Gáfu lag til að gera heiminn betri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 11:15 Gosar og Prins Póló í góðu jólastuði. Það er geggjað að fá svona frábært jólalag að gjöf,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Unicef á Íslandi. „Lagið mun veita okkur ómetanlega hjálp við að vekja athygli á sönnum gjöfum. Hægt er að hlusta á það og horfa á myndbandið við það á vefnum sannargjafir.is þar sem fólk getur keypt gjafabréf og gefið hvert öðru í jólagjöf. Hvert gjafabréf gefur hjálpargögn fyrir börn, svo sem námsgögn, hlý teppi og moskítónet. Þannig gera sannar gjafir fólki kleift að rétta hjálparhönd á einfaldan og skemmtilegan hátt.“ Sigríður segir sannar gjafir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi, ekki síst fyrir jólin, og nú leggi Prins Póló og hljómsveitin Gosar sitt af mörkum til að benda enn fleirum á þennan skemmtilega möguleika og gera heiminn betri. Í myndbandinu sem fylgir laginu koma meðal annars fyrir ofskreytt jólatré, jólaskreyttur Valdimar og tónlistarmenn að smakka vítamínbætt jarðhnetumauk í ískulda. „Við erum himinlifandi með lagið og myndbandið og þetta hlýja og góða framtak,“ segir Sigríður. „Lagið kemur manni síðan beint í jólaskapið!“ Hér er lagið tekið úti á götu. Þetta segir svo listamaðurinn Prins Póló um gerð lagsins Jólakveðju. Rétt fyrir síðustu jól greip mig gríðarleg jólastemning. Þar sem ég stóð inni í stofunni heima var eins og andi jólanna ætlaði að bera mig ofurliði. Ég staulaðist inn í svefnherbergi og greip með mér lítið Casio-hljómborð. Ég settist á rúmstokkinn og á skömmum tíma vall upp úr mér lítið jólalag. Ég stakk laginu ofan í skúffu þar til nú í haust þegar ég dustaði af því rykið. Þegar Gosarnir, þeir Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason, Teitur Magnússon og Jón Mýrdal, heimsóttu okkur fjölskylduna í sveitina um daginn þá var ég langt kominn með að hljóðrita lagið og fékk ég því drengina til að leggja raddir sínar og gítarþukl ofan á upptökuna. Því næst sendi ég lagið í hljóðblöndun til Axels Árnasonar. Þegar ég fékk lagið aftur í hendurnar velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera við það og í anda boðskapar lagsins ákvað ég að gefa Unicef það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016. Lífið Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Það er geggjað að fá svona frábært jólalag að gjöf,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Unicef á Íslandi. „Lagið mun veita okkur ómetanlega hjálp við að vekja athygli á sönnum gjöfum. Hægt er að hlusta á það og horfa á myndbandið við það á vefnum sannargjafir.is þar sem fólk getur keypt gjafabréf og gefið hvert öðru í jólagjöf. Hvert gjafabréf gefur hjálpargögn fyrir börn, svo sem námsgögn, hlý teppi og moskítónet. Þannig gera sannar gjafir fólki kleift að rétta hjálparhönd á einfaldan og skemmtilegan hátt.“ Sigríður segir sannar gjafir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi, ekki síst fyrir jólin, og nú leggi Prins Póló og hljómsveitin Gosar sitt af mörkum til að benda enn fleirum á þennan skemmtilega möguleika og gera heiminn betri. Í myndbandinu sem fylgir laginu koma meðal annars fyrir ofskreytt jólatré, jólaskreyttur Valdimar og tónlistarmenn að smakka vítamínbætt jarðhnetumauk í ískulda. „Við erum himinlifandi með lagið og myndbandið og þetta hlýja og góða framtak,“ segir Sigríður. „Lagið kemur manni síðan beint í jólaskapið!“ Hér er lagið tekið úti á götu. Þetta segir svo listamaðurinn Prins Póló um gerð lagsins Jólakveðju. Rétt fyrir síðustu jól greip mig gríðarleg jólastemning. Þar sem ég stóð inni í stofunni heima var eins og andi jólanna ætlaði að bera mig ofurliði. Ég staulaðist inn í svefnherbergi og greip með mér lítið Casio-hljómborð. Ég settist á rúmstokkinn og á skömmum tíma vall upp úr mér lítið jólalag. Ég stakk laginu ofan í skúffu þar til nú í haust þegar ég dustaði af því rykið. Þegar Gosarnir, þeir Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason, Teitur Magnússon og Jón Mýrdal, heimsóttu okkur fjölskylduna í sveitina um daginn þá var ég langt kominn með að hljóðrita lagið og fékk ég því drengina til að leggja raddir sínar og gítarþukl ofan á upptökuna. Því næst sendi ég lagið í hljóðblöndun til Axels Árnasonar. Þegar ég fékk lagið aftur í hendurnar velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera við það og í anda boðskapar lagsins ákvað ég að gefa Unicef það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016.
Lífið Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira