Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2016 17:17 Eyrún Eyþórsdóttir hefur verið að rannsaka hatursorðræðu og nú er að draga til tíðinda í því: Pétur á Sögu hefur verið ákærður og hann er bálreiður. Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu hefur verið ákærður og kallaður fyrir af lögreglustjóranum í Reykjavík. „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Og hlustendur Útvarps Sögu voru reiðir Pétri til samlætis, mikið uppnám ríkti meðal innhringjenda eftir að þeim var tilkynnt þetta. Pétur segist ranglega sakaður um hatursumræðu og útbreiðslu haturs gegn samkynhneigðum. Vegna umræðu um hvort hinsegin fræðsla skyldi eiga sér stað í Hafnarfirði sem fram fór 20. apríl 2015. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ segir Pétur en hann er sakaður um hatursummæli og það að útvarpa ummælum hlustenda. Pétur vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög: „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Hlustendur voru heitir nú rétt í þessu og fordæmdu þennan gjörning fortakslaust en Eyrún Eyþórsdóttir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu verið að rannsaka hatursummæli sérstaklega. „Ef einhver úr hópi sem telur sig vera minnihlutahópur sem ræðst að mér með miklum svívirðingum. Þá myndi ég verða ákærður fyrir það. Menn eru komnir í gersamlega vonlausa stöðu gagnvart þessu fólki,“ sagði Pétur meðal annars á öldum ljósvakans nú rétt í þessu. „Eina ríkisstofnunin sem eftir er til að ráðast á okkur er Veðurstofan,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu, en hún var jafnframt með Pétri í útsendingunni, nú rétt í þessu. Hún taldi þetta lið í aðför á hendur útvarpsstöðinni en boðaði hlustendum það að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu. Ef þeir aðilar vilji stöðva þjóðfélagsumræðu á Sögu þá fjölgi hún frekar símatímum en draga úr þeim. „Ég hlusta ekki á svona kjaftæði,“ Arnþrúður. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu hefur verið ákærður og kallaður fyrir af lögreglustjóranum í Reykjavík. „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Og hlustendur Útvarps Sögu voru reiðir Pétri til samlætis, mikið uppnám ríkti meðal innhringjenda eftir að þeim var tilkynnt þetta. Pétur segist ranglega sakaður um hatursumræðu og útbreiðslu haturs gegn samkynhneigðum. Vegna umræðu um hvort hinsegin fræðsla skyldi eiga sér stað í Hafnarfirði sem fram fór 20. apríl 2015. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ segir Pétur en hann er sakaður um hatursummæli og það að útvarpa ummælum hlustenda. Pétur vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög: „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Hlustendur voru heitir nú rétt í þessu og fordæmdu þennan gjörning fortakslaust en Eyrún Eyþórsdóttir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu verið að rannsaka hatursummæli sérstaklega. „Ef einhver úr hópi sem telur sig vera minnihlutahópur sem ræðst að mér með miklum svívirðingum. Þá myndi ég verða ákærður fyrir það. Menn eru komnir í gersamlega vonlausa stöðu gagnvart þessu fólki,“ sagði Pétur meðal annars á öldum ljósvakans nú rétt í þessu. „Eina ríkisstofnunin sem eftir er til að ráðast á okkur er Veðurstofan,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarp Sögu, en hún var jafnframt með Pétri í útsendingunni, nú rétt í þessu. Hún taldi þetta lið í aðför á hendur útvarpsstöðinni en boðaði hlustendum það að þeim yrði ekki kápan úr því klæðinu. Ef þeir aðilar vilji stöðva þjóðfélagsumræðu á Sögu þá fjölgi hún frekar símatímum en draga úr þeim. „Ég hlusta ekki á svona kjaftæði,“ Arnþrúður.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira