Forsetinn með hugann við stjórnarmyndun: „Í tíð Kristjáns virtist sumum stjórnmálaleiðtogum ... ósárt um að enginn árangur næðist“ Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2016 18:30 Forseti Íslands segir að nú sé lag að bæta vinnubrögð á Alþingi og endurreisa virðingu þess því fleira hafi hrunið en bankar haustið 2008. Eftir síðustu kosningar hefðu miklar breytingar átt sér stað á samsetningu Alþingis og endurheimt trausts væri bæði möguleg og brýn. Það er mjög hátíðleg athöfn í hvert skipti sem Alþingi er sett. Meðal gesta eru sendiherrar allra þeirra ríkja sem eru með sendiráð í Reykjavík. Setning Alþingis hófst að venju með því að flestir þingmenn gengu til messu í Dómkirkjunni þar sem Sr. Hjálmar Jónsson predikaði, Sr. Sveinn Valgeirsson þjónaði og Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands fór með bæn og blessun. Þetta var fyrsta þingsetning nýkjörins forseta og eiginkonu hans Elízu Reid. Guðni sýndi enn og aftur að hann er mjög óformlegur. Þegar hann sá að sitjandi heilbrigðisráðherra hafði misst messuskrána á gólfið gekk forsetinn fram kirkjugólfið og teygði sig eftir skránni og rétti ráðherra sem þakkaði pent fyrir sig. Að lokinni messu var gengið frá Dómkirkjunni í Alþingishúsið og þar sameinuðust þeir þingmenn sem ekki sóttu messu kirkjugestum og hlýddu á forseta Íslands setja þingið. Forsetinn minntist endurreisnar Alþingis árið 1845 um hálfri öld eftir að þinghald lagðist af á þingvöllum. Íslendingar litu enn með virðingu til Alþingis á þjóðveldisöld það sem sú viska væri kominn að ef menn slitu í sundur lögin slitu þeir friðinn. „Og sömuleiðis þau sannindi að málamiðlanir eru nauðsynlegar á Alþingi,“ sagði Guðni.Nánast stöðug stjórnarkreppa í tíð Kristjáns Eldjárn Frá þessari áminningu hélt forsetinn inn í nútímann og minntist þess að í forsetatíð Kristjáns Eldjárns hafi oft verið erftitt að mynda ríkisstjórnir. Nánast hafi til dæmis ríkt stöðug stjórnarkreppa á árunum 1978 til 1980. „Auk þess bættist annar vandi við. Í tíð Kristjáns virtist sumum stjórnmálaleiðtogum sem stóðu í stjórnarmyndunarviðræðum ósárt um að enginn árangur næðist. Því þá kæmi röðin um síðir að þeim sjálfum að leiða þær. Heiðurinn yrði svo þeirra ef vel tækist til,“ sagði forsetinn. Ekki er ljóst hvort hann var með þessum orðum að vísa til leiðtoga stjórnmálaflokkanna í dag. Hins vegar sagði hann að þrátt fyrir stjórnarkreppur á fyrri tíð hafi menn þó almennt treyst Alþingi. „Sú er því miður ekki raunin um okkar daga. Fleira hrundi en bankar haustið 2008. Fólki fannst þingið hafa brugðist. Þótt margt hafi breyst til batnaðar er ljóst að ekki hefur skapast á ný það traust sem þarf að ríkja milli þings og þjóðar,“ sagði Guðni. Þótt störf Alþingis færu að mesu fram í nefndum fengju umræður í þingsal mesta athygli í fjölmiðlum og þar þyrfti að laga ýmislegt. Brýndi forsetinn nýtt þing til dáða í þeim efnum.Aldrei jafnmargir nýliðar á Alþingi Guðni vakti athygli á að aldrei hefðu jafnmargir nýliðar sest á Alþingi og nú eða rúmur helmingur þingmanna, meðalaldur hefði aldrei verið lægri eða 46 ár, þingreynsla væri að meðaltali fjögur ár og aldrei verið minni og aldrei hefðu fleiri konur sest á Alþingi en þær væru nú um 47 prósent þingmanna. „Endurheimt trausts er í senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal. Deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp,“ sagði Guðni. Í lokin óskaði forsetinn öllum þingmönnum velfarnaðar og sagðist vona að störf þingsins í þágu þjóðarinnar verði gifturík. „Að þeir miðli málum þannig að allir hafi nakkvað til síns máls og glæði um leið vonir hins komanda tíma. Að svo mæltu bið ég alþingismenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum,“ sagði forsetinn. Samkvæmt hefðinni tók þá Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra til máls og mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð, Ísland lifi, húrra, húrra, húrra, húrra.“ Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Forseti Íslands segir að nú sé lag að bæta vinnubrögð á Alþingi og endurreisa virðingu þess því fleira hafi hrunið en bankar haustið 2008. Eftir síðustu kosningar hefðu miklar breytingar átt sér stað á samsetningu Alþingis og endurheimt trausts væri bæði möguleg og brýn. Það er mjög hátíðleg athöfn í hvert skipti sem Alþingi er sett. Meðal gesta eru sendiherrar allra þeirra ríkja sem eru með sendiráð í Reykjavík. Setning Alþingis hófst að venju með því að flestir þingmenn gengu til messu í Dómkirkjunni þar sem Sr. Hjálmar Jónsson predikaði, Sr. Sveinn Valgeirsson þjónaði og Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands fór með bæn og blessun. Þetta var fyrsta þingsetning nýkjörins forseta og eiginkonu hans Elízu Reid. Guðni sýndi enn og aftur að hann er mjög óformlegur. Þegar hann sá að sitjandi heilbrigðisráðherra hafði misst messuskrána á gólfið gekk forsetinn fram kirkjugólfið og teygði sig eftir skránni og rétti ráðherra sem þakkaði pent fyrir sig. Að lokinni messu var gengið frá Dómkirkjunni í Alþingishúsið og þar sameinuðust þeir þingmenn sem ekki sóttu messu kirkjugestum og hlýddu á forseta Íslands setja þingið. Forsetinn minntist endurreisnar Alþingis árið 1845 um hálfri öld eftir að þinghald lagðist af á þingvöllum. Íslendingar litu enn með virðingu til Alþingis á þjóðveldisöld það sem sú viska væri kominn að ef menn slitu í sundur lögin slitu þeir friðinn. „Og sömuleiðis þau sannindi að málamiðlanir eru nauðsynlegar á Alþingi,“ sagði Guðni.Nánast stöðug stjórnarkreppa í tíð Kristjáns Eldjárn Frá þessari áminningu hélt forsetinn inn í nútímann og minntist þess að í forsetatíð Kristjáns Eldjárns hafi oft verið erftitt að mynda ríkisstjórnir. Nánast hafi til dæmis ríkt stöðug stjórnarkreppa á árunum 1978 til 1980. „Auk þess bættist annar vandi við. Í tíð Kristjáns virtist sumum stjórnmálaleiðtogum sem stóðu í stjórnarmyndunarviðræðum ósárt um að enginn árangur næðist. Því þá kæmi röðin um síðir að þeim sjálfum að leiða þær. Heiðurinn yrði svo þeirra ef vel tækist til,“ sagði forsetinn. Ekki er ljóst hvort hann var með þessum orðum að vísa til leiðtoga stjórnmálaflokkanna í dag. Hins vegar sagði hann að þrátt fyrir stjórnarkreppur á fyrri tíð hafi menn þó almennt treyst Alþingi. „Sú er því miður ekki raunin um okkar daga. Fleira hrundi en bankar haustið 2008. Fólki fannst þingið hafa brugðist. Þótt margt hafi breyst til batnaðar er ljóst að ekki hefur skapast á ný það traust sem þarf að ríkja milli þings og þjóðar,“ sagði Guðni. Þótt störf Alþingis færu að mesu fram í nefndum fengju umræður í þingsal mesta athygli í fjölmiðlum og þar þyrfti að laga ýmislegt. Brýndi forsetinn nýtt þing til dáða í þeim efnum.Aldrei jafnmargir nýliðar á Alþingi Guðni vakti athygli á að aldrei hefðu jafnmargir nýliðar sest á Alþingi og nú eða rúmur helmingur þingmanna, meðalaldur hefði aldrei verið lægri eða 46 ár, þingreynsla væri að meðaltali fjögur ár og aldrei verið minni og aldrei hefðu fleiri konur sest á Alþingi en þær væru nú um 47 prósent þingmanna. „Endurheimt trausts er í senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal. Deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp,“ sagði Guðni. Í lokin óskaði forsetinn öllum þingmönnum velfarnaðar og sagðist vona að störf þingsins í þágu þjóðarinnar verði gifturík. „Að þeir miðli málum þannig að allir hafi nakkvað til síns máls og glæði um leið vonir hins komanda tíma. Að svo mæltu bið ég alþingismenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum,“ sagði forsetinn. Samkvæmt hefðinni tók þá Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra til máls og mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð, Ísland lifi, húrra, húrra, húrra, húrra.“
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent