Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. nóvember 2016 06:00 vísir/anton Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. Formaðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endanlega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð.Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og málefnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir formaðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orðrómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frábærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-landslið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk viðbrögð við væntanlegu mótframboði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frábærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslaunagreiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. Formaðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörðun.Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi formanni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosningabaráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann framkvæmdastjóri sambandsins þannig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. Formaðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endanlega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð.Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og málefnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir formaðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orðrómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frábærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-landslið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk viðbrögð við væntanlegu mótframboði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frábærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslaunagreiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. Formaðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörðun.Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi formanni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosningabaráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann framkvæmdastjóri sambandsins þannig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira