Obama og Trump funduðu í einn og hálfan tíma: „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 18:05 Trump og Obama takast í hendur eftir fund þeirra í dag. vísir/getty Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. Fundurinn varði í um einn og hálfan tíma en Trump sagði að upphaflega hefðu þeir ekki gert ráð fyrir að funda í meira en korter. Þeir hefðu hins vegar haft nóg að ræða. Obama sagði við fjölmiðlamenn eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt utanríkismál og innanríkismál. Hann sagði það forgangsatriði að það gengi vel að skipta um forseta svo að Trump gæti orðið farsæll í embætti. „Ef hann verður farsæll þá mun landið njóta farsældar,“ sagði Obama. Þá sagði forsetinn jafnframt að það væri hvetjandi að heyra að Trump væri tilbúinn til að vinna með teymi Obama að ýmsum þeirra mála sem Bandaríkin standa frammi fyrir. „Það er mikilvægt fyrir öll okkar að koma núna saman og vinna saman,“ sagði Obama og bætti við að á meðan þeir Trump ræddust við hafi eiginkonur þeirra, þær Michelle og Melania, rætt saman. „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin,“ sagði Obama. Trump tók síðan til máls og sagði að þetta væri í allra fyrsta sinn sem þeir Obama hittust. Hann sagði að þeir hefðu getað rætt saman mun lengur en þennan eina og hálfa tíma sem fundur þeirra varði. Þá kvaðst hann hlakka til að ræða við Obama í framtíðinni en sagði að sumt af því sem þeir ræddu í hefði verið gott og annað erfitt. „Herra forseti, það var mikill heiður að vera með þér í dag,“ sagði Trump. Fram kemur á vef Wall Street Journal að Obama-hjónin hafi hætt við myndatöku með Trump-hjónunum sem taka átti af þeim við suðurinngang Hvíta hússins eftir fundinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. Fundurinn varði í um einn og hálfan tíma en Trump sagði að upphaflega hefðu þeir ekki gert ráð fyrir að funda í meira en korter. Þeir hefðu hins vegar haft nóg að ræða. Obama sagði við fjölmiðlamenn eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt utanríkismál og innanríkismál. Hann sagði það forgangsatriði að það gengi vel að skipta um forseta svo að Trump gæti orðið farsæll í embætti. „Ef hann verður farsæll þá mun landið njóta farsældar,“ sagði Obama. Þá sagði forsetinn jafnframt að það væri hvetjandi að heyra að Trump væri tilbúinn til að vinna með teymi Obama að ýmsum þeirra mála sem Bandaríkin standa frammi fyrir. „Það er mikilvægt fyrir öll okkar að koma núna saman og vinna saman,“ sagði Obama og bætti við að á meðan þeir Trump ræddust við hafi eiginkonur þeirra, þær Michelle og Melania, rætt saman. „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin,“ sagði Obama. Trump tók síðan til máls og sagði að þetta væri í allra fyrsta sinn sem þeir Obama hittust. Hann sagði að þeir hefðu getað rætt saman mun lengur en þennan eina og hálfa tíma sem fundur þeirra varði. Þá kvaðst hann hlakka til að ræða við Obama í framtíðinni en sagði að sumt af því sem þeir ræddu í hefði verið gott og annað erfitt. „Herra forseti, það var mikill heiður að vera með þér í dag,“ sagði Trump. Fram kemur á vef Wall Street Journal að Obama-hjónin hafi hætt við myndatöku með Trump-hjónunum sem taka átti af þeim við suðurinngang Hvíta hússins eftir fundinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15
Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00