Raunhæft að komast á stórmót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur í íslenska landsliðið sem keppir í forkeppni fyrir HM 2017 í Færeyjum um helgina. vísir/ernir Ísland hefur ekki komist í lokakeppni stórmóts í handbolta síðan stelpurnar okkar kepptu á Evrópumeistaramótinu í Serbíu árið 2012. Það var þá þriðja lokakeppni íslenska landsliðsins í röð. Eftir það hefur íslenska liðið ekki komist í gegnum undankeppni stórmóts. En í dag hefst forkeppni fyrir HM 2017 í Þýskalandi en það er fyrra þrepið í undankeppninni. Ísland er í fjögurra liða riðli en úr honum fara tvö efstu liðin áfram og taka þátt í umspili sem fer fram í júní. Ef Ísland kemst áfram úr riðlinum bíður erfitt verkefni okkar kvenna þar sem að Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið, þar sem leikið verður heima og að heiman um laust sæti í lokakeppninni.2-3 ár að ná markmiðinu „Þetta er hraðmót og það getur margt gerst í því,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson en hann tók við liðinu í sumar. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Makedónía og Færeyjar og segir Axel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Eins og ábyrgum þjálfara sæmir þá gerir hann ekki lítið úr verkefninu og andstæðingunum, sem hann segir að geti allir valdið Íslandi vandræðum. En hversu langt er í að Ísland geti aftur keppt á stóra sviðinu? „Bæði HSÍ og þjálfarateymið hafa sett sér það markmið að komast aftur á stórmót eftir 2-3 ár. Ef við erum heppin og sleppum við meiðsli gæti það gerst fyrr,“ segir hann en viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp. „Við þurfum að byggja okkur upp. En ég held að efniviðurinn sé til staðar og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig.“Stressuð fyrir fyrstu æfinguna Eitt helsta vandamál landsliðsins síðustu ár er að það hefur misst marga af sínum reynslumestu leikmönnum. Einn þeirra sem heltist úr lestinni var Rakel Dögg Bragadóttir sem er nú aftur byrjuð að spila og hefur unnið sér aftur sæti í landsliðinu á nýjan leik. „Það er gaman að fá að upplifa það aftur að mæta á landsliðsæfingu. Ég viðurkenni þó að ég var svolítið stressuð fyrir fyrstu æfinguna eftir að ég var valin – sem er sérstakt fyrir þrítugan leikmann,“ segir hún í léttum dúr. Hún er ánægð með samsetningu íslenska landsliðsins eins og liðið lítur nú út og sér fram á að Ísland eigi möguleika á að vinna sér aftur sæti í stórmóti. „Það er ekki fjarlægur draumur. Eftir þau áföll sem liðið gekk í gegnum á sínum tíma þurftu ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð en nú hefur kjarni liðsins verið saman í nokkur ár og fleiri leikmenn að komast að í atvinnumennsku,“ segir hún. „Það er erfitt að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það var komið á en markmið okkar er að komast inn á HM nú. Ef það tekst ekki í þetta skiptið þá ætlum við ekki að örvænta. Við erum með ungt lið sem á mikið inni.“ Ísland hefur leik gegn Austurríki í dag. Stelpurnar mæta Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag. Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Ísland hefur ekki komist í lokakeppni stórmóts í handbolta síðan stelpurnar okkar kepptu á Evrópumeistaramótinu í Serbíu árið 2012. Það var þá þriðja lokakeppni íslenska landsliðsins í röð. Eftir það hefur íslenska liðið ekki komist í gegnum undankeppni stórmóts. En í dag hefst forkeppni fyrir HM 2017 í Þýskalandi en það er fyrra þrepið í undankeppninni. Ísland er í fjögurra liða riðli en úr honum fara tvö efstu liðin áfram og taka þátt í umspili sem fer fram í júní. Ef Ísland kemst áfram úr riðlinum bíður erfitt verkefni okkar kvenna þar sem að Ísland verður í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið, þar sem leikið verður heima og að heiman um laust sæti í lokakeppninni.2-3 ár að ná markmiðinu „Þetta er hraðmót og það getur margt gerst í því,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson en hann tók við liðinu í sumar. Með Íslandi í riðli eru Austurríki, Makedónía og Færeyjar og segir Axel að Ísland eigi fína möguleika á að komast áfram. Eins og ábyrgum þjálfara sæmir þá gerir hann ekki lítið úr verkefninu og andstæðingunum, sem hann segir að geti allir valdið Íslandi vandræðum. En hversu langt er í að Ísland geti aftur keppt á stóra sviðinu? „Bæði HSÍ og þjálfarateymið hafa sett sér það markmið að komast aftur á stórmót eftir 2-3 ár. Ef við erum heppin og sleppum við meiðsli gæti það gerst fyrr,“ segir hann en viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp. „Við þurfum að byggja okkur upp. En ég held að efniviðurinn sé til staðar og leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig.“Stressuð fyrir fyrstu æfinguna Eitt helsta vandamál landsliðsins síðustu ár er að það hefur misst marga af sínum reynslumestu leikmönnum. Einn þeirra sem heltist úr lestinni var Rakel Dögg Bragadóttir sem er nú aftur byrjuð að spila og hefur unnið sér aftur sæti í landsliðinu á nýjan leik. „Það er gaman að fá að upplifa það aftur að mæta á landsliðsæfingu. Ég viðurkenni þó að ég var svolítið stressuð fyrir fyrstu æfinguna eftir að ég var valin – sem er sérstakt fyrir þrítugan leikmann,“ segir hún í léttum dúr. Hún er ánægð með samsetningu íslenska landsliðsins eins og liðið lítur nú út og sér fram á að Ísland eigi möguleika á að vinna sér aftur sæti í stórmóti. „Það er ekki fjarlægur draumur. Eftir þau áföll sem liðið gekk í gegnum á sínum tíma þurftu ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð en nú hefur kjarni liðsins verið saman í nokkur ár og fleiri leikmenn að komast að í atvinnumennsku,“ segir hún. „Það er erfitt að koma landsliðinu aftur á þann stall sem það var komið á en markmið okkar er að komast inn á HM nú. Ef það tekst ekki í þetta skiptið þá ætlum við ekki að örvænta. Við erum með ungt lið sem á mikið inni.“ Ísland hefur leik gegn Austurríki í dag. Stelpurnar mæta Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira