Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb. skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Luka Modric er frægasti fótboltamaður Króata en þessi fyrrum leikmaður Tottenham spilar nú með Real Madrid. Vísir/Getty Íslenska landsliðið lendir í Zagreb í dag eftir góðan undirbúning í Parma en á meðan hefur króatíska landsliðið æft af krafti á Maksimir-vellinum. Það hefur mest verið talað um hvort lykilleikmaður liðsins, Luka Modric, geti spilað. „Hann mun líklega verða í byrjunarliðinu. Hann náði að spila með Real Madrid um síðustu helgi og ætti því að vera tilbúinn,“ segir Mihovil Topic, blaðamaður hjá Telegram í Zagreb, en hann fylgist vel með króatíska liðinu. „Hann er í allt öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn. Hann er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Króatíu. Hann er klókur, fljótur og maðurinn sem stýrir spili liðsins. Liðið er 30-40 prósent veikara án hans.“ Fjölmiðlar hafa talað af virðingu um íslenska liðið í aðdraganda leiksins og enginn hér í Zagreb gerir ráð fyrir auðveldum sigri króatíska liðsins. „Við búumst við mjög erfiðum leik því það sáu allir hvernig Ísland stóð sig á EM. Andrúmsloftið á leiknum verður auðvitað ekki eins öflugt og venjulega því það verða engir áhorfendur á leiknum,“ segir Topic en Króatar eru í heimaleikjabanni og því verður leikið fyrir luktum dyrum. Telur blaðamaðurinn að það muni hafa mikil áhrif á króatíska liðið? „Það mun klárlega hafa einhver áhrif en það er erfitt að segja hversu mikil áhrif. Það telur enginn í króatíska liðinu að þeir geti labbað yfir Íslendinga. Væntingarnar eru aftur á móti miklar hér. Á EM töpuðum við fyrir Portúgal en allir í Króatíu eru á því að við hefðum átt að vinna EM. Kröfurnar sem eru gerðar til liðsins eru að vinna Ísland og vinna riðilinn sem er þó mjög sterkur.“ Það er ekki búist við því að áhorfendur muni fjölmenna fyrir utan völlinn og reyna að búa til einhver læti sem síðan skila sér í takmörkuðu magni inn á völlinn. „Fólk verður heima fyrir framan sjónvarpið. Þó svo það væri leyfilegt að hafa áhorfendur þá væri líklega ekki uppselt. Það er sjaldan uppselt og stemningin mætti oft vera betri. Það selst ekki einu sinni upp á leiki gegn bestu þjóðum heims. Ástandið á fótboltanum í landinu er ekki gott út af reiði í garð knattspyrnusambandsins. Það hefur skilað sér í því að miklu færra fólk fer á völlinn núna en áður. Sérstaklega í deildinni. Það er öllum sama um hana.“ Topic bendir á að lykilleikmenn liðsins séu vanir að leika undir pressu og hefur engar áhyggjur af því að pressan muni hafa áhrif á leikmenn. „Það á ekki að vera neitt stress en það kannski kemur ef liðið tapar fyrir Íslandi. Annars er liðið of reynt til þess að fara á taugum. Ef Ísland vinnur verður fólk líklega ekkert brjálað þó svo það verði ósátt. Leikmenn munu ekki taka mótlæti eins mikið inn á sig og fjölmiðlar.“ Þegar Ísland var að spila við Króatíu í umspili um laust sæti á HM fyrir þrem árum varð allt vitlaust í Króatíu er Vísir greindi frá því að nokkrir leikmanna króatíska liðsins hefðu drukkið ansi marga bjóra eftir leikinn á Íslandi. Það mál er nú gleymt. „Það eru allir löngu búnir að gleyma þessu. Það tók svona viku fyrir fólk að gleyma þessu. Þetta var skemmtileg frétt í upphafi en Króatía vann og öllum var sama. Ef Ísland hefði aftur á móti unnið einvígið þá hefði þetta verið áfram stórfrétt í Króatíu.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Íslenska landsliðið lendir í Zagreb í dag eftir góðan undirbúning í Parma en á meðan hefur króatíska landsliðið æft af krafti á Maksimir-vellinum. Það hefur mest verið talað um hvort lykilleikmaður liðsins, Luka Modric, geti spilað. „Hann mun líklega verða í byrjunarliðinu. Hann náði að spila með Real Madrid um síðustu helgi og ætti því að vera tilbúinn,“ segir Mihovil Topic, blaðamaður hjá Telegram í Zagreb, en hann fylgist vel með króatíska liðinu. „Hann er í allt öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn. Hann er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Króatíu. Hann er klókur, fljótur og maðurinn sem stýrir spili liðsins. Liðið er 30-40 prósent veikara án hans.“ Fjölmiðlar hafa talað af virðingu um íslenska liðið í aðdraganda leiksins og enginn hér í Zagreb gerir ráð fyrir auðveldum sigri króatíska liðsins. „Við búumst við mjög erfiðum leik því það sáu allir hvernig Ísland stóð sig á EM. Andrúmsloftið á leiknum verður auðvitað ekki eins öflugt og venjulega því það verða engir áhorfendur á leiknum,“ segir Topic en Króatar eru í heimaleikjabanni og því verður leikið fyrir luktum dyrum. Telur blaðamaðurinn að það muni hafa mikil áhrif á króatíska liðið? „Það mun klárlega hafa einhver áhrif en það er erfitt að segja hversu mikil áhrif. Það telur enginn í króatíska liðinu að þeir geti labbað yfir Íslendinga. Væntingarnar eru aftur á móti miklar hér. Á EM töpuðum við fyrir Portúgal en allir í Króatíu eru á því að við hefðum átt að vinna EM. Kröfurnar sem eru gerðar til liðsins eru að vinna Ísland og vinna riðilinn sem er þó mjög sterkur.“ Það er ekki búist við því að áhorfendur muni fjölmenna fyrir utan völlinn og reyna að búa til einhver læti sem síðan skila sér í takmörkuðu magni inn á völlinn. „Fólk verður heima fyrir framan sjónvarpið. Þó svo það væri leyfilegt að hafa áhorfendur þá væri líklega ekki uppselt. Það er sjaldan uppselt og stemningin mætti oft vera betri. Það selst ekki einu sinni upp á leiki gegn bestu þjóðum heims. Ástandið á fótboltanum í landinu er ekki gott út af reiði í garð knattspyrnusambandsins. Það hefur skilað sér í því að miklu færra fólk fer á völlinn núna en áður. Sérstaklega í deildinni. Það er öllum sama um hana.“ Topic bendir á að lykilleikmenn liðsins séu vanir að leika undir pressu og hefur engar áhyggjur af því að pressan muni hafa áhrif á leikmenn. „Það á ekki að vera neitt stress en það kannski kemur ef liðið tapar fyrir Íslandi. Annars er liðið of reynt til þess að fara á taugum. Ef Ísland vinnur verður fólk líklega ekkert brjálað þó svo það verði ósátt. Leikmenn munu ekki taka mótlæti eins mikið inn á sig og fjölmiðlar.“ Þegar Ísland var að spila við Króatíu í umspili um laust sæti á HM fyrir þrem árum varð allt vitlaust í Króatíu er Vísir greindi frá því að nokkrir leikmanna króatíska liðsins hefðu drukkið ansi marga bjóra eftir leikinn á Íslandi. Það mál er nú gleymt. „Það eru allir löngu búnir að gleyma þessu. Það tók svona viku fyrir fólk að gleyma þessu. Þetta var skemmtileg frétt í upphafi en Króatía vann og öllum var sama. Ef Ísland hefði aftur á móti unnið einvígið þá hefði þetta verið áfram stórfrétt í Króatíu.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00