Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. Könnunin var gerð árið 2015 og er þetta í sjötta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í henni. Um er að ræða alþjóðlega langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í læsi, lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar sem birtar voru í dag sýna að íslensk börn eru undir meðaltali OECD-landanna í öllum flokkum. Kunnáttu barnanna hrakar frá síðustu könnun. Þau koma verr út úr henni en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að læsi á náttúrufræði. „PISA er ekki einhlítur mælikvarði fyrir menntakerfið. PISA mælir ekki sköpunarhæfileika. Það mælir ekki það hvort krakkarnir okkar eru duglegir eða ekki. Það mælir ekki félagsgreindina og svo framvegis. En það mælir ákveðna kjarnaþætti sem að skipta máli í náminu og það að okkur skuli vera að fara svona aftur, það er alvarlegt mál og það er auðvitað, já, ákveðinn áfellisdómur yfir menntakerfinu okkar. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því. En fyrst og fremst er þetta þá hvatning til okkar og áskorun um að gera betur. Við erum nú þegar búin að grípa til aðgerða hvað varðar læsið og komin þar af stað. Við munum sjá á næstu árum afraksturinn af því og sama þurfum við að gera í öðrum greinum, “ segir Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra. Þá koma börn á landsbyggðinni verr út úr könnuninni en á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segist ekki hafa svör á reiðum höndum um það af hverju íslensk börn koma svo illa út úr könnuninni. Um marga hluti geti verið að ræða. Til að mynda samfélagsbreytingar, líkt og minni tíma barna til að læra, stuðning við kennara, fjármagn til skólanna og fleira. Þetta þurfi að rannsaka og bregðast við. „Allir Íslendingar eiga svo mikið undir því að menntakerfið okkar sé gott og við getum ekki ætlast til þess að lífskjör hér á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar ef menntakerfið okkar er ekki sambærilegt við það sem annars staðar er,“ segir Illugi. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. Könnunin var gerð árið 2015 og er þetta í sjötta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt í henni. Um er að ræða alþjóðlega langtímarannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í læsi, lesskilningi, náttúrufræði og stærðfræði. Niðurstöðurnar sem birtar voru í dag sýna að íslensk börn eru undir meðaltali OECD-landanna í öllum flokkum. Kunnáttu barnanna hrakar frá síðustu könnun. Þau koma verr út úr henni en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að læsi á náttúrufræði. „PISA er ekki einhlítur mælikvarði fyrir menntakerfið. PISA mælir ekki sköpunarhæfileika. Það mælir ekki það hvort krakkarnir okkar eru duglegir eða ekki. Það mælir ekki félagsgreindina og svo framvegis. En það mælir ákveðna kjarnaþætti sem að skipta máli í náminu og það að okkur skuli vera að fara svona aftur, það er alvarlegt mál og það er auðvitað, já, ákveðinn áfellisdómur yfir menntakerfinu okkar. Það er ekkert hægt að horfa fram hjá því. En fyrst og fremst er þetta þá hvatning til okkar og áskorun um að gera betur. Við erum nú þegar búin að grípa til aðgerða hvað varðar læsið og komin þar af stað. Við munum sjá á næstu árum afraksturinn af því og sama þurfum við að gera í öðrum greinum, “ segir Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra. Þá koma börn á landsbyggðinni verr út úr könnuninni en á höfuðborgarsvæðinu. Illugi segist ekki hafa svör á reiðum höndum um það af hverju íslensk börn koma svo illa út úr könnuninni. Um marga hluti geti verið að ræða. Til að mynda samfélagsbreytingar, líkt og minni tíma barna til að læra, stuðning við kennara, fjármagn til skólanna og fleira. Þetta þurfi að rannsaka og bregðast við. „Allir Íslendingar eiga svo mikið undir því að menntakerfið okkar sé gott og við getum ekki ætlast til þess að lífskjör hér á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar ef menntakerfið okkar er ekki sambærilegt við það sem annars staðar er,“ segir Illugi.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira