Yfirlýsing frá Grindavík: Stelpurnar gerðu ekkert rangt 22. nóvember 2016 14:01 Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Vegna þess hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9. flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum körfuboltans kemur reglulega upp og er ákveðið vandamál sem KKDG vill ekki sjá í hreyfingunni. Þjálfari 9. flokks kvenna í Grindavík hefur viðurkennt að reynsluleysi af hennar hálfu, í stöðu sem þessari, hafi gert það að verkum að leikurinn endaði með jafn miklum mun og raun bar vitni. Hún greip til aðgerða í leiknum, en hefði getað gripið til róttækari ráðstafana sem hefðu minnkað skaðann þegar ljóst var í hvað stefndi. Eftir þessa erfiðu reynslu síðasta sólahring þá er hún reynslunni ríkari. KKDG fagnar því að búið sé að opna á þessa umræðu og ætlar ásamt þjálfurum að vinna að lausnum á því að svona atvik komi ekki aftur upp og skorar á önnur félög að fara í slíka vinnu. KKDG styður heilshugar við bakið á þjálfaranum sem hefur mikinn metnað fyrir þjálfun. Deildin hefur verið mjög sátt við hennar störf innan félagsins. Þjálfarinn nýtur mikils stuðnings bæði stelpnanna og foreldra þeirra. Við viljum að það komi skýrt fram að leikmenn 9. flokks Grindavíkur gerðu ekkert rangt um helgina, þær einfaldlega spiluðu eins og þjálfarinn lagði upp með. KKDG vill hinsvegar nota tækifærið og lýsa yfir mikilli óánægju með að atburðir helgarinnar séu settir fram á þennan hátt inn á opna facebook síðu, þar sem dregin er upp dökk mynd af þeim. Í færslunni lýsir þjálfari Njarðvíkur með ófögrum orðum hvernig hann upplifði orð þjálfarans og látbragð hennar og lýsir svo hárri fimmu í enda leiks sem fagnaðarlátum. Aðrir aðilar sem voru á þessum umrædda leik upplifðu orð þjálfarans og látbragð hans ekki á sama hátt og færsluhöfundur lýsir. Inntak ofangreindrar facebookfærslu, taka þjálfari og KKDG til sín og ætla að bregðast við, eins og að framan greinir. Annað í þessari færslu fordæmir KKDG og þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast. KKDG þykir leitt hvað þjálfari og leikmenn 9. flokks bæði Grindavíkur og Vals hafa fengið neikvæða athygli. Við hreinlega skiljum ekki tilganginn með þessari færslu nema verið sé að reyna að koma slæmu orði á þjálfara félagsins og félagið sjálft. Einnig skapar þessi færsla á Facebook neikvæða umræðu um körfuboltagreinina sem slíka, og þá sérstaklega kvennamegin. Ef umhyggja greinarhöfundar hefði verið einlæg í ljósi áratuga reynslu af körfubolta, hefði umræðan ekki verið sett í þennan farveg. Þetta mál hefði auðveldlega verið hægt að leysa á betri og mun faglegri hátt. Þjálfarar,iðkendur og aðrir sjálfboðaliðar yngri flokka KKDG hafa unnið frábært starf síðustu árin en lítið af þeim góðu hlutum hafa ratað í fjölmiðla landsins. KKDG mun áfram leggja sitt af mörkum að vinna að hag körfuboltans á Íslandi. Með von um áframhaldandi jákvæð og skemmtileg samskipti milli félaga. Með körfuboltakveðju. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00 Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Vegna þess hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9. flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum körfuboltans kemur reglulega upp og er ákveðið vandamál sem KKDG vill ekki sjá í hreyfingunni. Þjálfari 9. flokks kvenna í Grindavík hefur viðurkennt að reynsluleysi af hennar hálfu, í stöðu sem þessari, hafi gert það að verkum að leikurinn endaði með jafn miklum mun og raun bar vitni. Hún greip til aðgerða í leiknum, en hefði getað gripið til róttækari ráðstafana sem hefðu minnkað skaðann þegar ljóst var í hvað stefndi. Eftir þessa erfiðu reynslu síðasta sólahring þá er hún reynslunni ríkari. KKDG fagnar því að búið sé að opna á þessa umræðu og ætlar ásamt þjálfurum að vinna að lausnum á því að svona atvik komi ekki aftur upp og skorar á önnur félög að fara í slíka vinnu. KKDG styður heilshugar við bakið á þjálfaranum sem hefur mikinn metnað fyrir þjálfun. Deildin hefur verið mjög sátt við hennar störf innan félagsins. Þjálfarinn nýtur mikils stuðnings bæði stelpnanna og foreldra þeirra. Við viljum að það komi skýrt fram að leikmenn 9. flokks Grindavíkur gerðu ekkert rangt um helgina, þær einfaldlega spiluðu eins og þjálfarinn lagði upp með. KKDG vill hinsvegar nota tækifærið og lýsa yfir mikilli óánægju með að atburðir helgarinnar séu settir fram á þennan hátt inn á opna facebook síðu, þar sem dregin er upp dökk mynd af þeim. Í færslunni lýsir þjálfari Njarðvíkur með ófögrum orðum hvernig hann upplifði orð þjálfarans og látbragð hennar og lýsir svo hárri fimmu í enda leiks sem fagnaðarlátum. Aðrir aðilar sem voru á þessum umrædda leik upplifðu orð þjálfarans og látbragð hans ekki á sama hátt og færsluhöfundur lýsir. Inntak ofangreindrar facebookfærslu, taka þjálfari og KKDG til sín og ætla að bregðast við, eins og að framan greinir. Annað í þessari færslu fordæmir KKDG og þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast. KKDG þykir leitt hvað þjálfari og leikmenn 9. flokks bæði Grindavíkur og Vals hafa fengið neikvæða athygli. Við hreinlega skiljum ekki tilganginn með þessari færslu nema verið sé að reyna að koma slæmu orði á þjálfara félagsins og félagið sjálft. Einnig skapar þessi færsla á Facebook neikvæða umræðu um körfuboltagreinina sem slíka, og þá sérstaklega kvennamegin. Ef umhyggja greinarhöfundar hefði verið einlæg í ljósi áratuga reynslu af körfubolta, hefði umræðan ekki verið sett í þennan farveg. Þetta mál hefði auðveldlega verið hægt að leysa á betri og mun faglegri hátt. Þjálfarar,iðkendur og aðrir sjálfboðaliðar yngri flokka KKDG hafa unnið frábært starf síðustu árin en lítið af þeim góðu hlutum hafa ratað í fjölmiðla landsins. KKDG mun áfram leggja sitt af mörkum að vinna að hag körfuboltans á Íslandi. Með von um áframhaldandi jákvæð og skemmtileg samskipti milli félaga. Með körfuboltakveðju.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00 Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00
Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45