Fjárlagafrumvarpið boðar styrjaldarástand Sveinn arnarsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Fjárlagafrumvarpið mun að óbreyttu hafa gríðarlega mikil áhrif á starfsemi Landspítalans að mati stjórnenda spítalans. Mælt var fyrir frumvarpinu á þingi í gær. vísir/vilhelm Verði frumvarp til fjárlaga samþykkt frá Alþingi óbreytt mun það þýða að Landspítalinn þurfi að skera niður um 5,3 milljarða króna til að mæta því. „Þessi fjárlög eru hamfarir fyrir okkur, það er ekkert öðruvísi,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjórum milljörðum verði bætt við hjá Landspítalanum. María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að rúmir þrír milljarðar færu í hækkun launa og því yrðu um 800 milljónir eftir inn í reksturinn.Páll MatthíassonPáll segir síðan meira koma til sem breyti stöðunni umtalsvert. „Þegar tekinn er til greina halli á þessu ári og því næsta, vangoldnar launahækkanir lækna og eftirspurnaraukning sem er ein og sér um 2,1 milljarður króna, sjáum við að við þurfum að skera niður um 5,3 milljarða króna á næsta ári,“ segir Páll. „Það eru einfaldlega um tíu prósent af rekstri stofnunarinnar. Þetta þýðir styrjaldarástand og fjöldauppsagnir og að við höggvum niður þjónustu. Það er síðan þeirra sem lögðu frumvarpið fram að taka afstöðu til þeirra.“Umræðan í þingsalUm 5.200 manns vinna á Landspítalanum. Stofnunin er langstærsti opinberi vinnustaðurinn og slaga fjárframlög til hans á næsta ári í sextíu milljarða króna. Ef til uppsagna kemur á stofnuninni gæti það haft áhrif á fjölda manns. Að mati Páls er hér um að ræða gífurleg vonbirgði. Spítalinn hafi talað skýrt um að þörfin væri um 12 milljarðar króna. Með þessum tölum sé ekki hægt að fara í flatan niðurskurð. Nú þyrfti að fara í forgangsröðun og hætta að veita einhverja þjónustu sem nú er fyrir hendi innan spítalans. „Ef við skoðum nýlega OECD-skýrslu erum við í neðsta sæti meðal Evrópulanda þegar innviðauppbygging er skoðuð. McKinsey-skýrslan sýndi okkur að við erum að reka spítala með miklu minna fjármagn en löndin í kringum okkur. Allt helst þetta í hendur og nú erum við að sjá niðurskurð eins og hann gerðist verstur eftir kreppuna 2008,“ segir Páll. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Verði frumvarp til fjárlaga samþykkt frá Alþingi óbreytt mun það þýða að Landspítalinn þurfi að skera niður um 5,3 milljarða króna til að mæta því. „Þessi fjárlög eru hamfarir fyrir okkur, það er ekkert öðruvísi,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjórum milljörðum verði bætt við hjá Landspítalanum. María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að rúmir þrír milljarðar færu í hækkun launa og því yrðu um 800 milljónir eftir inn í reksturinn.Páll MatthíassonPáll segir síðan meira koma til sem breyti stöðunni umtalsvert. „Þegar tekinn er til greina halli á þessu ári og því næsta, vangoldnar launahækkanir lækna og eftirspurnaraukning sem er ein og sér um 2,1 milljarður króna, sjáum við að við þurfum að skera niður um 5,3 milljarða króna á næsta ári,“ segir Páll. „Það eru einfaldlega um tíu prósent af rekstri stofnunarinnar. Þetta þýðir styrjaldarástand og fjöldauppsagnir og að við höggvum niður þjónustu. Það er síðan þeirra sem lögðu frumvarpið fram að taka afstöðu til þeirra.“Umræðan í þingsalUm 5.200 manns vinna á Landspítalanum. Stofnunin er langstærsti opinberi vinnustaðurinn og slaga fjárframlög til hans á næsta ári í sextíu milljarða króna. Ef til uppsagna kemur á stofnuninni gæti það haft áhrif á fjölda manns. Að mati Páls er hér um að ræða gífurleg vonbirgði. Spítalinn hafi talað skýrt um að þörfin væri um 12 milljarðar króna. Með þessum tölum sé ekki hægt að fara í flatan niðurskurð. Nú þyrfti að fara í forgangsröðun og hætta að veita einhverja þjónustu sem nú er fyrir hendi innan spítalans. „Ef við skoðum nýlega OECD-skýrslu erum við í neðsta sæti meðal Evrópulanda þegar innviðauppbygging er skoðuð. McKinsey-skýrslan sýndi okkur að við erum að reka spítala með miklu minna fjármagn en löndin í kringum okkur. Allt helst þetta í hendur og nú erum við að sjá niðurskurð eins og hann gerðist verstur eftir kreppuna 2008,“ segir Páll. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira