildartekjur á ársnema heldur en Háskóli Íslands, sbr. myndina hér á eftir. Annar þessara tveggja háskóla er hreinn viðskiptaháskóli sem er alfarið í lægsta reikniflokki. Í skemmstu máli sagt fær enginn sambærilegur skóli á Norðurlöndum jafn lágt framlag með nemendum og þurfa tekjur á hvern ársnema við Háskóla Íslands að tvöfaldast bara til að ná meðaltali Norðurlanda.Þrátt fyrir verulegan niðurskurð undanfarin ár hefur Háskóla Íslands tekist að halda rekstrinum í jafnvægi með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nemendur. Þrátt fyrir þetta er nú svo komið að árið 2016 verður a.m.k. 300 m.kr. halli á rekstrinum sem er fordæmalaus staða. Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að framlög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðaltali fjárveitinga til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Þetta markmið var ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku forsætisráðherra og er skipað sex öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er þeirra að engu getið. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun Háskóla Íslands, og raunar háskólastigsins alls, blasir við að endurskoða þarf starfsemi háskólanna með verulega neikvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun