Erlent

Þúsund menn frá Íran hafa fallið í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórnarliðar Bashar al-Assad.
Stjórnarliðar Bashar al-Assad. Vísir/AFP
Rúmlega þúsund menn frá Íran hafa látið lífið í átökum í Sýrlandi. Stjórnvöld í Íran hafa sent fjölda ráðgjafa og annarra til að styðja við bakið á sveitum Bashar al-Assad, forseta landsins. Auk hermanna hafa menn frá Pakistan og Afganistan verið sendir til Sýrlands.

Embættismenn í Íran sem tilkynntu að nú væru þúsund menn látnir vildu ekki segja til um frá hvaða löndum mennirnir sem væru látnir væru. Sveitirnar sem Íranar senda til Sýrlands eru kallaðir „defenders of the shrines“, en þar er vitnað í helgistaði sjíta í Sýrlandi.

Íranir styðja Assad einnig með vopnum, birgðum og peningum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni neita Íranir þó að hermenn þeirra taki beinan þátt í hernaði í landinu. Lög voru samþykkt í Íran í maí sem gera eiginkonum og börnum manna sem falla í átökum fyrir landið í Sýrlandi kleift að öðlast íranskan ríkisborgararétt.

Íranir eru einnig með vopnaðar sveitir og ráðgjafa í Írak, þar sem þeir berjast gegn Íslamska ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×