3,8 milljarða áhrif skattalækkana „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2016 15:56 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir ræddu tekjuöflun ríkisins á þingi í dag. visir/anton brink Heildaráhrif þeirra lækkuna á tekjuskatti einstaklinga sem taka gildi um áramótin eru 3,8 milljarðar. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála-og efnahagsráðherra, umræðu um fjárlagafrumvarp á Alþingi í dag. Sagði Bjarni að þessir 3,8 milljarðar væru „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ þar sem heildartekjur ríkisins væru 770 milljarðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, veitti Bjarna andsvar eftir framsöguræðu hans og spurði ráðherrann hvort það hefði ekki verið skynsamlegt að fresta gildistöku skattlækkananna þar sem uppsöfnuð fjárfestingaþörf væri mikil, eins og fjármálaráðherra hafði einmitt komið inn á í framsöguræðu sinni.Mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu Nefndi Katrín meðal annars ófjármagnaða samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir kosningarnar í október en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu vantar 15 milljarða upp á til að hún sé fullfjármögnuð. „Ástæða þess að hún var samþykkt var ekki sú að það væru kosningar framundan heldur vitum við að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu, ekki bara vegna niðurskurðar síðustu ára heldur einnig vegna fjölgunar ferðamanna og aukins álags á vegakerfið. Það þarf að afla tekna fyrir þessum framkvæmdum og ég spyr því ráðherrann hvernig hann sér fyrir sér að þingið muni nálgast þetta verkefni,“ sagði Katrín.Ekki hægt að gera allt í einu Bjarni minnti á að í fjárlagafrumvarpinu væru ýmis krónutölugjöld hækkuð umfram verðlag og í því væri fólgin ákveðin mótvægisaðgerð. Ráðherrann sagði mjög auðvelt að koma upp í pontu á þingi og benda á að meiri fjármuni vantaði í ýmis verkefni. „En við þurfum að kunna okkur magamál í útgjöldum. Við getum ekki gert allt í einu. Við erum nýbúin að stórhækka laun. [...] Við ætlum að byggja nýjan Landspítala. Við erum að forgangsraða fjármunum í laun á sama tíma og við erum að auka framlög til menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins og má ég minna á það að við höfum aukið framlög til almannatrygginga um 20 milljarða á 12 mánuðum.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20 Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Heildaráhrif þeirra lækkuna á tekjuskatti einstaklinga sem taka gildi um áramótin eru 3,8 milljarðar. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála-og efnahagsráðherra, umræðu um fjárlagafrumvarp á Alþingi í dag. Sagði Bjarni að þessir 3,8 milljarðar væru „algjör lágmarksáhrif í stóra samhenginu“ þar sem heildartekjur ríkisins væru 770 milljarðar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, veitti Bjarna andsvar eftir framsöguræðu hans og spurði ráðherrann hvort það hefði ekki verið skynsamlegt að fresta gildistöku skattlækkananna þar sem uppsöfnuð fjárfestingaþörf væri mikil, eins og fjármálaráðherra hafði einmitt komið inn á í framsöguræðu sinni.Mikil uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu Nefndi Katrín meðal annars ófjármagnaða samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir kosningarnar í október en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu vantar 15 milljarða upp á til að hún sé fullfjármögnuð. „Ástæða þess að hún var samþykkt var ekki sú að það væru kosningar framundan heldur vitum við að það er mjög uppsöfnuð þörf fyrir framkvæmdir í vegakerfinu, ekki bara vegna niðurskurðar síðustu ára heldur einnig vegna fjölgunar ferðamanna og aukins álags á vegakerfið. Það þarf að afla tekna fyrir þessum framkvæmdum og ég spyr því ráðherrann hvernig hann sér fyrir sér að þingið muni nálgast þetta verkefni,“ sagði Katrín.Ekki hægt að gera allt í einu Bjarni minnti á að í fjárlagafrumvarpinu væru ýmis krónutölugjöld hækkuð umfram verðlag og í því væri fólgin ákveðin mótvægisaðgerð. Ráðherrann sagði mjög auðvelt að koma upp í pontu á þingi og benda á að meiri fjármuni vantaði í ýmis verkefni. „En við þurfum að kunna okkur magamál í útgjöldum. Við getum ekki gert allt í einu. Við erum nýbúin að stórhækka laun. [...] Við ætlum að byggja nýjan Landspítala. Við erum að forgangsraða fjármunum í laun á sama tíma og við erum að auka framlög til menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins og má ég minna á það að við höfum aukið framlög til almannatrygginga um 20 milljarða á 12 mánuðum.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Tengdar fréttir Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20 Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00 Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bjarni mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs: „Þarf að hafa varann á því við erum enn skuldsett þjóð“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. 7. desember 2016 15:20
Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn. 7. desember 2016 07:00
Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól 7. desember 2016 12:53