Náttúruperlur við Rauðufossa Ólafur Örn Haraldsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Það er stefna og starf Ferðafélags Íslands að kynna íslenska náttúru og hvetja fólk til að njóta hennar en um leið að vernda hana. Þetta kemur meðal annars fram í árbókum félagsins sem gefnar hafa verið út samfellt í 90 ár frá stofnun félagsins. Árbækur félagsins eru ein víðtækasta og vandaðasta heimild um náttúrufar, staðhætti, byggðir og óbyggðir landsins. Það var því ekki rétta orðalagið sem ég notaði á samfélagsmiðli og í blaðaviðtali þegar ég vildi benda á hversu ofurviðkvæm náttúra við uppsprettu Rauðufossakvíslar væri. Þetta var mín ónákvæmni og því töldu einhverjir að ætlunin hafi verið að halda svæðinu leyndu. Það er fjarri því að þetta sé ætlun Ferðafélagsins eða árbókarhöfundar. Þetta þarf að leiðrétta. Þvert á móti er svæðinu haldið mjög á lofti í árbók Ferðafélagsins 2010 sem undirritaður samdi og eru náttúruunnendur hvattir til að ganga þar en gæta að viðkvæmri náttúru. Í bókinni var svæðinu lýst heildstætt með fallegum myndum og texta sbr. hér að neðan. Í árbók Ferðafélagsins 2010 (bls. 74) eru birtar glæsilegar myndir af Rauðufossakvíslinni á bls. 72–75, fegurð svæðisins lýst og göngumenn hvattir til að leita þangað. Þar segir m.a. í texta: „Það er til mikils að vinna að skoða Rauðufossa og svæðið upp að Rauðufossafjöllum en þar leynast fagrir og óvenjulegir staðir … Göngumaður ætti að snúa för sinni upp með Rauðufossakvísl fyrir ofan fossinn … Fegurðin á þessari göngu er fyrst og fremst í ánni sjálfri og við hana því að þar er gróður einstaklega fallegur, bæði á árbökkum og í grynnsta vatninu. Hér er lögð þung áhersla á að svæðið er viðkvæmt enda í 700-800 m hæð, dýjamosi við ána og þurr mosi á melum og önnur náttúrufegurð bíður þess seint bætur ef margir spora ógætilega. Því eru náttúruunnendur, sem leggja þessa göngu á sig, beðnir um að hlífa náttúrunni, taka sveig fram hjá viðkæmum stöðum, þannig að hún fái að standa óspillt og öllum til yndis sem þangað koma. Við Rauðufossafjöll og Dalakvísl er ósnortin fegurð og öræfakyrrð. Þeir sem leita að sterkum áhrifum óbyggðanna finna þau þarna.“Tilgangurinn að kynna landið Tilgangur Ferðafélags Íslands er að kynna landið og opna fyrir ferðamönnum og er það gert meðal annars með landlýsingum, kortagerð, uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðum um landið. Þegar vakin er athygli á einstökum náttúruperlum landsins þarf um leið að tryggja verndun þeirra og stýringu ferðamanna um svæðið. Þar þurfa margir að koma að verki. Ferðafélag Íslands hefur í áratugi átt gott samstarf og samleið með Ómari Ragnarssyni og nú með vönduðum þáttum Láru Ómarsdóttur sem vinna að sömu markmiðum og félagið. Nú hefur komið á daginn að þegar eru skemmdir við upptök Rauðufossakvíslar. Styrkja þarf skipulag sem verndar þetta náttúrufyrirbrigði um leið og sem flestir fái að njóta. Þar þurfa bæði áhugafólk, fjallmenn á Landmannaafrétti, sveitarfélag, ferðaþjónusta og Umhverfisstofnun að koma að verki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er stefna og starf Ferðafélags Íslands að kynna íslenska náttúru og hvetja fólk til að njóta hennar en um leið að vernda hana. Þetta kemur meðal annars fram í árbókum félagsins sem gefnar hafa verið út samfellt í 90 ár frá stofnun félagsins. Árbækur félagsins eru ein víðtækasta og vandaðasta heimild um náttúrufar, staðhætti, byggðir og óbyggðir landsins. Það var því ekki rétta orðalagið sem ég notaði á samfélagsmiðli og í blaðaviðtali þegar ég vildi benda á hversu ofurviðkvæm náttúra við uppsprettu Rauðufossakvíslar væri. Þetta var mín ónákvæmni og því töldu einhverjir að ætlunin hafi verið að halda svæðinu leyndu. Það er fjarri því að þetta sé ætlun Ferðafélagsins eða árbókarhöfundar. Þetta þarf að leiðrétta. Þvert á móti er svæðinu haldið mjög á lofti í árbók Ferðafélagsins 2010 sem undirritaður samdi og eru náttúruunnendur hvattir til að ganga þar en gæta að viðkvæmri náttúru. Í bókinni var svæðinu lýst heildstætt með fallegum myndum og texta sbr. hér að neðan. Í árbók Ferðafélagsins 2010 (bls. 74) eru birtar glæsilegar myndir af Rauðufossakvíslinni á bls. 72–75, fegurð svæðisins lýst og göngumenn hvattir til að leita þangað. Þar segir m.a. í texta: „Það er til mikils að vinna að skoða Rauðufossa og svæðið upp að Rauðufossafjöllum en þar leynast fagrir og óvenjulegir staðir … Göngumaður ætti að snúa för sinni upp með Rauðufossakvísl fyrir ofan fossinn … Fegurðin á þessari göngu er fyrst og fremst í ánni sjálfri og við hana því að þar er gróður einstaklega fallegur, bæði á árbökkum og í grynnsta vatninu. Hér er lögð þung áhersla á að svæðið er viðkvæmt enda í 700-800 m hæð, dýjamosi við ána og þurr mosi á melum og önnur náttúrufegurð bíður þess seint bætur ef margir spora ógætilega. Því eru náttúruunnendur, sem leggja þessa göngu á sig, beðnir um að hlífa náttúrunni, taka sveig fram hjá viðkæmum stöðum, þannig að hún fái að standa óspillt og öllum til yndis sem þangað koma. Við Rauðufossafjöll og Dalakvísl er ósnortin fegurð og öræfakyrrð. Þeir sem leita að sterkum áhrifum óbyggðanna finna þau þarna.“Tilgangurinn að kynna landið Tilgangur Ferðafélags Íslands er að kynna landið og opna fyrir ferðamönnum og er það gert meðal annars með landlýsingum, kortagerð, uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðum um landið. Þegar vakin er athygli á einstökum náttúruperlum landsins þarf um leið að tryggja verndun þeirra og stýringu ferðamanna um svæðið. Þar þurfa margir að koma að verki. Ferðafélag Íslands hefur í áratugi átt gott samstarf og samleið með Ómari Ragnarssyni og nú með vönduðum þáttum Láru Ómarsdóttur sem vinna að sömu markmiðum og félagið. Nú hefur komið á daginn að þegar eru skemmdir við upptök Rauðufossakvíslar. Styrkja þarf skipulag sem verndar þetta náttúrufyrirbrigði um leið og sem flestir fái að njóta. Þar þurfa bæði áhugafólk, fjallmenn á Landmannaafrétti, sveitarfélag, ferðaþjónusta og Umhverfisstofnun að koma að verki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun