Trump hótar „afleiðingum“ fyrir fánabrennur Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2016 19:52 Donald Trump tekur utan um bandaríska fánann. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur hótað „afleiðingum“ fyrir þá sem brenna bandaríska fánann. Það gerði hann á Twitter í dag og stingur hann upp á því að fólk sem brenni fánann verði fangelsað eða svipt ríkisborgararétti. Ástæða ummæla Trump liggur ekki fyrir. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði hins vegar árið 1989 að löglegt væri að brenna fánann. Það væri tryggt með fyrstu grein stjórnarskrár landsins, sem fjallar um tjáningarfrelsi. Dómurinn staðfesti fyrri úrskurð sinn svo árið 1990. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur einnig sagt til um að ekki sé hægt að svipta mann af bandarískum ríkisborgararétti, gegn vilja hans.Josh Earnest, talsmaður Barack Obama, ítrekaði niðurstöður Hæstaréttar á blaðamannafundi í dag og sagði þetta tíst frá Trump vera aðeins eitt af mörgu sem forsetinn verðandi hafi sagt sem Obama sé ósammála. Jason Miller, talsmaður Trump sagði í viðtali við CNN í dag að fánabrenna ætti að vera ólögleg. Hann sagði Trump styðja tjáningarfrelsi en það að brenna fána Bandaríkjanna væri ekki sambærilegt. Þá hafa nokkrir þingmenn Repúblikana mótmælt ummælum Trump. Þar á meðal Sean Duffy frá Wisconsins sem sagði mikilvægt að verja þá sem vilja mótmæla.Nobody should be allowed to burn the American flag - if they do, there must be consequences - perhaps loss of citizenship or year in jail!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sérfræðingar segja Trump hafa rangt fyrir sér Engar vísbendingar sé að finna um þess að "milljónir hafi kosið ólöglega“. 29. nóvember 2016 08:45 Vilja að Trump loki gogginum Meirihluti Bandaríkjamanna er á móti því að forsetinn verðandi tjái sig í tístum. 23. nóvember 2016 16:40 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur hótað „afleiðingum“ fyrir þá sem brenna bandaríska fánann. Það gerði hann á Twitter í dag og stingur hann upp á því að fólk sem brenni fánann verði fangelsað eða svipt ríkisborgararétti. Ástæða ummæla Trump liggur ekki fyrir. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði hins vegar árið 1989 að löglegt væri að brenna fánann. Það væri tryggt með fyrstu grein stjórnarskrár landsins, sem fjallar um tjáningarfrelsi. Dómurinn staðfesti fyrri úrskurð sinn svo árið 1990. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur einnig sagt til um að ekki sé hægt að svipta mann af bandarískum ríkisborgararétti, gegn vilja hans.Josh Earnest, talsmaður Barack Obama, ítrekaði niðurstöður Hæstaréttar á blaðamannafundi í dag og sagði þetta tíst frá Trump vera aðeins eitt af mörgu sem forsetinn verðandi hafi sagt sem Obama sé ósammála. Jason Miller, talsmaður Trump sagði í viðtali við CNN í dag að fánabrenna ætti að vera ólögleg. Hann sagði Trump styðja tjáningarfrelsi en það að brenna fána Bandaríkjanna væri ekki sambærilegt. Þá hafa nokkrir þingmenn Repúblikana mótmælt ummælum Trump. Þar á meðal Sean Duffy frá Wisconsins sem sagði mikilvægt að verja þá sem vilja mótmæla.Nobody should be allowed to burn the American flag - if they do, there must be consequences - perhaps loss of citizenship or year in jail!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sérfræðingar segja Trump hafa rangt fyrir sér Engar vísbendingar sé að finna um þess að "milljónir hafi kosið ólöglega“. 29. nóvember 2016 08:45 Vilja að Trump loki gogginum Meirihluti Bandaríkjamanna er á móti því að forsetinn verðandi tjái sig í tístum. 23. nóvember 2016 16:40 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Sérfræðingar segja Trump hafa rangt fyrir sér Engar vísbendingar sé að finna um þess að "milljónir hafi kosið ólöglega“. 29. nóvember 2016 08:45
Vilja að Trump loki gogginum Meirihluti Bandaríkjamanna er á móti því að forsetinn verðandi tjái sig í tístum. 23. nóvember 2016 16:40
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22