Við höfum fengið nóg Meistaraflokkur Fram í knattspyrnu kvenna skrifar 22. nóvember 2016 15:23 Eftir að tímabili meistaraflokks kvenna í Fram lauk í ágúst var það orðið ljóst að þjálfarinn myndi ekki halda áfram með liðið þar sem hans samningur var útrunnin og hann tók við öðrum spennandi verkefnum. Við tók hlé á æfingartíma eins og gengur og gerist og við átti að taka leit að nýjum þjálfara. Þegar þessi grein er rituð er kominn 22. nóvember og enn er engin niðurstaða komin í málið. Kjarninn sem hefur áhuga á að halda áfram eru um 10 leikmenn og því orðnir verulega þreyttir að fá engin svör. Ítrekað hafa leikmenn óskað eftir svörum um framhaldið en lítil sem engin svör að fá. Vandamálið er þó ekki að engan þjálfara sé að finna en að vitund leikmanna hafa nú þegar tveir þjálfarar sýnt starfinu áhuga. Það er greinilegt að forgangsatriði félagsins sé á meistaraflokk karla en þar er þjálfari, aðstoðarþjálfari og hefur liðið verið að sanka að sér leikmönnum fyrir næsta tímabil ásamt því að liðið er komið á fullt í æfingum og nú þegar búið að skipuleggja æfingaleiki. Á meðan situr meistaraflokkur kvenna á hakanum og kjarninn sem vill ekki gefa upp bátinn mætir og reynir að halda hópnum saman tvo daga í viku. Áhugi stjórnarmanna virðist lítill sem enginn og hafa leikmenn það á tilfinninguni að kvennaboltinn sé ekki það sem félagið leggur áherslu á. Fyrir jafn stórt félag og Fram er hefði maður ætlað að þeir vilji vera með gott starf í meistaraflokki kvenna þar sem yngri leikmenn hafa að einhverju að stefna og líta upp til en sú er ekki raunin í dag. Eins og staðan er í dag hefur meirihluti leikmanna leitað á önnur mið og fundið sér ný félög. Árið er 2016, kjarninn af stelpum sem vilja spila saman er til staðar en áhugi félagsins er enginn. Þetta höfum við því miður fundið alltof mikið fyrir og farið versnandi eftir því sem líður á. Munurinn á umgjörð meistaraflokkanna er gríðarlegur en á meðan allir leikmenn meistaraflokks karla eru með samninga, þvott á æfingafatnaði, sjúkraþjálfara á æfingum, tvo þjálfara auk markmannsþjálfara eru aðeins nokkrar í meistaraflokki kvenna með samning, voru með einn þjálfara en eins og er engan og einn sjúkraþjálfara aðeins á leikjum yfir sumartímann. Eins og við höfum nefnt hafa leikmenn mætt sjálfar á æfingar frá því í október og stjórnað þeim, án þess að nokkur stjórnarmaður félagsins hafi sett út á það eða fengið nokkurn mann til aðstoðar á þessu „tímabundna” ástandi. Leikmönnum meistaraflokks er nóg boðið og viljum við vekja athygli á þessu. Ef fáar sem engar stelpur hefðu áhuga á að æfa væri skilningurinn meiri en það sorglega er að svo er ekki. Hver er framtíð félagsins og hver er framtíð ungra og efnilegra kvenna í félaginu. Kveðja Mfl. Kvk Fram Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir að tímabili meistaraflokks kvenna í Fram lauk í ágúst var það orðið ljóst að þjálfarinn myndi ekki halda áfram með liðið þar sem hans samningur var útrunnin og hann tók við öðrum spennandi verkefnum. Við tók hlé á æfingartíma eins og gengur og gerist og við átti að taka leit að nýjum þjálfara. Þegar þessi grein er rituð er kominn 22. nóvember og enn er engin niðurstaða komin í málið. Kjarninn sem hefur áhuga á að halda áfram eru um 10 leikmenn og því orðnir verulega þreyttir að fá engin svör. Ítrekað hafa leikmenn óskað eftir svörum um framhaldið en lítil sem engin svör að fá. Vandamálið er þó ekki að engan þjálfara sé að finna en að vitund leikmanna hafa nú þegar tveir þjálfarar sýnt starfinu áhuga. Það er greinilegt að forgangsatriði félagsins sé á meistaraflokk karla en þar er þjálfari, aðstoðarþjálfari og hefur liðið verið að sanka að sér leikmönnum fyrir næsta tímabil ásamt því að liðið er komið á fullt í æfingum og nú þegar búið að skipuleggja æfingaleiki. Á meðan situr meistaraflokkur kvenna á hakanum og kjarninn sem vill ekki gefa upp bátinn mætir og reynir að halda hópnum saman tvo daga í viku. Áhugi stjórnarmanna virðist lítill sem enginn og hafa leikmenn það á tilfinninguni að kvennaboltinn sé ekki það sem félagið leggur áherslu á. Fyrir jafn stórt félag og Fram er hefði maður ætlað að þeir vilji vera með gott starf í meistaraflokki kvenna þar sem yngri leikmenn hafa að einhverju að stefna og líta upp til en sú er ekki raunin í dag. Eins og staðan er í dag hefur meirihluti leikmanna leitað á önnur mið og fundið sér ný félög. Árið er 2016, kjarninn af stelpum sem vilja spila saman er til staðar en áhugi félagsins er enginn. Þetta höfum við því miður fundið alltof mikið fyrir og farið versnandi eftir því sem líður á. Munurinn á umgjörð meistaraflokkanna er gríðarlegur en á meðan allir leikmenn meistaraflokks karla eru með samninga, þvott á æfingafatnaði, sjúkraþjálfara á æfingum, tvo þjálfara auk markmannsþjálfara eru aðeins nokkrar í meistaraflokki kvenna með samning, voru með einn þjálfara en eins og er engan og einn sjúkraþjálfara aðeins á leikjum yfir sumartímann. Eins og við höfum nefnt hafa leikmenn mætt sjálfar á æfingar frá því í október og stjórnað þeim, án þess að nokkur stjórnarmaður félagsins hafi sett út á það eða fengið nokkurn mann til aðstoðar á þessu „tímabundna” ástandi. Leikmönnum meistaraflokks er nóg boðið og viljum við vekja athygli á þessu. Ef fáar sem engar stelpur hefðu áhuga á að æfa væri skilningurinn meiri en það sorglega er að svo er ekki. Hver er framtíð félagsins og hver er framtíð ungra og efnilegra kvenna í félaginu. Kveðja Mfl. Kvk Fram
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun