Bjartari horfur í skólamálum Skúli Helgason skrifar 6. desember 2016 07:00 Mikil umræða hefur verið um skólamál í tengslum við kjaramál kennara. Kennarar hafa um áratugaskeið barist fyrir leiðréttingum launa sinna og þó ákveðinn árangur hafi náðst þarf að gera enn betur til að kennarar njóti að fullu verðleika sinna eins og kollegar þeirra í nágrannalöndum. Í vikunni greiða kennarar atkvæði um nýjan kjarasamning sem er áfangi í rétta átt en samhliða honum ætlum við að gera úrbætur á vinnuumhverfi kennara sem gerir þeim kleift að nýta fagmennsku sína, þekkingu og reynslu í uppbyggilegum starfsaðstæðum þar sem kennsla, undirbúningur hennar og starfsþróun er í forgangi. Við munum hefja þessa vinnu hjá borginni strax í þessari viku og höfum kallað til samstarfs félög kennara, stjórnendur, foreldra, fulltrúa háskólasamfélagsins og sveitarfélaga og einsetjum okkur að ná saman um aðgerðir á fyrstu mánuðum nýs árs. Þá er alveg skýrt að nýr kjarasamningur mun ekki leiða til aukinnar hagræðingar í skólamálum borgarinnar.Umbætur á næsta ári Í dag afgreiðum við í borgarstjórn fjárhagsáætlun næsta árs og þar eru skólamál í forgangi. Fjárveitingar aukast til skólaþróunar sem samsvarar C þætti í gildandi kjarasamningi grunnskólakennara, námsráðgjöf á unglingastigi verður efld, aukin áhersla verður lögð á launuð námsleyfi starfsfólks á leikskólum og frístundaheimilum, framlög til íslensku- og móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna aukast verulega sem og túlkaþjónusta, vægi list-, verk- og tæknináms verður aukið, fjölgað verður nemendum í öllum skólahljómsveitum borgarinnar til að mæta vaxandi eftirspurn, nýtt fjármagn kemur til innleiðingar Barnasáttmálans og lýðræðisverkefna á borð við ungmennaþing og umboðsmann ungmenna. Við eflum sérhæft klúbbastarf félagsmiðstöðva með áherslu á forvarnir og félagslegan stuðning. Þá er aukinn til muna stuðningur við leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili varðandi málörvun og læsi en Miðja máls og læsis mun stýra aukinni ráðgjöf, fræðslu og handleiðslu við allar starfsstöðvar. Þá verður aukið fjármagn í endurbætur og viðhald skólahúsnæðis og skólalóða. Ýmis jákvæð teikn eru því á lofti í skóla- og frístundamálum Reykjavíkurborgar sem koma til framkvæmda á komandi ári.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um skólamál í tengslum við kjaramál kennara. Kennarar hafa um áratugaskeið barist fyrir leiðréttingum launa sinna og þó ákveðinn árangur hafi náðst þarf að gera enn betur til að kennarar njóti að fullu verðleika sinna eins og kollegar þeirra í nágrannalöndum. Í vikunni greiða kennarar atkvæði um nýjan kjarasamning sem er áfangi í rétta átt en samhliða honum ætlum við að gera úrbætur á vinnuumhverfi kennara sem gerir þeim kleift að nýta fagmennsku sína, þekkingu og reynslu í uppbyggilegum starfsaðstæðum þar sem kennsla, undirbúningur hennar og starfsþróun er í forgangi. Við munum hefja þessa vinnu hjá borginni strax í þessari viku og höfum kallað til samstarfs félög kennara, stjórnendur, foreldra, fulltrúa háskólasamfélagsins og sveitarfélaga og einsetjum okkur að ná saman um aðgerðir á fyrstu mánuðum nýs árs. Þá er alveg skýrt að nýr kjarasamningur mun ekki leiða til aukinnar hagræðingar í skólamálum borgarinnar.Umbætur á næsta ári Í dag afgreiðum við í borgarstjórn fjárhagsáætlun næsta árs og þar eru skólamál í forgangi. Fjárveitingar aukast til skólaþróunar sem samsvarar C þætti í gildandi kjarasamningi grunnskólakennara, námsráðgjöf á unglingastigi verður efld, aukin áhersla verður lögð á launuð námsleyfi starfsfólks á leikskólum og frístundaheimilum, framlög til íslensku- og móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna aukast verulega sem og túlkaþjónusta, vægi list-, verk- og tæknináms verður aukið, fjölgað verður nemendum í öllum skólahljómsveitum borgarinnar til að mæta vaxandi eftirspurn, nýtt fjármagn kemur til innleiðingar Barnasáttmálans og lýðræðisverkefna á borð við ungmennaþing og umboðsmann ungmenna. Við eflum sérhæft klúbbastarf félagsmiðstöðva með áherslu á forvarnir og félagslegan stuðning. Þá er aukinn til muna stuðningur við leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili varðandi málörvun og læsi en Miðja máls og læsis mun stýra aukinni ráðgjöf, fræðslu og handleiðslu við allar starfsstöðvar. Þá verður aukið fjármagn í endurbætur og viðhald skólahúsnæðis og skólalóða. Ýmis jákvæð teikn eru því á lofti í skóla- og frístundamálum Reykjavíkurborgar sem koma til framkvæmda á komandi ári.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar