Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2016 14:39 Tómas R. Einarsson þekkir vel til Kúbu og hefur margoft sótt eyjuna heim. Vísir/Andri Marinó/AFP Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé nú allur þá þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. Ekki þurfi að skipa neinn nýjan mann í embætti Fídels. „Það eru komin tíu ár síðan Raul Castro tekur við af bróður sínum. Jújú, Fídel hefur haft einhver áhrif en sannast sagna þá hefur hann ekki mótað þá stefnu sem hefur verið fylgt síðustu árin. Raul, bróðir hans, og sá armur Kommúnistaflokksins sem fylgir honum, hefur verið að opna örlítið - af efnahagslegri nauðsyn - á smá einkarekstur á ýmsum sviðum. Þetta hefur smám saman aukist og kom til af því að ríkið þurfti að segja upp fólki. Þessu hefur fylgt meiri einkarekstur en Fídel Castro hugnaðist,“ segir Tómas sem þekkir vel til Kúbu og hefur margoft sótt eyjuna heim. Tómas segir að Fídel hafi á síðustu árum ritað greinar í blöðin þar sem hann lýsti skoðunum sínum á hinum ýmsu málum. „Þetta hafa stundum verið svolítið skrýtnar greinar sem menn hafa ekki tekið mikið mark á, einfaldlega þar sem hann hafði engin völd til að fylgja því eftir. Fídel og hans skoðanir hafa verið tengdar harðlínumönnum innan flokksins sem ekki hafa vilja hnika neinu. Það hefur því verið munur á Fídel og Raul, bróður hans, sem hefur verið praktískari stjórnmálamaður. Fídel hefur ekki haft nein formleg völd, þannig, síðasta áratuginn.“Byggði póltískt líf sitt á viðskiptabanni Bandaríkjanna Sögulegar sættir tókust milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í árslok 2014 þar sem samið var um unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna. Diplómatískur fjandskapur hafði þá ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld og gerði bandaríska leyniþjónustan ítrekaðar tilraunir á seinni hluta síðustu aldar til að ráða Fídel Castro af dögum. „Ég held að þessi opnun, normalisering samskipta – ég leyfi mér að efast um að Fídel hefði nokkurn tíma samið um hana. Hann lifði að stórum hluta pólitískt á banni Bandaríkjamanna. Það gerði honum kleift að afsaka alla hluti – efnahagsleg klúður sem hann átti stóran þátt í sjálfur – með því að vísa í viðskiptabannið. Það var því praktískt. Hann var búinn að slást við þetta heimsveldi í marga áratugi, þannig að ég leyfi mér að efast um að hann hefði gefið nokkurn séns á samningum,“ segir Tómas.Fídel Castro í haust.Vísir/AFPTómas segist jafnframt efast um að Fídel hafi haft miklar áhyggjur af því hvort Kúbanir hefðu í sig og á. „Það var ekki hans áhyggjumál. Hann var að hugsa um eigin valdastöðu og hans pólitísku stöðu í veröldinni. Það gæti flokkast sem einn munur á þeim bræðrum. Raul er þrátt fyrir allt meiri umbótasinni og ég held að honum sé ekki jafn skítsama og Fídel bróður hans hvort að Kúbanir hafi að éta. Þess vegna hafi Raul sýnt ákveðinn umbótavilja. Fídel leit hins vegar á sig sem keisara.“En hvað gerist þegar Raul fellur frá?„Það er hins vegar meiri spurning. Það hafa verið einhverjir fáir í valdabiðröð á eftir þeim bræðrum. Þeir heita ekki allir Castro þó að afkomendur þeirra bræðra séu margir háttsettir í stjórnkerfinu. Ég held að það sé ekki alveg komið norður-kóreskt ástand enn á Kúbu. Auðvitað hefur þessi dauði Fídels einhver áhrif. Þetta gæti styrkt umbótalínuna ef svo má segja. Þessi harðlínuflokkur sem hefur barist gegn öllum breytingum er mjög aldurhniginn. Þetta er að stórum hluta sá hópur sem barðist í byltingunni og eru fæddir á árunum 1925 til 1935. Tíminn er því mikill óvinur þessarar klíku,“ segir Tómas. Áfram megi þó spyrja hvort að breytingar verði á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Kúbu eftir að Donald Trump tekur við embætti forseta. „Þetta er í raun allt saman svolítið upp í loft. Það veit enginn hvað tekur við hjá Bandaríkjamönnum. Við sáum að hann var mikið að smjaðra fyrir Castro-andstæðingum í Flórída dagana fyrir kosningar.“Hvað heldur þú að Jón Jónsson í Havana sé að hugsa núna?„Ég hugsa að það séu blendnar tilfinningar hjá mjög mörgum. Fídel Castro er maðurinn sem að stýrði byltingunni í hálfa öld. Mjög margir studdu Castro í upphafi, þar sem stjórn Batista, sem rekin var frá völdum í byltingunni, var mjög spillt. Margt breyttist til betri vegar til að byrja með. Nefna má menntunarstig almennings auk þess að nokkuð dró kynþáttamisrétti, þó að það sé enn til staðar á Kúbu. Mörgum þótti líka gott að hann beygði sér ekki fyrir Bandaríkjamönnum. Hann lét Kanana hafa það og stóð keikur. Bandaríkjastjórn og bandarískir auðhringir höfðu þá vaðið yfir ríki Suður-Ameríku þannig að þetta snerist um þjóðarstolt. Það hafði enginn Kúbani talað þannig áður við heimsveldið og þetta er kannski stærsta framlag Castro til heimspólitíkurinnar.Raul Castro.Vísir/AFPÁ móti kemur að efnahags- og stjórnkerfið sem komið var á í byltingunni gekk ekki vel þegar leið á valdatíma kommúnista. Efnahagslegur rekstur kúbansks samfélags hefur alltaf verið í rassgati og ekki þjónað almenningi. Tveimur, þremur árum eftir byltingu er líka byrjað að þagga niður í gagnrýnisröddum. Sovétmenn héldu þeim svo uppi næstu áratugi. Þessi óstjórn í efnahagsmálum og lítil framleiðni verður ekki ljós fyrr en Sovétríkin hrynja og þá skapast neyðarástand á Kúbu. Síðar kom svo Venesúela til bjargar með sína miklu olíu, en þegar illa fór fyrir Venesúela stóðu Kúbanir aftur einir. Það verður til þess að þeir samþykkja að fara í viðræður við Bandaríkjamenn. Fídel Castro hjálpaði þannig til að Kúbanir gátu borið höfuðið hátt, en það kostaði bæði málfrelsið og slæman efnahag,“ segir Tómas. Donald Trump Tengdar fréttir „Viðskiptabannið hefur á allan hátt verið heimskulegt“ Tómas R. Einarsson tónlistarmaður vonast innilega til að hann geti flogið til Kúbu um Bandaríkin innan tveggja ára eftir tíðindi dagsins. 17. desember 2014 22:38 Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé nú allur þá þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. Ekki þurfi að skipa neinn nýjan mann í embætti Fídels. „Það eru komin tíu ár síðan Raul Castro tekur við af bróður sínum. Jújú, Fídel hefur haft einhver áhrif en sannast sagna þá hefur hann ekki mótað þá stefnu sem hefur verið fylgt síðustu árin. Raul, bróðir hans, og sá armur Kommúnistaflokksins sem fylgir honum, hefur verið að opna örlítið - af efnahagslegri nauðsyn - á smá einkarekstur á ýmsum sviðum. Þetta hefur smám saman aukist og kom til af því að ríkið þurfti að segja upp fólki. Þessu hefur fylgt meiri einkarekstur en Fídel Castro hugnaðist,“ segir Tómas sem þekkir vel til Kúbu og hefur margoft sótt eyjuna heim. Tómas segir að Fídel hafi á síðustu árum ritað greinar í blöðin þar sem hann lýsti skoðunum sínum á hinum ýmsu málum. „Þetta hafa stundum verið svolítið skrýtnar greinar sem menn hafa ekki tekið mikið mark á, einfaldlega þar sem hann hafði engin völd til að fylgja því eftir. Fídel og hans skoðanir hafa verið tengdar harðlínumönnum innan flokksins sem ekki hafa vilja hnika neinu. Það hefur því verið munur á Fídel og Raul, bróður hans, sem hefur verið praktískari stjórnmálamaður. Fídel hefur ekki haft nein formleg völd, þannig, síðasta áratuginn.“Byggði póltískt líf sitt á viðskiptabanni Bandaríkjanna Sögulegar sættir tókust milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í árslok 2014 þar sem samið var um unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna. Diplómatískur fjandskapur hafði þá ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld og gerði bandaríska leyniþjónustan ítrekaðar tilraunir á seinni hluta síðustu aldar til að ráða Fídel Castro af dögum. „Ég held að þessi opnun, normalisering samskipta – ég leyfi mér að efast um að Fídel hefði nokkurn tíma samið um hana. Hann lifði að stórum hluta pólitískt á banni Bandaríkjamanna. Það gerði honum kleift að afsaka alla hluti – efnahagsleg klúður sem hann átti stóran þátt í sjálfur – með því að vísa í viðskiptabannið. Það var því praktískt. Hann var búinn að slást við þetta heimsveldi í marga áratugi, þannig að ég leyfi mér að efast um að hann hefði gefið nokkurn séns á samningum,“ segir Tómas.Fídel Castro í haust.Vísir/AFPTómas segist jafnframt efast um að Fídel hafi haft miklar áhyggjur af því hvort Kúbanir hefðu í sig og á. „Það var ekki hans áhyggjumál. Hann var að hugsa um eigin valdastöðu og hans pólitísku stöðu í veröldinni. Það gæti flokkast sem einn munur á þeim bræðrum. Raul er þrátt fyrir allt meiri umbótasinni og ég held að honum sé ekki jafn skítsama og Fídel bróður hans hvort að Kúbanir hafi að éta. Þess vegna hafi Raul sýnt ákveðinn umbótavilja. Fídel leit hins vegar á sig sem keisara.“En hvað gerist þegar Raul fellur frá?„Það er hins vegar meiri spurning. Það hafa verið einhverjir fáir í valdabiðröð á eftir þeim bræðrum. Þeir heita ekki allir Castro þó að afkomendur þeirra bræðra séu margir háttsettir í stjórnkerfinu. Ég held að það sé ekki alveg komið norður-kóreskt ástand enn á Kúbu. Auðvitað hefur þessi dauði Fídels einhver áhrif. Þetta gæti styrkt umbótalínuna ef svo má segja. Þessi harðlínuflokkur sem hefur barist gegn öllum breytingum er mjög aldurhniginn. Þetta er að stórum hluta sá hópur sem barðist í byltingunni og eru fæddir á árunum 1925 til 1935. Tíminn er því mikill óvinur þessarar klíku,“ segir Tómas. Áfram megi þó spyrja hvort að breytingar verði á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Kúbu eftir að Donald Trump tekur við embætti forseta. „Þetta er í raun allt saman svolítið upp í loft. Það veit enginn hvað tekur við hjá Bandaríkjamönnum. Við sáum að hann var mikið að smjaðra fyrir Castro-andstæðingum í Flórída dagana fyrir kosningar.“Hvað heldur þú að Jón Jónsson í Havana sé að hugsa núna?„Ég hugsa að það séu blendnar tilfinningar hjá mjög mörgum. Fídel Castro er maðurinn sem að stýrði byltingunni í hálfa öld. Mjög margir studdu Castro í upphafi, þar sem stjórn Batista, sem rekin var frá völdum í byltingunni, var mjög spillt. Margt breyttist til betri vegar til að byrja með. Nefna má menntunarstig almennings auk þess að nokkuð dró kynþáttamisrétti, þó að það sé enn til staðar á Kúbu. Mörgum þótti líka gott að hann beygði sér ekki fyrir Bandaríkjamönnum. Hann lét Kanana hafa það og stóð keikur. Bandaríkjastjórn og bandarískir auðhringir höfðu þá vaðið yfir ríki Suður-Ameríku þannig að þetta snerist um þjóðarstolt. Það hafði enginn Kúbani talað þannig áður við heimsveldið og þetta er kannski stærsta framlag Castro til heimspólitíkurinnar.Raul Castro.Vísir/AFPÁ móti kemur að efnahags- og stjórnkerfið sem komið var á í byltingunni gekk ekki vel þegar leið á valdatíma kommúnista. Efnahagslegur rekstur kúbansks samfélags hefur alltaf verið í rassgati og ekki þjónað almenningi. Tveimur, þremur árum eftir byltingu er líka byrjað að þagga niður í gagnrýnisröddum. Sovétmenn héldu þeim svo uppi næstu áratugi. Þessi óstjórn í efnahagsmálum og lítil framleiðni verður ekki ljós fyrr en Sovétríkin hrynja og þá skapast neyðarástand á Kúbu. Síðar kom svo Venesúela til bjargar með sína miklu olíu, en þegar illa fór fyrir Venesúela stóðu Kúbanir aftur einir. Það verður til þess að þeir samþykkja að fara í viðræður við Bandaríkjamenn. Fídel Castro hjálpaði þannig til að Kúbanir gátu borið höfuðið hátt, en það kostaði bæði málfrelsið og slæman efnahag,“ segir Tómas.
Donald Trump Tengdar fréttir „Viðskiptabannið hefur á allan hátt verið heimskulegt“ Tómas R. Einarsson tónlistarmaður vonast innilega til að hann geti flogið til Kúbu um Bandaríkin innan tveggja ára eftir tíðindi dagsins. 17. desember 2014 22:38 Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
„Viðskiptabannið hefur á allan hátt verið heimskulegt“ Tómas R. Einarsson tónlistarmaður vonast innilega til að hann geti flogið til Kúbu um Bandaríkin innan tveggja ára eftir tíðindi dagsins. 17. desember 2014 22:38
Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34
Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04
Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06