Pálmar ætlar að breyta hugarfari heillar kynslóðar: Kennir strákunum sínum að skjóta eins og stelpur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2016 14:15 Pálmar Ragnarsson að tala við strákana sína. Mynd/Samsett Pálmar Ragnarsson þjálfar yngri flokka KR í körfubolta og hefur einnig haldið fyrirlestra um þjálfun barna sem hafa slegið í gegn. Hann er alltaf að finna leiðir til að breyta hugafari krakkanna og það nýjast var að sýna strákunum að konur eru líka góðar í íþróttum. Pálmi hefur vakið mikla lukku og athygli fyrir nýstárlega leiðir við að undirbúa strákana sína bæði fyrir körfuboltann sem og lífið sjálft. „Getum við með lítilli fyrirhöfn breytt hugarfari heillar kynslóðar? Alið upp heilu árgangana sem líta jöfnum augum á íþróttir kvenna og karla? Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft," segir Pálmar í færslu þar sem hann vill að sem flestir sjái. Um helgina ákvað Pálmar nefnilega að mæta með alla strákana sína á körfuboltaleik hjá meistaraflokki kvenna hjá KR. Áður en hann mætti á leikinn talaði hann við strákana sína og spurði þá meðal annars af hverju stelpur væru svona góðar í körfubolta. Það stóð ekki á svari hjá strákunum sem mættu síðan á leikinn og hjálpuðu KR-stelpunum að vinna topplið Breiðabliks með góðum stuðningi á pöllunum. Perla Jóhannsdóttir, einn leikmanna kvennaliðs KR, mætti á æfingu hjá strákunum og fór yfir nokkur atriði með þeim. Hún sýndi þeim líka hvernig á að spila í stórleikjum því hún endaði með 20 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta í leiknum sem strákarnir mættu á. Pálmar tók upp daginn og setti myndband inn á fésbókina. „Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir,“ skrifar Pálmar við færslu sína. „Ég gerði þetta myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef maður talar um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af," segir Pálmar en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Pálmar Ragnarsson þjálfar yngri flokka KR í körfubolta og hefur einnig haldið fyrirlestra um þjálfun barna sem hafa slegið í gegn. Hann er alltaf að finna leiðir til að breyta hugafari krakkanna og það nýjast var að sýna strákunum að konur eru líka góðar í íþróttum. Pálmi hefur vakið mikla lukku og athygli fyrir nýstárlega leiðir við að undirbúa strákana sína bæði fyrir körfuboltann sem og lífið sjálft. „Getum við með lítilli fyrirhöfn breytt hugarfari heillar kynslóðar? Alið upp heilu árgangana sem líta jöfnum augum á íþróttir kvenna og karla? Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft," segir Pálmar í færslu þar sem hann vill að sem flestir sjái. Um helgina ákvað Pálmar nefnilega að mæta með alla strákana sína á körfuboltaleik hjá meistaraflokki kvenna hjá KR. Áður en hann mætti á leikinn talaði hann við strákana sína og spurði þá meðal annars af hverju stelpur væru svona góðar í körfubolta. Það stóð ekki á svari hjá strákunum sem mættu síðan á leikinn og hjálpuðu KR-stelpunum að vinna topplið Breiðabliks með góðum stuðningi á pöllunum. Perla Jóhannsdóttir, einn leikmanna kvennaliðs KR, mætti á æfingu hjá strákunum og fór yfir nokkur atriði með þeim. Hún sýndi þeim líka hvernig á að spila í stórleikjum því hún endaði með 20 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta í leiknum sem strákarnir mættu á. Pálmar tók upp daginn og setti myndband inn á fésbókina. „Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir,“ skrifar Pálmar við færslu sína. „Ég gerði þetta myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef maður talar um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af," segir Pálmar en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira