Byltingin étur börnin sín Sverrir Björnsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Margir leita nú orsakanna á fylgishruni Samfylkingarinnar og reyndar vinstri vængsins í íslenskri pólitík. Félagshyggjufólk er hálf spælt yfir kosningaúrslitunum og ekki nema von að lokinni dauflegri kosningabaráttu sem skilaði Samfylkingunni aðeins 5,8% og vinstri flokkunum tveimur minnsta samanlagða fylgi í síðustu 27 alþingiskosningum. Ástæður fylgishrunsins eru eflaust margþættar og einn þáttur þess er innleiðing Samfylkingarinnar á hugtakinu samræðupólitík í íslensk stjórnmál. Samræðupólitík hefur átt mikilli velgengni að fagna á miðju stjórnmálanna og tveir flokkar, Björt framtíð og Píratar með 21,6% fylgi, byggja tilveru sína á því að þeir ástundi samræðupólitík. Jafnvel mætti telja Viðreisn með sín 10,4% í þessum hópi sem fyrsta stjórnmálaaflið á hægri vængnum sem gerir út á samræðustjórnmál. Miðjuflokkarnir uppskera vel enda smellpassar hugtakið við þá sem telja að pólitík sé ekki hagsmunabarátta og að hægri og vinstri séu úrelt hugtök. Framsókn hefur í gegnum tíðina staðsett sig á miðjunni og verið til í spjall í báðar áttir en hún hefur aldrei látið það þvælast fyrir hagsmunagæsluhlutverki sínu, hagsmunum landbúnaðar, landsbyggðar og fjármálaaflanna að baki flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei tekið upp hugtakið samræðustjórnmál, hann einfaldlega keyrir á sinni stefnu, ver hagsmuni baklandsins síns, fjármagnsaflanna. Innleiðing samræðustjórnmála á vinstri vængnum hefur á margan hátt verið misheppnuð, deigt vopnin og leitt til ófarsælla og á stundum dýrkeyptra ákvarðana. Vandi vinstri flokkanna er að samræðustjórnmál virka ekki mjög vel fyrir þá sem berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, í þeirra tilfelli hagsmunum þeirra sem verr eru settir í samfélaginu.Bautasteinar samræðustjórnmála á vinstri vængnum Hugtakið samræðustjórnmál kemst á kreik innan Samfylkingarinnar þegar hún er leidd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Merking hugtaksins er ekki höggvin í stein en liggur nálægt því að farsælt sé að leggja af harða átakapólitík og leita betri niðurstaðna með uppbyggjandi samræðu og skoðanaskiptum. Hljómar bara ljómandi vel. Samræðustjórnmál eru í anda Blair-ismans sem ríkti á þessum árum og var mjúk útgáfa vinstri stefnu með áherslu á betra samstarf yfir til hægri við fjármálaöfl og atvinnulíf. Undirliggjandi var þankagangur sem var ríkjandi í uppganginum í aðdraganda hrunsins að markaðslögmálin myndu sjá vel fyrir öllum málum og við værum á leið inn í tíma þar sem hægri og vinstri væru jafnvel úrelt hugtök í pólitík. Hér heima var áhugi á samræðustjórnmálum að einhverju leyti andsvar við átökum vinstri flokkanna á liðinni öld sem börðust oft harðar hver við annan en andstæðinga sína. Tími til kominn að því linnti. Fljótlega fór hugtakið að standa fyrir mýkt í orðræðu og útréttri hönd til allra, samherja, miðjufólks og andstæðinga, rétt eins og hjá dýrunum í Hálsaskógi þar sem „Öll dýrin eiga að vera vinir.“ Fínt mottó alveg þangað til lambið og úlfurinn fara að ræða hvað á að vera í kvöldmatinn. 2007 fer Samfylkingin í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Allir og þar á meðal Ingibjörg Sólrún segja í dag að það hafi verið mistök. Björn Bjarnason var spurður um daginn hvers vegna Samfylkingin hefði verið til í þetta á sínum tíma og svaraði því til að þá hefðu samræðustjórnmál verið í tísku. (Það mátti heyra á honum glottið yfir útvarpið.) Vegferð þessarar ríkistjórnar einkenndist af andvaraleysi og getuleysi og varð hún bráðkvödd í hruninu. Eftir hrun voru aðstæður með þeim hætti að hart var tekist á og ekkert pláss fyrir mjúk blæbrigði í umræðunni, Þá leiddu tveir gamlir jaxlar, sem vita ekki hvað samræðustjórnmál eru, Jóhanna og Steingrímur, vinstri flokkana til síns stærsta kosningasigurs. Ærin voru verkefni vinstristjórnarinnar við rústabjörgun og þar að auki mikið kapp í fólki að gera loksins þær breytingar sem hugur vinstri manna hafði lengi staðið til. Á endanum kom í ljós að ríkistjórnin gerði margt vel en hafði færst of mikið í fang á fordæmalaust erfiðum tímum og var liðið allt þjakað af stríðsþeytu þegar skipt var um foringja í báðum flokkum rétt fyrir kosningar 2013. Við forustu tók yngra fólk sem hafði ekki áhuga á umræðuhefð gömlu stríðsjálkanna en hafði meiri trú á samræðustjórnmálum til að byggja brýr á milli hópa. Sem dæmi um viljann til opinnar og heiðarlegrar umræðu má segja litla sögu sem kom fram í viðtali við Katrínarnar tvær á Hringbraut í fyrra. Í aðdraganda kosninganna 2013 kom í ljós að það voru að myndast möguleikar á stórum kröfum á hendur kröfuhöfum, í anda góðrar samræðu var hóað í forustumenn stjórnarandstöðunnar til að þeir hefðu líka þessar mikilvægu upplýsingar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fljótur til og skömmu eftir fundinn var hann mættur í fjölmiðla veifandi 300 milljarða tékka frá kröfuhöfum sem hann hafði fundið einn og óstuddur. Refskák hans gekk upp en furðulegt hve lítið hefur verið gert til að leiðrétta meint einkaleyfi hans á málinu.Svarti Pétur Rétt fyrir þinglok 2013 sat stjórnarskrármálið pikkfast í þinginu vegna langvarandi málþófs Sjálfstæðis og Framsóknarflokks. Árni Páll, þá nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, fór þá í að byggja brú á milli flokka og kjörtímabila og fékk Vinstri græna með sér. Í stað þess að láta málið stranda á endalausu málþófi sjálfstæðis- og framsóknarmanna og láta þá sitja uppi með Svarta Pétur þegar kæmi að kosningum. Afleiðingar þessarar „sáttaleiðar“ í anda samræðustjórnmála var að vinstra fólk tvístraðist sem aldrei fyrr og formaður Samfylkingarinnar var rúinn trausti sem aldrei kom aftur. Þá tók við kostuleg kosningabarátta og kannski best að lýsa henni með orðum sem skrifuð voru skömmu eftir kosningabaráttuna 2013: „Samræðupólitíkin reyndist vinstrafólki ljómandi vel í síðustu kosningum, þau voru á afslöppuðu spjallinu alla kosningabaráttuna, vörðu ekki verk sín og lofuðu engu. Pólitískir andstæðingar þeirra mættu á hinn bóginn grjótharðir og létu keyrið ganga á bakinu á þeim. Kannski hafa hægri menn misskilið hugtakið samræðustjórnmál og halda að ófyrirleitið málþóf og barátta fyrir hagsmunum síns pólitíska baklands séu samræðustjórnmál. Líklegra er þó að þeir hafi einfaldlega hlegið alla leið að völdunum í landinu.“ Um vorið tekur við ein harðasta hægri stjórn sem verið hefur í landinu sem merkja má af því að öll hennar stærstu mál komu þeim betur stæðu betur en hinum sem minna hafa; Lækkun veiðigjalda, brotthvarf auðlegðarskatts, skuldaleiðréttingin, matarskattshækkunin, aðgerðir til hjálpar íbúðareigendum, einkavæðing og námslánafrumvarpið feiga. Allt umdeild mál en keyrð í gegn í krafti sterks meirihluta, sum án nokkurrar samræðu við þingið með því að stinga þeim inn í fjárlögin. Sannarlega engin samræðustjórnmál á dagskrá þar. Loks hrökklaðist stjórnin frá völdum vegna heimsfrægðar sinnar í spillingu. En stjórnarandstaðan hrósaði sér af því að hafa verið prúðasta stjórnarandstaða ever!Litlaus kosningabarátta Kosningabaráttan hófst og var mikill hugur í vinstra fólki, nú verða spillikettirnir aldeilis teknir í bakaríið. Ónei, í anda samræðustjórnmálanna fara báðir vinstri flokkarnir í silkimjúka kosningabaráttu. Annar undir merkinu: Kjósum heilbrigðara samfélag. Og hinn undir merkinu: Hverjum treystir þú? Fólk varð dálítið áttavillt; Voru alþingiskosningar eða forsetakosningar? Jæja, þetta kemur ábyggilega í umræðuþáttunum hugsuðu margir. Úpps, þá var eins og baráttutaktíkin hefði verið sótt í lagið: „Við ætlum að vera svo ósköp sæt og góð, svo allir geti haft það gott hjá vorri þjóð.“ Ríkistjórnin var ekki tekin á beinið fyrir spillingu, frændhygli og skefjalaust auðmannadekur. Hugmyndir um hvernig samfélag flokkarnir sæju fyrir sér komu ekki fram, aðeins áhugi á meiri pening í innviðina, engin sérstaða í því, allir flokkar voru með það á sinni stefnuskrá. Kannski valda trosnuð tengsl við sögulegt bakland vinstriflokkana, baráttu launþega, því að flokkarnir virka á stundum eins og þeir séu án meginstefnu, dálítið eins og áhugafélög um allt sem aflaga fer í heiminum. Pólitík er vissulega margþátta og mörg ólík mál sem þarf að díla við, en kjósendur eiga erfitt með að átta sig þegar þeim er boðið upp á bland í poka. Þetta er ekki séríslensk pæling og umræða um hver sé kjarni og hlutverk vinstri flokka á nýrri öld uppi víða um heim. Í kraftmiklu viðtali við Mikael Torfason á Harmageddon þann 31. okt. kemur vel fram hvernig vinstra fólki leið við að horfa upp á vettlingatökin sem ríkistjórnarflokkarnir voru teknir í kosningabaráttunni. Eftir síðasta sjónvarpsfundinn leit fólk hvert á annað og spurði, er þetta allt og sumt? Í þeirri útsendingu kom einmitt fram hversu ólíkan bolta Sjálfstæðisflokkur og Framsókn spila miðað við flokkana sem höfðu hist tvisvar fyrir kosningar til að sjá hvernig landið lægi. Þriðjungur af lokaþættinum fór í árásir hægri flokkanna á hina fyrir að hafa ekki skilað drögum að stjórnarsáttmála út af þessum tveimur stuttu spjallfundum og það þó hægri flokkarnir væru með endalaust af hneykslismálum á bakinu. Þeir gripu gamla keyrið og létu það ganga á samtalsflokkunum út af smámáli. Stemmingin var eins og hægri flokkarnar væru að spila mikilvægan úrslitaleikleik en vinstri flokkarnir væru að spila vináttulandsleik. Hægri flokkar vita nefnilega upp á hár hvaða hagsmunum þeir berjast fyrir og gera það af miklum krafti. Æ, æ, æ, það var sárt að horfa á þetta og árangurinn eftir því sársaukafullur, aðeins 21,6% atkvæða til vinstri flokkanna. Árangri VG í kosningunum var fagnað, en eru 15,8% góður árangur þegar helsti sögulegi keppinautur flokksins um atkvæði er við það að hverfa, 40% landsmanna vilja formann flokksins sem forsætisráðherra og ein hægrisinnaðasta og óvinsælasta stjórn landsins var að hrökklast frá völdum vegna spillingar? Það er rétt að nefna tvö ljós í þokunni, framlag Ragnars Kjartanssonar og Forskot fyrir ungt fólk á fasteignamarkaði sem var ein af fjórum nýjum lausnum sem komu fram í kosningabaráttunni, en voru því miður ekki keyrð áfram af neinum krafti. Það má tína til ýmsa fleiri punkta sem voru alveg ágætir en það skorti skarpar meginlínur til að skapa sérstöðu sem skildi vinstri flokkana frá spjallbandalaginu á miðjunni. Það er vissulega auðveldara um að tala en í að vera en árangurinn varð ekki nægilegur til að skapa þau tækifæri í stjórnarmyndun sem verið höfðu í spilunum. Það voru vonbrigði því margt gott fólk lagði mikið á sig og á sannarlega þakkir skildar frá okkur sem fylgjumst með í fjarska.Tapað tækifæri Af því við erum ekki Sigmundur Davíð vitum við ekki hvernig kosningarnar hefðu farið ef baráttan hefði verið beittari. Kannski meira fylgi, kannski minna en kosningabarátta er ekki aðeins slagur um atkvæði og þingsæti. Kosningabarátta er tækifæri til að koma pólitískum hugmyndum í umræðuna, út til fólks sem er að hlusta af vakandi athygli. Bernie Sanders vann ekki framboðslag sinn en skörp orðræða hans og framsæknar hugmyndir lifa áfram og munu hafa áhrif langt inn í framtíðina. Jæja, það er ágætt að enda þessar hugleiðingar á mjúkum nótum því samræðupólitík er mikilvæg og til farsældar þar sem hún á við. Hún er líklega besta vinnulagið á Alþingi og hófstillt pólitísk samræða verður líklega aldrei mikilvægari en á næstu árum þegar fjöldi flokka verður á þingi. (Þó líklegt sé að 36 þingmanna hægri stjórn verði við völd næstu fjögur ár.) Viljinn til góðs samstarfs má ekki byrgja flokkum sýn á kjarnann í baráttunni og verða til þess að slagurinn við andstæðinga félagshyggjunnar verði bitlaus. Vonandi finna vinstri flokkarnir sinn fókus og leggja af mjúka taktík samræðupólitíkur í hörðum slag. Það eru mikilvægir hagsmunir í húfi fyrir skjólstæðinga þeirra; alþýðufólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Margir leita nú orsakanna á fylgishruni Samfylkingarinnar og reyndar vinstri vængsins í íslenskri pólitík. Félagshyggjufólk er hálf spælt yfir kosningaúrslitunum og ekki nema von að lokinni dauflegri kosningabaráttu sem skilaði Samfylkingunni aðeins 5,8% og vinstri flokkunum tveimur minnsta samanlagða fylgi í síðustu 27 alþingiskosningum. Ástæður fylgishrunsins eru eflaust margþættar og einn þáttur þess er innleiðing Samfylkingarinnar á hugtakinu samræðupólitík í íslensk stjórnmál. Samræðupólitík hefur átt mikilli velgengni að fagna á miðju stjórnmálanna og tveir flokkar, Björt framtíð og Píratar með 21,6% fylgi, byggja tilveru sína á því að þeir ástundi samræðupólitík. Jafnvel mætti telja Viðreisn með sín 10,4% í þessum hópi sem fyrsta stjórnmálaaflið á hægri vængnum sem gerir út á samræðustjórnmál. Miðjuflokkarnir uppskera vel enda smellpassar hugtakið við þá sem telja að pólitík sé ekki hagsmunabarátta og að hægri og vinstri séu úrelt hugtök. Framsókn hefur í gegnum tíðina staðsett sig á miðjunni og verið til í spjall í báðar áttir en hún hefur aldrei látið það þvælast fyrir hagsmunagæsluhlutverki sínu, hagsmunum landbúnaðar, landsbyggðar og fjármálaaflanna að baki flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei tekið upp hugtakið samræðustjórnmál, hann einfaldlega keyrir á sinni stefnu, ver hagsmuni baklandsins síns, fjármagnsaflanna. Innleiðing samræðustjórnmála á vinstri vængnum hefur á margan hátt verið misheppnuð, deigt vopnin og leitt til ófarsælla og á stundum dýrkeyptra ákvarðana. Vandi vinstri flokkanna er að samræðustjórnmál virka ekki mjög vel fyrir þá sem berjast fyrir ákveðnum hagsmunum, í þeirra tilfelli hagsmunum þeirra sem verr eru settir í samfélaginu.Bautasteinar samræðustjórnmála á vinstri vængnum Hugtakið samræðustjórnmál kemst á kreik innan Samfylkingarinnar þegar hún er leidd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Merking hugtaksins er ekki höggvin í stein en liggur nálægt því að farsælt sé að leggja af harða átakapólitík og leita betri niðurstaðna með uppbyggjandi samræðu og skoðanaskiptum. Hljómar bara ljómandi vel. Samræðustjórnmál eru í anda Blair-ismans sem ríkti á þessum árum og var mjúk útgáfa vinstri stefnu með áherslu á betra samstarf yfir til hægri við fjármálaöfl og atvinnulíf. Undirliggjandi var þankagangur sem var ríkjandi í uppganginum í aðdraganda hrunsins að markaðslögmálin myndu sjá vel fyrir öllum málum og við værum á leið inn í tíma þar sem hægri og vinstri væru jafnvel úrelt hugtök í pólitík. Hér heima var áhugi á samræðustjórnmálum að einhverju leyti andsvar við átökum vinstri flokkanna á liðinni öld sem börðust oft harðar hver við annan en andstæðinga sína. Tími til kominn að því linnti. Fljótlega fór hugtakið að standa fyrir mýkt í orðræðu og útréttri hönd til allra, samherja, miðjufólks og andstæðinga, rétt eins og hjá dýrunum í Hálsaskógi þar sem „Öll dýrin eiga að vera vinir.“ Fínt mottó alveg þangað til lambið og úlfurinn fara að ræða hvað á að vera í kvöldmatinn. 2007 fer Samfylkingin í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Allir og þar á meðal Ingibjörg Sólrún segja í dag að það hafi verið mistök. Björn Bjarnason var spurður um daginn hvers vegna Samfylkingin hefði verið til í þetta á sínum tíma og svaraði því til að þá hefðu samræðustjórnmál verið í tísku. (Það mátti heyra á honum glottið yfir útvarpið.) Vegferð þessarar ríkistjórnar einkenndist af andvaraleysi og getuleysi og varð hún bráðkvödd í hruninu. Eftir hrun voru aðstæður með þeim hætti að hart var tekist á og ekkert pláss fyrir mjúk blæbrigði í umræðunni, Þá leiddu tveir gamlir jaxlar, sem vita ekki hvað samræðustjórnmál eru, Jóhanna og Steingrímur, vinstri flokkana til síns stærsta kosningasigurs. Ærin voru verkefni vinstristjórnarinnar við rústabjörgun og þar að auki mikið kapp í fólki að gera loksins þær breytingar sem hugur vinstri manna hafði lengi staðið til. Á endanum kom í ljós að ríkistjórnin gerði margt vel en hafði færst of mikið í fang á fordæmalaust erfiðum tímum og var liðið allt þjakað af stríðsþeytu þegar skipt var um foringja í báðum flokkum rétt fyrir kosningar 2013. Við forustu tók yngra fólk sem hafði ekki áhuga á umræðuhefð gömlu stríðsjálkanna en hafði meiri trú á samræðustjórnmálum til að byggja brýr á milli hópa. Sem dæmi um viljann til opinnar og heiðarlegrar umræðu má segja litla sögu sem kom fram í viðtali við Katrínarnar tvær á Hringbraut í fyrra. Í aðdraganda kosninganna 2013 kom í ljós að það voru að myndast möguleikar á stórum kröfum á hendur kröfuhöfum, í anda góðrar samræðu var hóað í forustumenn stjórnarandstöðunnar til að þeir hefðu líka þessar mikilvægu upplýsingar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fljótur til og skömmu eftir fundinn var hann mættur í fjölmiðla veifandi 300 milljarða tékka frá kröfuhöfum sem hann hafði fundið einn og óstuddur. Refskák hans gekk upp en furðulegt hve lítið hefur verið gert til að leiðrétta meint einkaleyfi hans á málinu.Svarti Pétur Rétt fyrir þinglok 2013 sat stjórnarskrármálið pikkfast í þinginu vegna langvarandi málþófs Sjálfstæðis og Framsóknarflokks. Árni Páll, þá nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, fór þá í að byggja brú á milli flokka og kjörtímabila og fékk Vinstri græna með sér. Í stað þess að láta málið stranda á endalausu málþófi sjálfstæðis- og framsóknarmanna og láta þá sitja uppi með Svarta Pétur þegar kæmi að kosningum. Afleiðingar þessarar „sáttaleiðar“ í anda samræðustjórnmála var að vinstra fólk tvístraðist sem aldrei fyrr og formaður Samfylkingarinnar var rúinn trausti sem aldrei kom aftur. Þá tók við kostuleg kosningabarátta og kannski best að lýsa henni með orðum sem skrifuð voru skömmu eftir kosningabaráttuna 2013: „Samræðupólitíkin reyndist vinstrafólki ljómandi vel í síðustu kosningum, þau voru á afslöppuðu spjallinu alla kosningabaráttuna, vörðu ekki verk sín og lofuðu engu. Pólitískir andstæðingar þeirra mættu á hinn bóginn grjótharðir og létu keyrið ganga á bakinu á þeim. Kannski hafa hægri menn misskilið hugtakið samræðustjórnmál og halda að ófyrirleitið málþóf og barátta fyrir hagsmunum síns pólitíska baklands séu samræðustjórnmál. Líklegra er þó að þeir hafi einfaldlega hlegið alla leið að völdunum í landinu.“ Um vorið tekur við ein harðasta hægri stjórn sem verið hefur í landinu sem merkja má af því að öll hennar stærstu mál komu þeim betur stæðu betur en hinum sem minna hafa; Lækkun veiðigjalda, brotthvarf auðlegðarskatts, skuldaleiðréttingin, matarskattshækkunin, aðgerðir til hjálpar íbúðareigendum, einkavæðing og námslánafrumvarpið feiga. Allt umdeild mál en keyrð í gegn í krafti sterks meirihluta, sum án nokkurrar samræðu við þingið með því að stinga þeim inn í fjárlögin. Sannarlega engin samræðustjórnmál á dagskrá þar. Loks hrökklaðist stjórnin frá völdum vegna heimsfrægðar sinnar í spillingu. En stjórnarandstaðan hrósaði sér af því að hafa verið prúðasta stjórnarandstaða ever!Litlaus kosningabarátta Kosningabaráttan hófst og var mikill hugur í vinstra fólki, nú verða spillikettirnir aldeilis teknir í bakaríið. Ónei, í anda samræðustjórnmálanna fara báðir vinstri flokkarnir í silkimjúka kosningabaráttu. Annar undir merkinu: Kjósum heilbrigðara samfélag. Og hinn undir merkinu: Hverjum treystir þú? Fólk varð dálítið áttavillt; Voru alþingiskosningar eða forsetakosningar? Jæja, þetta kemur ábyggilega í umræðuþáttunum hugsuðu margir. Úpps, þá var eins og baráttutaktíkin hefði verið sótt í lagið: „Við ætlum að vera svo ósköp sæt og góð, svo allir geti haft það gott hjá vorri þjóð.“ Ríkistjórnin var ekki tekin á beinið fyrir spillingu, frændhygli og skefjalaust auðmannadekur. Hugmyndir um hvernig samfélag flokkarnir sæju fyrir sér komu ekki fram, aðeins áhugi á meiri pening í innviðina, engin sérstaða í því, allir flokkar voru með það á sinni stefnuskrá. Kannski valda trosnuð tengsl við sögulegt bakland vinstriflokkana, baráttu launþega, því að flokkarnir virka á stundum eins og þeir séu án meginstefnu, dálítið eins og áhugafélög um allt sem aflaga fer í heiminum. Pólitík er vissulega margþátta og mörg ólík mál sem þarf að díla við, en kjósendur eiga erfitt með að átta sig þegar þeim er boðið upp á bland í poka. Þetta er ekki séríslensk pæling og umræða um hver sé kjarni og hlutverk vinstri flokka á nýrri öld uppi víða um heim. Í kraftmiklu viðtali við Mikael Torfason á Harmageddon þann 31. okt. kemur vel fram hvernig vinstra fólki leið við að horfa upp á vettlingatökin sem ríkistjórnarflokkarnir voru teknir í kosningabaráttunni. Eftir síðasta sjónvarpsfundinn leit fólk hvert á annað og spurði, er þetta allt og sumt? Í þeirri útsendingu kom einmitt fram hversu ólíkan bolta Sjálfstæðisflokkur og Framsókn spila miðað við flokkana sem höfðu hist tvisvar fyrir kosningar til að sjá hvernig landið lægi. Þriðjungur af lokaþættinum fór í árásir hægri flokkanna á hina fyrir að hafa ekki skilað drögum að stjórnarsáttmála út af þessum tveimur stuttu spjallfundum og það þó hægri flokkarnir væru með endalaust af hneykslismálum á bakinu. Þeir gripu gamla keyrið og létu það ganga á samtalsflokkunum út af smámáli. Stemmingin var eins og hægri flokkarnar væru að spila mikilvægan úrslitaleikleik en vinstri flokkarnir væru að spila vináttulandsleik. Hægri flokkar vita nefnilega upp á hár hvaða hagsmunum þeir berjast fyrir og gera það af miklum krafti. Æ, æ, æ, það var sárt að horfa á þetta og árangurinn eftir því sársaukafullur, aðeins 21,6% atkvæða til vinstri flokkanna. Árangri VG í kosningunum var fagnað, en eru 15,8% góður árangur þegar helsti sögulegi keppinautur flokksins um atkvæði er við það að hverfa, 40% landsmanna vilja formann flokksins sem forsætisráðherra og ein hægrisinnaðasta og óvinsælasta stjórn landsins var að hrökklast frá völdum vegna spillingar? Það er rétt að nefna tvö ljós í þokunni, framlag Ragnars Kjartanssonar og Forskot fyrir ungt fólk á fasteignamarkaði sem var ein af fjórum nýjum lausnum sem komu fram í kosningabaráttunni, en voru því miður ekki keyrð áfram af neinum krafti. Það má tína til ýmsa fleiri punkta sem voru alveg ágætir en það skorti skarpar meginlínur til að skapa sérstöðu sem skildi vinstri flokkana frá spjallbandalaginu á miðjunni. Það er vissulega auðveldara um að tala en í að vera en árangurinn varð ekki nægilegur til að skapa þau tækifæri í stjórnarmyndun sem verið höfðu í spilunum. Það voru vonbrigði því margt gott fólk lagði mikið á sig og á sannarlega þakkir skildar frá okkur sem fylgjumst með í fjarska.Tapað tækifæri Af því við erum ekki Sigmundur Davíð vitum við ekki hvernig kosningarnar hefðu farið ef baráttan hefði verið beittari. Kannski meira fylgi, kannski minna en kosningabarátta er ekki aðeins slagur um atkvæði og þingsæti. Kosningabarátta er tækifæri til að koma pólitískum hugmyndum í umræðuna, út til fólks sem er að hlusta af vakandi athygli. Bernie Sanders vann ekki framboðslag sinn en skörp orðræða hans og framsæknar hugmyndir lifa áfram og munu hafa áhrif langt inn í framtíðina. Jæja, það er ágætt að enda þessar hugleiðingar á mjúkum nótum því samræðupólitík er mikilvæg og til farsældar þar sem hún á við. Hún er líklega besta vinnulagið á Alþingi og hófstillt pólitísk samræða verður líklega aldrei mikilvægari en á næstu árum þegar fjöldi flokka verður á þingi. (Þó líklegt sé að 36 þingmanna hægri stjórn verði við völd næstu fjögur ár.) Viljinn til góðs samstarfs má ekki byrgja flokkum sýn á kjarnann í baráttunni og verða til þess að slagurinn við andstæðinga félagshyggjunnar verði bitlaus. Vonandi finna vinstri flokkarnir sinn fókus og leggja af mjúka taktík samræðupólitíkur í hörðum slag. Það eru mikilvægir hagsmunir í húfi fyrir skjólstæðinga þeirra; alþýðufólk.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar