Yfirlýsing frá Grindavík: Stelpurnar gerðu ekkert rangt 22. nóvember 2016 14:01 Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Vegna þess hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9. flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum körfuboltans kemur reglulega upp og er ákveðið vandamál sem KKDG vill ekki sjá í hreyfingunni. Þjálfari 9. flokks kvenna í Grindavík hefur viðurkennt að reynsluleysi af hennar hálfu, í stöðu sem þessari, hafi gert það að verkum að leikurinn endaði með jafn miklum mun og raun bar vitni. Hún greip til aðgerða í leiknum, en hefði getað gripið til róttækari ráðstafana sem hefðu minnkað skaðann þegar ljóst var í hvað stefndi. Eftir þessa erfiðu reynslu síðasta sólahring þá er hún reynslunni ríkari. KKDG fagnar því að búið sé að opna á þessa umræðu og ætlar ásamt þjálfurum að vinna að lausnum á því að svona atvik komi ekki aftur upp og skorar á önnur félög að fara í slíka vinnu. KKDG styður heilshugar við bakið á þjálfaranum sem hefur mikinn metnað fyrir þjálfun. Deildin hefur verið mjög sátt við hennar störf innan félagsins. Þjálfarinn nýtur mikils stuðnings bæði stelpnanna og foreldra þeirra. Við viljum að það komi skýrt fram að leikmenn 9. flokks Grindavíkur gerðu ekkert rangt um helgina, þær einfaldlega spiluðu eins og þjálfarinn lagði upp með. KKDG vill hinsvegar nota tækifærið og lýsa yfir mikilli óánægju með að atburðir helgarinnar séu settir fram á þennan hátt inn á opna facebook síðu, þar sem dregin er upp dökk mynd af þeim. Í færslunni lýsir þjálfari Njarðvíkur með ófögrum orðum hvernig hann upplifði orð þjálfarans og látbragð hennar og lýsir svo hárri fimmu í enda leiks sem fagnaðarlátum. Aðrir aðilar sem voru á þessum umrædda leik upplifðu orð þjálfarans og látbragð hans ekki á sama hátt og færsluhöfundur lýsir. Inntak ofangreindrar facebookfærslu, taka þjálfari og KKDG til sín og ætla að bregðast við, eins og að framan greinir. Annað í þessari færslu fordæmir KKDG og þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast. KKDG þykir leitt hvað þjálfari og leikmenn 9. flokks bæði Grindavíkur og Vals hafa fengið neikvæða athygli. Við hreinlega skiljum ekki tilganginn með þessari færslu nema verið sé að reyna að koma slæmu orði á þjálfara félagsins og félagið sjálft. Einnig skapar þessi færsla á Facebook neikvæða umræðu um körfuboltagreinina sem slíka, og þá sérstaklega kvennamegin. Ef umhyggja greinarhöfundar hefði verið einlæg í ljósi áratuga reynslu af körfubolta, hefði umræðan ekki verið sett í þennan farveg. Þetta mál hefði auðveldlega verið hægt að leysa á betri og mun faglegri hátt. Þjálfarar,iðkendur og aðrir sjálfboðaliðar yngri flokka KKDG hafa unnið frábært starf síðustu árin en lítið af þeim góðu hlutum hafa ratað í fjölmiðla landsins. KKDG mun áfram leggja sitt af mörkum að vinna að hag körfuboltans á Íslandi. Með von um áframhaldandi jákvæð og skemmtileg samskipti milli félaga. Með körfuboltakveðju. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00 Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Vegna þess hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9. flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum körfuboltans kemur reglulega upp og er ákveðið vandamál sem KKDG vill ekki sjá í hreyfingunni. Þjálfari 9. flokks kvenna í Grindavík hefur viðurkennt að reynsluleysi af hennar hálfu, í stöðu sem þessari, hafi gert það að verkum að leikurinn endaði með jafn miklum mun og raun bar vitni. Hún greip til aðgerða í leiknum, en hefði getað gripið til róttækari ráðstafana sem hefðu minnkað skaðann þegar ljóst var í hvað stefndi. Eftir þessa erfiðu reynslu síðasta sólahring þá er hún reynslunni ríkari. KKDG fagnar því að búið sé að opna á þessa umræðu og ætlar ásamt þjálfurum að vinna að lausnum á því að svona atvik komi ekki aftur upp og skorar á önnur félög að fara í slíka vinnu. KKDG styður heilshugar við bakið á þjálfaranum sem hefur mikinn metnað fyrir þjálfun. Deildin hefur verið mjög sátt við hennar störf innan félagsins. Þjálfarinn nýtur mikils stuðnings bæði stelpnanna og foreldra þeirra. Við viljum að það komi skýrt fram að leikmenn 9. flokks Grindavíkur gerðu ekkert rangt um helgina, þær einfaldlega spiluðu eins og þjálfarinn lagði upp með. KKDG vill hinsvegar nota tækifærið og lýsa yfir mikilli óánægju með að atburðir helgarinnar séu settir fram á þennan hátt inn á opna facebook síðu, þar sem dregin er upp dökk mynd af þeim. Í færslunni lýsir þjálfari Njarðvíkur með ófögrum orðum hvernig hann upplifði orð þjálfarans og látbragð hennar og lýsir svo hárri fimmu í enda leiks sem fagnaðarlátum. Aðrir aðilar sem voru á þessum umrædda leik upplifðu orð þjálfarans og látbragð hans ekki á sama hátt og færsluhöfundur lýsir. Inntak ofangreindrar facebookfærslu, taka þjálfari og KKDG til sín og ætla að bregðast við, eins og að framan greinir. Annað í þessari færslu fordæmir KKDG og þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast. KKDG þykir leitt hvað þjálfari og leikmenn 9. flokks bæði Grindavíkur og Vals hafa fengið neikvæða athygli. Við hreinlega skiljum ekki tilganginn með þessari færslu nema verið sé að reyna að koma slæmu orði á þjálfara félagsins og félagið sjálft. Einnig skapar þessi færsla á Facebook neikvæða umræðu um körfuboltagreinina sem slíka, og þá sérstaklega kvennamegin. Ef umhyggja greinarhöfundar hefði verið einlæg í ljósi áratuga reynslu af körfubolta, hefði umræðan ekki verið sett í þennan farveg. Þetta mál hefði auðveldlega verið hægt að leysa á betri og mun faglegri hátt. Þjálfarar,iðkendur og aðrir sjálfboðaliðar yngri flokka KKDG hafa unnið frábært starf síðustu árin en lítið af þeim góðu hlutum hafa ratað í fjölmiðla landsins. KKDG mun áfram leggja sitt af mörkum að vinna að hag körfuboltans á Íslandi. Með von um áframhaldandi jákvæð og skemmtileg samskipti milli félaga. Með körfuboltakveðju.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00 Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00
Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45