Efasemdarmaður um loftslagsbreytingar tekur við Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. desember 2016 23:45 Scott Pruitt í Trump Tower í gær. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Scott Pruitt muni taka við sem yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna. Pruitt er dómsmálaráðherra Oklahoma og er þekktur bandamaður olíuiðnaðarins. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í lögsóknum gegn reglugerðum stofnunarinnar gegn losun gróðurhúslofttegunda. Þá hefur hann einnig gagnrýnt stefnu Obama í loftslagsmálum. BBC greinir frá. Í tilkynningunni um ákvörðun sína sagði Trump að Umhverfisstofnunin hefði of lengi eytt skattpeningum Bandaríkjamanna í „stjórnlausa orkustefnu sem hefur rústað milljónum starfa.“ Þá sagði hann einnig að Pruitt myndi snúa þessari þróun við og „koma aftur á grunnstefnu umhverfisstofnunarinnar um að halda loftinu og vatninu okkar hreinu og öruggu.“Reglugerðir stofnaninnar óþarfi Pruitt hefur nokkrum sinnum höfðað mál gegn Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, nú síðast vegna áætlana Obama ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum. Hann sagði áætlanirnar vera aðför alríkisstjórnarinnar að sjálfstæði ríkjanna í orkumálum í tilraun til þess að loka verksmiðjum knúnum áfram með kolum. Í yfirlýsingu sinni vegna tilnefningarinnar sagði Pruitt að Bandaríkjamenn væru „þreyttir á að sjá milljörðum dollara eytt í óþarfa reglugerðir Umhverfisverndarstofnunarinnar.“ Þá skrifaði hann grein í National Review í maí síðastliðnum þar sem hann sagði að umræðunni um loftslagsbreytingar væri síður en svo lokið. „Vísindamenn eru enn ósammála um hversu umsvifamikil hlýnun jarðar er og að hversu miklu leyti hún er af mannavöldum,“ skrifaði hann þá. Raunin hins vegar sú að meirihluti vísindamanna sem sérhæfir sig í loftslagsmálum er sammála um að kolefnislosun af mannavöldum sé einn af lykilvöldum loftslagshlýnunar og að áhrif loftslagsbreytinga verði alvarleg. Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38 Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Scott Pruitt muni taka við sem yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna. Pruitt er dómsmálaráðherra Oklahoma og er þekktur bandamaður olíuiðnaðarins. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í lögsóknum gegn reglugerðum stofnunarinnar gegn losun gróðurhúslofttegunda. Þá hefur hann einnig gagnrýnt stefnu Obama í loftslagsmálum. BBC greinir frá. Í tilkynningunni um ákvörðun sína sagði Trump að Umhverfisstofnunin hefði of lengi eytt skattpeningum Bandaríkjamanna í „stjórnlausa orkustefnu sem hefur rústað milljónum starfa.“ Þá sagði hann einnig að Pruitt myndi snúa þessari þróun við og „koma aftur á grunnstefnu umhverfisstofnunarinnar um að halda loftinu og vatninu okkar hreinu og öruggu.“Reglugerðir stofnaninnar óþarfi Pruitt hefur nokkrum sinnum höfðað mál gegn Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, nú síðast vegna áætlana Obama ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum. Hann sagði áætlanirnar vera aðför alríkisstjórnarinnar að sjálfstæði ríkjanna í orkumálum í tilraun til þess að loka verksmiðjum knúnum áfram með kolum. Í yfirlýsingu sinni vegna tilnefningarinnar sagði Pruitt að Bandaríkjamenn væru „þreyttir á að sjá milljörðum dollara eytt í óþarfa reglugerðir Umhverfisverndarstofnunarinnar.“ Þá skrifaði hann grein í National Review í maí síðastliðnum þar sem hann sagði að umræðunni um loftslagsbreytingar væri síður en svo lokið. „Vísindamenn eru enn ósammála um hversu umsvifamikil hlýnun jarðar er og að hversu miklu leyti hún er af mannavöldum,“ skrifaði hann þá. Raunin hins vegar sú að meirihluti vísindamanna sem sérhæfir sig í loftslagsmálum er sammála um að kolefnislosun af mannavöldum sé einn af lykilvöldum loftslagshlýnunar og að áhrif loftslagsbreytinga verði alvarleg.
Donald Trump Tengdar fréttir Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38 Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Repúblikanar taka illa í áform Trumps "Ég vil ekki lenda í einhvers konar viðskiptastríði,“ segir Kevin McCarthy, leiðtogi þingmeirihluta Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna. 7. desember 2016 07:15
Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30
Trump er manneskja ársins hjá TIME Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927. 7. desember 2016 12:38
Nýjasti liðsmaður Trump kemur úr glímuheiminum Donald Trump hefur fengið Linda McMahon til að stýra ríkisstofnun sem fer með málefni smærri fyrirtækja. 8. desember 2016 08:29