Sérfræðingar segja Trump hafa rangt fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2016 08:45 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Sérfræðingar, stjórnmálamenn og embættismenn segja Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa rangt fyrir sér í nýjasta Twitter-uppþoti sínu. Þar hélt Trump því fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum, ef atkvæði „milljóna sem kusu ólöglega“ væru dregin frá. Engar vísbendingar eru hins vegar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton, en þó vann hann á kjörmönnum með miklum meirihluta. Græni flokkurinn vinnur nú að því að láta endurtelja atkvæði þriggja mikilvægra ríkja, Michigan, Pennsylvania og Wisconsin, þar sem Trump vann með tiltölulega litlum mun. Til dæmis vann hann alla 16 kjörmenn Michigan með einungis 10.704 atkvæðum meira en Clinton, en alls voru greidd tæplega 4,8 milljónir atkvæða í ríkinu. Demókratar og Clinton hafa gengið til liðs við Græna flokkinn og hjálpa til við að reyna að fá endurtalninguna í gegn.Trump virðist hafa brugðist reiður við þeim fréttum en í gær sendi hann frá sér nokkur tíst um málið þar sem hann hélt því fram, án nokkurra sannanna, að milljónir hefðu kosið ólöglega og ef að kjörmannakerfið hefði ekki verið til staðar hefði hann samt unnið kosningarnar. Þingmenn úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum segja Trump hafa rangt fyrir sér. Sérfræðingar segja það einnig, en samkvæmt AFP fréttaveitunni, segja þeir einnig að ummæli Trump setji hættulegt fordæmi og dragi mögulega úr trausti fólks á lýðræði. Trump hélt því ítrekað fram fyrir kosningarnar að kerfið væri spillt og að verið væri að svindla á sér. Nú berst hann gegn því að atkvæði verði talin aftur.In addition to winning the Electoral College in a landslide, I won the popular vote if you deduct the millions of people who voted illegally— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 It would have been much easier for me to win the so-called popular vote than the Electoral College in that I would only campaign in 3 or 4--— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 states instead of the 15 states that I visited. I would have won even more easily and convincingly (but smaller states are forgotten)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 Serious voter fraud in Virginia, New Hampshire and California - so why isn't the media reporting on this? Serious bias - big problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 28, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Sérfræðingar, stjórnmálamenn og embættismenn segja Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa rangt fyrir sér í nýjasta Twitter-uppþoti sínu. Þar hélt Trump því fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum, ef atkvæði „milljóna sem kusu ólöglega“ væru dregin frá. Engar vísbendingar eru hins vegar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton, en þó vann hann á kjörmönnum með miklum meirihluta. Græni flokkurinn vinnur nú að því að láta endurtelja atkvæði þriggja mikilvægra ríkja, Michigan, Pennsylvania og Wisconsin, þar sem Trump vann með tiltölulega litlum mun. Til dæmis vann hann alla 16 kjörmenn Michigan með einungis 10.704 atkvæðum meira en Clinton, en alls voru greidd tæplega 4,8 milljónir atkvæða í ríkinu. Demókratar og Clinton hafa gengið til liðs við Græna flokkinn og hjálpa til við að reyna að fá endurtalninguna í gegn.Trump virðist hafa brugðist reiður við þeim fréttum en í gær sendi hann frá sér nokkur tíst um málið þar sem hann hélt því fram, án nokkurra sannanna, að milljónir hefðu kosið ólöglega og ef að kjörmannakerfið hefði ekki verið til staðar hefði hann samt unnið kosningarnar. Þingmenn úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum segja Trump hafa rangt fyrir sér. Sérfræðingar segja það einnig, en samkvæmt AFP fréttaveitunni, segja þeir einnig að ummæli Trump setji hættulegt fordæmi og dragi mögulega úr trausti fólks á lýðræði. Trump hélt því ítrekað fram fyrir kosningarnar að kerfið væri spillt og að verið væri að svindla á sér. Nú berst hann gegn því að atkvæði verði talin aftur.In addition to winning the Electoral College in a landslide, I won the popular vote if you deduct the millions of people who voted illegally— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 It would have been much easier for me to win the so-called popular vote than the Electoral College in that I would only campaign in 3 or 4--— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 states instead of the 15 states that I visited. I would have won even more easily and convincingly (but smaller states are forgotten)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 Serious voter fraud in Virginia, New Hampshire and California - so why isn't the media reporting on this? Serious bias - big problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 28, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira