Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. nóvember 2016 06:00 vísir/anton Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. Formaðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endanlega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð.Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og málefnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir formaðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orðrómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frábærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-landslið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk viðbrögð við væntanlegu mótframboði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frábærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslaunagreiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. Formaðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörðun.Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi formanni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosningabaráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann framkvæmdastjóri sambandsins þannig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. Formaðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endanlega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð.Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og málefnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir formaðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orðrómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frábærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-landslið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk viðbrögð við væntanlegu mótframboði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frábærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslaunagreiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. Formaðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörðun.Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi formanni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosningabaráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann framkvæmdastjóri sambandsins þannig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira