Brúnegg – hvað svo? Eftirlit – fyrir hvern? Jón Bergsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Í byrjun árs 2012 varð töluverð umfjöllun í fjölmiðlum út af kadmíum í áburði, díoxíni í matvælum, iðnaðarsalti og brjóstapúðum, og ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana við að gæta hagsmuna neytenda. Þá fjallaði ég í stuttri grein um úttektir og eftirlit og lagði áherslu á að það er alltaf sá sem reiðir fram vöru eða þjónustu sem ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast eða um er samið. Ekki sé hægt að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja eða yfirvöld og opinberar eftirlitsstofnanir, nema þegar „hið opinbera“ sér sjálft um reksturinn; skólar, sjúkrahús, o.s.frv. (Eftirlit – eftirlit!, Fbl. 27. janúar 2012). Allt á þetta heima í umræðunni um Brúnegg í dag. En, hver á að sjá um úttektir og eftirlit með eggjaframleiðslu – eða landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt – hver á niðurstöðurnar, og hvað má eða á að gera við þær? Er betra að einkafyrirtæki annist eftirlit en opinberar stofnanir? Það er rétt, að eftirlitsstofnanir ríkisins eru margar. En sjálfstæðar, einkareknar skoðunar- og vottunarstofur eru líka allmargar. Opinberar stofnanir geta rekið eigið eftirlit, eða úthýst að öllu leyti eða að hluta. Ríkiskaup hafa gert rammasamninga við fyrirtæki sem geta annast ýmsar úttektir og opinberum fyrirtækjum er skylt að versla við, óski þau að kaupa þessa þjónustu. Um faggiltar skoðunar- og vottunarstofur gilda sérstakar reglur, sem er töluvert erfitt og kostnaðarsamt að mæta. Í dag er unnt að afla faggildingar fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur; sjá vefsíðu els.is. Vandinn er ekki hver annast eftirlitið, heldur hver á niðurstöðurnar! Eru það þeir sem annast úttektina, stofnunin sem þeir vinna fyrir, úttektarþeginn, eða kaupendur og neytendur vöru eða þjónustu? Yfirleitt er það þannig að sá sem greiðir fyrir úttektina á niðurstöðuna. Ég greiði fyrir að láta faggilta skoðunarstofu skoða bílinn minn og votta ástandið, og á niðurstöðuna. Skoðunarstofan má ekki birta hana á vefsíðu, Fésbók eða fara með hana í blöðin. Ef kaupendur og neytendur greiða með skattfé fyrir úttektir, eiga þeir þá ekki niðurstöðurnar líka? Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ríka upplýsingaskyldu, en er þeim skylt að birta allar þær úttektir sem þær láta gera? Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir þannig stjórnsýsluúttektir á skólum á vefsíðu sinni. Heilbrigðisráðuneytið birtir hins vegar ekki niðurstöður úttekta Lyfjastofnunar á apótekum og lyfjaframleiðendum, enda er þá um einkafyrirtæki að ræða sem eiga rétt á að halda ákveðnum upplýsingum fyrir sig. Hver á upplýsingarnar? Brúnegg gætu hafa gert eigin úttektir eða fengið annan (óháðan, vottaðan) aðila til að annast úttekt á starfseminni. Þær niðurstöður eru ótvírætt eign Brúneggja, og væru væntanlega notaðar til úrbóta í starfseminni. En hvað með úttektir sem MAST gerir? „Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis … sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla” (mast.is). Er MAST þá ekki opinbert fyrirtæki sem er skylt að upplýsa neytendur um úttektir sem greiddar eru með skattfé? Hver er ábyrgð verslunarkeðju sem kaupir egg eða aðrar afurðir í stórum stíl til að selja mér og þér? Eiga þeir að setja viðmið og taka út sína birgja … og upplýsa neytendur? Einkavæðing í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og skólastarfi sem greitt er fyrir með skattfé er þegar nokkur og mun líklega aukast. Eina leiðin til að tryggja gæði þjónustu sem greitt er fyrir er að setja skýr viðmið og reglur um hvernig úttektum og eftirliti skuli háttað. Aðgangur að upplýsingum um gæði og verð þjónustu er lykilatriði til að tryggja hag neytenda. Að færa allt eftirlit með vöru og þjónustu frá ríkinu til faggiltra einkafyrirtækja, eins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lagði til í viðtali við Fréttablaðið 2. desember sl., mun ekki koma í veg fyrir fleiri „Brúneggjamál“. Betra væri að skýra nákvæmlega hver er eigandi upplýsinga úr úttektum og hver upplýsingaskyldan er. Annars er hætta á að þessar ákvarðanir lendi í höndum pólitíkusa og embættismanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2012 varð töluverð umfjöllun í fjölmiðlum út af kadmíum í áburði, díoxíni í matvælum, iðnaðarsalti og brjóstapúðum, og ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana við að gæta hagsmuna neytenda. Þá fjallaði ég í stuttri grein um úttektir og eftirlit og lagði áherslu á að það er alltaf sá sem reiðir fram vöru eða þjónustu sem ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast eða um er samið. Ekki sé hægt að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja eða yfirvöld og opinberar eftirlitsstofnanir, nema þegar „hið opinbera“ sér sjálft um reksturinn; skólar, sjúkrahús, o.s.frv. (Eftirlit – eftirlit!, Fbl. 27. janúar 2012). Allt á þetta heima í umræðunni um Brúnegg í dag. En, hver á að sjá um úttektir og eftirlit með eggjaframleiðslu – eða landbúnaði og matvælaframleiðslu almennt – hver á niðurstöðurnar, og hvað má eða á að gera við þær? Er betra að einkafyrirtæki annist eftirlit en opinberar stofnanir? Það er rétt, að eftirlitsstofnanir ríkisins eru margar. En sjálfstæðar, einkareknar skoðunar- og vottunarstofur eru líka allmargar. Opinberar stofnanir geta rekið eigið eftirlit, eða úthýst að öllu leyti eða að hluta. Ríkiskaup hafa gert rammasamninga við fyrirtæki sem geta annast ýmsar úttektir og opinberum fyrirtækjum er skylt að versla við, óski þau að kaupa þessa þjónustu. Um faggiltar skoðunar- og vottunarstofur gilda sérstakar reglur, sem er töluvert erfitt og kostnaðarsamt að mæta. Í dag er unnt að afla faggildingar fyrir skoðunarstofur, prófunarstofur, kvörðunarstofur og vottunarstofur; sjá vefsíðu els.is. Vandinn er ekki hver annast eftirlitið, heldur hver á niðurstöðurnar! Eru það þeir sem annast úttektina, stofnunin sem þeir vinna fyrir, úttektarþeginn, eða kaupendur og neytendur vöru eða þjónustu? Yfirleitt er það þannig að sá sem greiðir fyrir úttektina á niðurstöðuna. Ég greiði fyrir að láta faggilta skoðunarstofu skoða bílinn minn og votta ástandið, og á niðurstöðuna. Skoðunarstofan má ekki birta hana á vefsíðu, Fésbók eða fara með hana í blöðin. Ef kaupendur og neytendur greiða með skattfé fyrir úttektir, eiga þeir þá ekki niðurstöðurnar líka? Opinberar stofnanir hafa yfirleitt ríka upplýsingaskyldu, en er þeim skylt að birta allar þær úttektir sem þær láta gera? Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir þannig stjórnsýsluúttektir á skólum á vefsíðu sinni. Heilbrigðisráðuneytið birtir hins vegar ekki niðurstöður úttekta Lyfjastofnunar á apótekum og lyfjaframleiðendum, enda er þá um einkafyrirtæki að ræða sem eiga rétt á að halda ákveðnum upplýsingum fyrir sig. Hver á upplýsingarnar? Brúnegg gætu hafa gert eigin úttektir eða fengið annan (óháðan, vottaðan) aðila til að annast úttekt á starfseminni. Þær niðurstöður eru ótvírætt eign Brúneggja, og væru væntanlega notaðar til úrbóta í starfseminni. En hvað með úttektir sem MAST gerir? „Stofnunin starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis … sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla” (mast.is). Er MAST þá ekki opinbert fyrirtæki sem er skylt að upplýsa neytendur um úttektir sem greiddar eru með skattfé? Hver er ábyrgð verslunarkeðju sem kaupir egg eða aðrar afurðir í stórum stíl til að selja mér og þér? Eiga þeir að setja viðmið og taka út sína birgja … og upplýsa neytendur? Einkavæðing í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og skólastarfi sem greitt er fyrir með skattfé er þegar nokkur og mun líklega aukast. Eina leiðin til að tryggja gæði þjónustu sem greitt er fyrir er að setja skýr viðmið og reglur um hvernig úttektum og eftirliti skuli háttað. Aðgangur að upplýsingum um gæði og verð þjónustu er lykilatriði til að tryggja hag neytenda. Að færa allt eftirlit með vöru og þjónustu frá ríkinu til faggiltra einkafyrirtækja, eins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lagði til í viðtali við Fréttablaðið 2. desember sl., mun ekki koma í veg fyrir fleiri „Brúneggjamál“. Betra væri að skýra nákvæmlega hver er eigandi upplýsinga úr úttektum og hver upplýsingaskyldan er. Annars er hætta á að þessar ákvarðanir lendi í höndum pólitíkusa og embættismanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun