Bandaríkjaher leyfir ekki olíuleiðslu nærri verndarsvæði frumbyggja í Norður-Dakóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2016 23:30 Frá mótmælum vegna olíuleiðslunnar. vísir/getty Bandaríkjaher hefur ákveðið að leyfa ekki olíuleiðslu að fara í gegnum land sem herinn hefur yfirráð yfir í Norður-Dakóta en frumbyggjar hafa mótmælt lagningu leiðslunnar í um hálft ár þar sem hún færi nærri verndarsvæði þeirra.Greint er frá málinu á vef BBC en frumbyggjarnir tilheyra Standing Rock Sioux-ættbálknum. Þeir fagna ákvörðun Bandaríkjahers sem mun nú leita annarra leiða fyrir olíuleiðsluna en með henni á að flytja hráolíu frá Norður-Dakóta til Illinois. Hún á að vera um 1900 kílómetra löng og átti, eins og áður segir, að leggja hana nærri verndarsvæði Standing Rock Sioux-ættbálksins. Þeir, ásamt öðrum frumbyggjum Bandaríkjanna, hafa mótmælt leiðslunni af krafti síðan í apríl síðastliðnum enda óttuðust þeir að hún myndi menga drykkjarvatn og fara í gegnum heilaga grafreiti ættbálksins. Í liðinni viku komu síðan hundruð fyrrverandi hermanna á svæðið til að taka þátt í mótmælum frumbyggjanna en þúsundir voru þá samankomnar til að mótmæla lagningu leiðslunnar. Olíufyrirtækið Energy Transfer Partners hyggst leggja leiðsluna en þarf nú að finna aðra leið. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur átt hlutabréf í olíufyrirtækinu og hefur sagt að hann vilji að leiðslan verði lögð þar sem til stóð. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að sú skoðun hans hafi eitthvað með fjárhagslega hagsmuni að gera. Jack Dalrymple, ríkisstjóri Norður-Dakóta, hefur sagt að ákvörðun Bandaríkjahers séu „alvarleg mistök.“ Þá hefur einn af þingmönnum Norður-Dakóta, Repúblikaninn Kevin Cramer, sagt að ákvörðunin sé mjög slæm fyrir uppbyggingu innviða bandarísks samfélags.Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu BBC um olíuleiðsluna. Donald Trump Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Bandaríkjaher hefur ákveðið að leyfa ekki olíuleiðslu að fara í gegnum land sem herinn hefur yfirráð yfir í Norður-Dakóta en frumbyggjar hafa mótmælt lagningu leiðslunnar í um hálft ár þar sem hún færi nærri verndarsvæði þeirra.Greint er frá málinu á vef BBC en frumbyggjarnir tilheyra Standing Rock Sioux-ættbálknum. Þeir fagna ákvörðun Bandaríkjahers sem mun nú leita annarra leiða fyrir olíuleiðsluna en með henni á að flytja hráolíu frá Norður-Dakóta til Illinois. Hún á að vera um 1900 kílómetra löng og átti, eins og áður segir, að leggja hana nærri verndarsvæði Standing Rock Sioux-ættbálksins. Þeir, ásamt öðrum frumbyggjum Bandaríkjanna, hafa mótmælt leiðslunni af krafti síðan í apríl síðastliðnum enda óttuðust þeir að hún myndi menga drykkjarvatn og fara í gegnum heilaga grafreiti ættbálksins. Í liðinni viku komu síðan hundruð fyrrverandi hermanna á svæðið til að taka þátt í mótmælum frumbyggjanna en þúsundir voru þá samankomnar til að mótmæla lagningu leiðslunnar. Olíufyrirtækið Energy Transfer Partners hyggst leggja leiðsluna en þarf nú að finna aðra leið. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur átt hlutabréf í olíufyrirtækinu og hefur sagt að hann vilji að leiðslan verði lögð þar sem til stóð. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að sú skoðun hans hafi eitthvað með fjárhagslega hagsmuni að gera. Jack Dalrymple, ríkisstjóri Norður-Dakóta, hefur sagt að ákvörðun Bandaríkjahers séu „alvarleg mistök.“ Þá hefur einn af þingmönnum Norður-Dakóta, Repúblikaninn Kevin Cramer, sagt að ákvörðunin sé mjög slæm fyrir uppbyggingu innviða bandarísks samfélags.Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu BBC um olíuleiðsluna.
Donald Trump Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira