Vill ekkert við nýnasistana kannast Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fólks fylgdist með þegar Donald Trump yfirgaf skrifstofur dagblaðsins The New York Times að loknu viðtali á þriðjudaginn. Nordicphotos/AFP „Ég afneita þessum hópi fólks,“ segir Donald Trump um hóp bandarískra nýnasista, alt-right-hreyfinguna eða „hitt hægrið“ svonefnda, sem hefur fagnað sigri hans í forsetakosningunum með nasistakveðjum og grímulausum yfirlýsingum um yfirburði hvítra manna gagnvart öðru fólki. Þetta sagði hann í ítarlegu viðtali við dagblaðið The New York Times, þar sem hann var spurður hvort hann hafi hvatt þennan hóp til dáða með málflutningi sínum í kosningabaráttunni. „Ég vil ekki ýta undir þennan hóp, og ef ég gerði það þá vil ég skoða málið og komast að því hvers vegna það var,“ sagði hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna. Hins vegar sagðist Trump ekki sjá neitt athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Bannon er fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttasíðunnar, sem hefur verið einn helsti vettvangur alt-right-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Bannon hefur fyrir vikið verið í hávegum hafður meðal liðsmanna „hins hægrisins“. Og hann hefur sjálfur verið sakaður um að aðhyllast hugmyndir þessarar hreyfingar, þar á meðal kynþáttahatur hennar, en Trump vildi alls ekki kannast við það.Steve Bannon, aðalráðgjafi Trumps og fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttavefsins, sem hefur verið einn helsti vettvangur hægri þjóðernissinna.Nordicphotos/AFP„Ég hef þekkt Steve Bannon lengi. Ef ég héldi að hann væri rasisti, eða alt-right-maður,“ sagði Trump, „þá hefði mér ekki dottið í hug að ráða hann.“ „Og ef ég héldi að skoðanir hans væru í þessum flokki, þá myndi ég strax láta hann fara,“ bætti Trump við. Í sama viðtali staðfesti hann að hann ætli sér ekki að gera neitt úr hótunum sínum um að draga Hillary Clinton fyrir dómara.„Ég vil ekki valda Clinton-hjónunum tjóni. Í alvöru. Hún hefur mátt þola margt,“ sagði hann. „Kosningabaráttan var illskeytt.“ Breitbart-fréttavefurinn hefur til þessa staðið nokkuð þétt við bakið á Trump, en sló því upp að nú hafi hann svikið þetta kosningaloforð sitt um að lögsækja Clinton. Í viðtalinu við The New York Times ítrekar Trump síðan kvartanir sínar undan fjölmiðlum, þar á meðal New York Times, sem hann sagði hafa fjallað um sig með afar neikvæðum hætti. „Ég myndi segja að The New York Times hafi verið verst af þeim öllum,“ sagði hann, en tók jafnframt fram að hann bæri mikla virðingu fyrir blaðinu. Hins vegar vildi hann gjarnan geta knúið fram breytta afstöðu hjá því: „Ég held að það myndi létta mér störfin mikið.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar.vísir/AFPBorgarstjóri New York býst til varnarBill de Blasio, borgarstjóri í New York, segist ætla að fara í mál við alríkisstjórn Donalds Trump verði þess krafist að allir múslimar láti skrá sig sérstaklega, eins og Trump hefur boðað. „Við munum beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að verja fólkið okkar,“ sagði de Blasio í ræðu, sem hann flutti á mánudag í sal Cooper Union skólans í New York. Þar í sama sal flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1860 þar sem hann færði rök fyrir því að alríkið í Washington hafi vald til að skipta sér af þrælahaldi í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Í ræðu sinni kom Blasio ekki einungis múslimum til varnar, heldur einnig innflytjendum og öðrum íbúum sem telja sér ógnað vegna kosningaloforða Trumps. „Ef alríkisstjórnin vill að lögregluþjónarnir okkar slíti í sundur innflytjendafjölskyldur, þá munum við neita að verða við því,“ sagði hann. Meðal annars muni hann tryggja að konur fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu ætli stjórn Trumps að hætta að fjármagna kynferðis- og fjölskyldufræðslu. „Ef gyðingar, eða múslimar eða félagar í LGBT-samfélaginu, eða hvaða samfélagshóp sem er, verða fyrir árásum eða eru hafðir að skotspæni, þá munum við finna árásármennina, handtaka þá og lögsækja,“ sagði de Blasio enn fremur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
„Ég afneita þessum hópi fólks,“ segir Donald Trump um hóp bandarískra nýnasista, alt-right-hreyfinguna eða „hitt hægrið“ svonefnda, sem hefur fagnað sigri hans í forsetakosningunum með nasistakveðjum og grímulausum yfirlýsingum um yfirburði hvítra manna gagnvart öðru fólki. Þetta sagði hann í ítarlegu viðtali við dagblaðið The New York Times, þar sem hann var spurður hvort hann hafi hvatt þennan hóp til dáða með málflutningi sínum í kosningabaráttunni. „Ég vil ekki ýta undir þennan hóp, og ef ég gerði það þá vil ég skoða málið og komast að því hvers vegna það var,“ sagði hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna. Hins vegar sagðist Trump ekki sjá neitt athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Bannon er fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttasíðunnar, sem hefur verið einn helsti vettvangur alt-right-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Bannon hefur fyrir vikið verið í hávegum hafður meðal liðsmanna „hins hægrisins“. Og hann hefur sjálfur verið sakaður um að aðhyllast hugmyndir þessarar hreyfingar, þar á meðal kynþáttahatur hennar, en Trump vildi alls ekki kannast við það.Steve Bannon, aðalráðgjafi Trumps og fyrrverandi stjórnandi Breitbart-fréttavefsins, sem hefur verið einn helsti vettvangur hægri þjóðernissinna.Nordicphotos/AFP„Ég hef þekkt Steve Bannon lengi. Ef ég héldi að hann væri rasisti, eða alt-right-maður,“ sagði Trump, „þá hefði mér ekki dottið í hug að ráða hann.“ „Og ef ég héldi að skoðanir hans væru í þessum flokki, þá myndi ég strax láta hann fara,“ bætti Trump við. Í sama viðtali staðfesti hann að hann ætli sér ekki að gera neitt úr hótunum sínum um að draga Hillary Clinton fyrir dómara.„Ég vil ekki valda Clinton-hjónunum tjóni. Í alvöru. Hún hefur mátt þola margt,“ sagði hann. „Kosningabaráttan var illskeytt.“ Breitbart-fréttavefurinn hefur til þessa staðið nokkuð þétt við bakið á Trump, en sló því upp að nú hafi hann svikið þetta kosningaloforð sitt um að lögsækja Clinton. Í viðtalinu við The New York Times ítrekar Trump síðan kvartanir sínar undan fjölmiðlum, þar á meðal New York Times, sem hann sagði hafa fjallað um sig með afar neikvæðum hætti. „Ég myndi segja að The New York Times hafi verið verst af þeim öllum,“ sagði hann, en tók jafnframt fram að hann bæri mikla virðingu fyrir blaðinu. Hins vegar vildi hann gjarnan geta knúið fram breytta afstöðu hjá því: „Ég held að það myndi létta mér störfin mikið.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar.vísir/AFPBorgarstjóri New York býst til varnarBill de Blasio, borgarstjóri í New York, segist ætla að fara í mál við alríkisstjórn Donalds Trump verði þess krafist að allir múslimar láti skrá sig sérstaklega, eins og Trump hefur boðað. „Við munum beita öllum þeim ráðum sem við höfum til að verja fólkið okkar,“ sagði de Blasio í ræðu, sem hann flutti á mánudag í sal Cooper Union skólans í New York. Þar í sama sal flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1860 þar sem hann færði rök fyrir því að alríkið í Washington hafi vald til að skipta sér af þrælahaldi í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Í ræðu sinni kom Blasio ekki einungis múslimum til varnar, heldur einnig innflytjendum og öðrum íbúum sem telja sér ógnað vegna kosningaloforða Trumps. „Ef alríkisstjórnin vill að lögregluþjónarnir okkar slíti í sundur innflytjendafjölskyldur, þá munum við neita að verða við því,“ sagði hann. Meðal annars muni hann tryggja að konur fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu ætli stjórn Trumps að hætta að fjármagna kynferðis- og fjölskyldufræðslu. „Ef gyðingar, eða múslimar eða félagar í LGBT-samfélaginu, eða hvaða samfélagshóp sem er, verða fyrir árásum eða eru hafðir að skotspæni, þá munum við finna árásármennina, handtaka þá og lögsækja,“ sagði de Blasio enn fremur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“