Kjararáðsraunir Þórólfur Matthíasson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. Í 10. gr. l.nr. 47/2006 er kveðið á um að ákvörðunum kjararáðs verði ekki skotið til annars stjórnvalds. Verði kjararáði á í messunni er það í höndum ráðsins sjálfs að lagfæra mistök eða láta hjá líða að lagfæra mistök. Tilraunir löggjafans til að taka fram fyrir hendur kjararáðs (eða forvera þess kjaranefndar og Kjaradóms) hafa sumar tekist og aðrar ekki. Ákvæði 10. gr. er líklega tilkomið vegna þess að kjararáð úrskurðar um laun dómara. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru laun þingmanna og ráðherra ákvörðuð af launanefndum sem þingið skipar svipað og gert er á Íslandi. Í Noregi er niðurstaðan lögð fyrir Stórþingið. Í Danmörku er það þingið sjálft sem ákvarðar laun þingmanna og ráðherra með lagasetningu. Í Danmörku hefur Folketinget breytt grunnlaunum með margra ára millibili. Þess á milli hefur þingfararkaup fylgt grunnlaunahækkun á opinbera markaðnum. Sú aðferð gafst ekki vel og í ár var tekin upp sú regla að taka einnig tillit til launaskriðs á opinbera markaðnum. Jafnframt var þingfararkaupið hækkað verulega. Sú hækkun byggir á viðamikilli úttekt nefndar sem Folketinget setti niður árið 2014 og skilaði skýrslu í janúar 2016 (Vederlagskommisjonen). Launanefndirnar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fjalla aðeins um laun ráðherra og þingmanna. Þær fjalla ekki um laun hæstaréttardómara svo dæmi sé nefnt. Regluverkið á Íslandi líkist því regluverkinu í Svíþjóð og Finnlandi þar sem launanefndir löggjafans hafa síðasta orðið. Í Noregi og Danmörku hefur þingið aðkomu að launasetningunni, en byggir ákvarðanir sínar á niðurstöðum fastanefndar (Noregur) eða endurskoðunarnefndar (Danmörk). Í öllum löndunum er vandað vel til vals á nefndarmönnum í þeim nefndum sem fjalla um þingfararkaup. Nefndarmenn eru undantekningarlaust skipaðir af þjóðþingunum. Forsenda virðist vera þekking á starfsemi þings og ríkisstjórnar, auk þekkingar á vinnumarkaði og efnahagsmálum. Þá njóta allar nefndirnar aðstoðar hagstofa viðkomandi landa. Eðlilegt er að hliðsjón sé höfð af aðferðum Norðurlandaþjóðanna við ákvörðun þingfararkaups verði ráðist í frekari breytingar á reglum þar að lútandi hér á landi. Reynsla Dana af því að festa grunnlaun í lög og búa til reiknireglu fyrir leiðréttingu virðist ekki vænleg sem fyrirmynd vegna þess hversu sveiflukenndur íslenskur vinnumarkaður er. Þingið kemst því vart hjá nefndarskipun. Spurningin er hvort nefndin skuli bera niðurstöður sínar undir þingið eða þingnefnd (efnahags- og viðskiptanefnd og/eða fjárlaganefnd). Ef kjararáð ber ákvarðanir um þingfararkaup undir þingið þá er eðlilegt að fela öðrum aðila að fjalla um launakjör dómara. Valkostirnir varðandi ákvörðun þingfararkaups eru því tveir: a)óbreytt ástand (e.t.v. með formlegum kröfum um fagþekkingu Kjararáðsmeðlima); og b)að kjararáð þingmanna ákvarði laun þingmanna og beri ákvarðanir undir þingið og kjararáð dómara ákvarði laun dómara og sé sjálfstætt með sama hætti og kjararáð er nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. Í 10. gr. l.nr. 47/2006 er kveðið á um að ákvörðunum kjararáðs verði ekki skotið til annars stjórnvalds. Verði kjararáði á í messunni er það í höndum ráðsins sjálfs að lagfæra mistök eða láta hjá líða að lagfæra mistök. Tilraunir löggjafans til að taka fram fyrir hendur kjararáðs (eða forvera þess kjaranefndar og Kjaradóms) hafa sumar tekist og aðrar ekki. Ákvæði 10. gr. er líklega tilkomið vegna þess að kjararáð úrskurðar um laun dómara. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru laun þingmanna og ráðherra ákvörðuð af launanefndum sem þingið skipar svipað og gert er á Íslandi. Í Noregi er niðurstaðan lögð fyrir Stórþingið. Í Danmörku er það þingið sjálft sem ákvarðar laun þingmanna og ráðherra með lagasetningu. Í Danmörku hefur Folketinget breytt grunnlaunum með margra ára millibili. Þess á milli hefur þingfararkaup fylgt grunnlaunahækkun á opinbera markaðnum. Sú aðferð gafst ekki vel og í ár var tekin upp sú regla að taka einnig tillit til launaskriðs á opinbera markaðnum. Jafnframt var þingfararkaupið hækkað verulega. Sú hækkun byggir á viðamikilli úttekt nefndar sem Folketinget setti niður árið 2014 og skilaði skýrslu í janúar 2016 (Vederlagskommisjonen). Launanefndirnar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fjalla aðeins um laun ráðherra og þingmanna. Þær fjalla ekki um laun hæstaréttardómara svo dæmi sé nefnt. Regluverkið á Íslandi líkist því regluverkinu í Svíþjóð og Finnlandi þar sem launanefndir löggjafans hafa síðasta orðið. Í Noregi og Danmörku hefur þingið aðkomu að launasetningunni, en byggir ákvarðanir sínar á niðurstöðum fastanefndar (Noregur) eða endurskoðunarnefndar (Danmörk). Í öllum löndunum er vandað vel til vals á nefndarmönnum í þeim nefndum sem fjalla um þingfararkaup. Nefndarmenn eru undantekningarlaust skipaðir af þjóðþingunum. Forsenda virðist vera þekking á starfsemi þings og ríkisstjórnar, auk þekkingar á vinnumarkaði og efnahagsmálum. Þá njóta allar nefndirnar aðstoðar hagstofa viðkomandi landa. Eðlilegt er að hliðsjón sé höfð af aðferðum Norðurlandaþjóðanna við ákvörðun þingfararkaups verði ráðist í frekari breytingar á reglum þar að lútandi hér á landi. Reynsla Dana af því að festa grunnlaun í lög og búa til reiknireglu fyrir leiðréttingu virðist ekki vænleg sem fyrirmynd vegna þess hversu sveiflukenndur íslenskur vinnumarkaður er. Þingið kemst því vart hjá nefndarskipun. Spurningin er hvort nefndin skuli bera niðurstöður sínar undir þingið eða þingnefnd (efnahags- og viðskiptanefnd og/eða fjárlaganefnd). Ef kjararáð ber ákvarðanir um þingfararkaup undir þingið þá er eðlilegt að fela öðrum aðila að fjalla um launakjör dómara. Valkostirnir varðandi ákvörðun þingfararkaups eru því tveir: a)óbreytt ástand (e.t.v. með formlegum kröfum um fagþekkingu Kjararáðsmeðlima); og b)að kjararáð þingmanna ákvarði laun þingmanna og beri ákvarðanir undir þingið og kjararáð dómara ákvarði laun dómara og sé sjálfstætt með sama hætti og kjararáð er nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar