Eigandi húðflúrstofunnar í Hafnarfirði: „Ég hef lifað í hræðslu í eitt og hálft ár“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 14:42 Ólafía Kristjánsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ég vil ekki lifa í ótta og hef ekki gert neitt rangt,“ segir Ólafía Kristjánsdóttir, eigandi húðflúrstofunnar Immortal Arts, á Facebook. Húðflúrstofan er í Dalshrauni í Hafnarfirði en hún rataði í fréttirnar í síðustu viku þegar hún stórskemmdist í bruna eftir íkveikju daginn sem hún var opnuð. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á málinu í síðustu viku, 3 karlar og ein kona, en þau voru öll látin laus síðastliðinn mánudag eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Taldi Hæstiréttur að lögreglunni hefði ekki tekist að leiða í ljós rökstuddan grun gegn fjórmenningunum til að réttlæta gæsluvarðhald yfir þeim.Tívolísprengju kastað inn Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins varðaði hótanir og eignaspjöll gagnvart Ólafíu sem starfaði áður á húðflúrstofu tveggja einstaklinga sem voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. Lögreglan segir að við skoðun á vettvangi og á þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu megi sjá tvo aðila koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka svo í burtu. Í ljós hafi komið að um var að ræða sýningarbombu, tívolísprengju, sem sprakk inni í húsnæðinu. Samkvæmt greinargerðinni hætti Ólafía á húðflúrstofu þeirra í desember síðastliðnum og þurfti eftir það að sögn lögreglu að þola ítrekaðar hótanir.„Reyna allt sem þeir geta“ Ólafía segist vilja greina frá sinni hlið á Facebook í ljósi nýliðinna atburða og segist til að mynda aldrei hafa skrifað undir samninga eða verið samningsbundinn í sínu lífi sem listamaður. „Ákveðnir aðilar eru að reyna allt sem þeir geta til að gera mér lífið leitt og hræða mig,“ segir Ólafía. „Mér hefur verið hótað líkamsmeiðingum. Meðal annars hefur verið sagt „Brjóta á mér hendurnar, stinga mig í andlitið og láta mig lenda í sjúkrabíl.“ Sagt við mig að ég væri „lítil og ljót sveitastelpa sem væri ekkert án þeirra.“,“ skrifar Ólafía.Tók ákvörðun um að fara erlendis Hún segist hafa ákveðið í samráði við sálfræðing, fjölskyldu og vini að fjarlægja sig frá þessu fólki. „Eftir að ég tók það skref og fór á önnur mið byrjuði hótanir á þá aðila sem reyndust mér góðir og var þeim hótað með íkveikju á vinnustað. Eftir það var brotist inn hjá mér og íbúðin mín eyðilögð. Dyrabjallan byrjaði að hringja seint um kvöld og enginn sást í dyrasíma. Mánuði þar á eftir var svefnherbergisglugginn minn sprengdur inn um nótt með þeim afleiðingum að karmur og rúða tættust yfir allt herbergið og rúmið mitt. Þarna var ég orðin verulega hrædd og leið mjög illa. Flutti ég út þar sem ég þorði ekki að vera heima hjá mér og í kjölfarið seldi ég íbúðina mína. Ég taldi það vera best fyrir mig að komast sem lengst í burtu og fór erlendis,“ skrifar Ólafía.Kom heim 9 mánuðum síðar Hún segist hafa ákveðið níu mánuðum síðar í samráði við manninn sinn að koma aftur heim til Íslands og halda áfram með líf sitt. „Við vorum að fara að opna fallegu stofuna okkar morguninn 1. nóvember en það fór ekki þannig eins og þið öll vitið. Sprengjuárás númer 2 var staðreynd,“ segir Ólafía.Vill ekki lifa í ótta Hún segist ekki vilja lifa í ótta og að hún hafi ekki gert neitt rangt. Hún segist hafa heyrt sögur um sig á síðustu mánuðum sem hún segir alfarið rangar. „Ég er ekki þjófur og hef aldrei stolið neinu. Ég skulda engum neitt. Það hefur enginn keypt neitt fyrir mig. Allt sem ég á er það sem ég hef unnið mér inn fyrir sjálf. Eins og allir sem þekkja mig vita hef ég aldrei reykt sígarettur, drukkið áfengi né neitt eiturlyfja á ævi minni og því er fáránlegt að heyra það að ég eigi útistandandi dópskuldir,“ segir Ólafía.Sögurnar ekki sannar Hún segir að reynt hafi verið að koma mjög ljótum sögum um hana og manninn hennar af stað en ekkert af því sé satt. „Ég er listamaður. Það eina sem ég vil er að geta skapað mína list í rólegu umhverfi. Mér finnst mjög leiðinleg þessi umfjöllun sem er í umræðunni núna. Hún gefur neikvæða mynd af minni starfsstétt þar sem flest allir kollegar mínir hérlendis eru ljúfasta fólk sem vilja það sama og ég, að fá að skapa list í ró og næði,“ segir Ólafía. Hún segir ekkert „tattoo-stríð“ í gangi og að hún muni halda áfram að gera það sem hún elskar og lætur ekkert stoppa sig. Hafnarfjörður Húðflúr Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ég vil ekki lifa í ótta og hef ekki gert neitt rangt,“ segir Ólafía Kristjánsdóttir, eigandi húðflúrstofunnar Immortal Arts, á Facebook. Húðflúrstofan er í Dalshrauni í Hafnarfirði en hún rataði í fréttirnar í síðustu viku þegar hún stórskemmdist í bruna eftir íkveikju daginn sem hún var opnuð. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á málinu í síðustu viku, 3 karlar og ein kona, en þau voru öll látin laus síðastliðinn mánudag eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Taldi Hæstiréttur að lögreglunni hefði ekki tekist að leiða í ljós rökstuddan grun gegn fjórmenningunum til að réttlæta gæsluvarðhald yfir þeim.Tívolísprengju kastað inn Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins varðaði hótanir og eignaspjöll gagnvart Ólafíu sem starfaði áður á húðflúrstofu tveggja einstaklinga sem voru hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. Lögreglan segir að við skoðun á vettvangi og á þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu megi sjá tvo aðila koma á mótorhjóli að húsnæðinu, brjóta rúðu, kasta inn sprengju og aka svo í burtu. Í ljós hafi komið að um var að ræða sýningarbombu, tívolísprengju, sem sprakk inni í húsnæðinu. Samkvæmt greinargerðinni hætti Ólafía á húðflúrstofu þeirra í desember síðastliðnum og þurfti eftir það að sögn lögreglu að þola ítrekaðar hótanir.„Reyna allt sem þeir geta“ Ólafía segist vilja greina frá sinni hlið á Facebook í ljósi nýliðinna atburða og segist til að mynda aldrei hafa skrifað undir samninga eða verið samningsbundinn í sínu lífi sem listamaður. „Ákveðnir aðilar eru að reyna allt sem þeir geta til að gera mér lífið leitt og hræða mig,“ segir Ólafía. „Mér hefur verið hótað líkamsmeiðingum. Meðal annars hefur verið sagt „Brjóta á mér hendurnar, stinga mig í andlitið og láta mig lenda í sjúkrabíl.“ Sagt við mig að ég væri „lítil og ljót sveitastelpa sem væri ekkert án þeirra.“,“ skrifar Ólafía.Tók ákvörðun um að fara erlendis Hún segist hafa ákveðið í samráði við sálfræðing, fjölskyldu og vini að fjarlægja sig frá þessu fólki. „Eftir að ég tók það skref og fór á önnur mið byrjuði hótanir á þá aðila sem reyndust mér góðir og var þeim hótað með íkveikju á vinnustað. Eftir það var brotist inn hjá mér og íbúðin mín eyðilögð. Dyrabjallan byrjaði að hringja seint um kvöld og enginn sást í dyrasíma. Mánuði þar á eftir var svefnherbergisglugginn minn sprengdur inn um nótt með þeim afleiðingum að karmur og rúða tættust yfir allt herbergið og rúmið mitt. Þarna var ég orðin verulega hrædd og leið mjög illa. Flutti ég út þar sem ég þorði ekki að vera heima hjá mér og í kjölfarið seldi ég íbúðina mína. Ég taldi það vera best fyrir mig að komast sem lengst í burtu og fór erlendis,“ skrifar Ólafía.Kom heim 9 mánuðum síðar Hún segist hafa ákveðið níu mánuðum síðar í samráði við manninn sinn að koma aftur heim til Íslands og halda áfram með líf sitt. „Við vorum að fara að opna fallegu stofuna okkar morguninn 1. nóvember en það fór ekki þannig eins og þið öll vitið. Sprengjuárás númer 2 var staðreynd,“ segir Ólafía.Vill ekki lifa í ótta Hún segist ekki vilja lifa í ótta og að hún hafi ekki gert neitt rangt. Hún segist hafa heyrt sögur um sig á síðustu mánuðum sem hún segir alfarið rangar. „Ég er ekki þjófur og hef aldrei stolið neinu. Ég skulda engum neitt. Það hefur enginn keypt neitt fyrir mig. Allt sem ég á er það sem ég hef unnið mér inn fyrir sjálf. Eins og allir sem þekkja mig vita hef ég aldrei reykt sígarettur, drukkið áfengi né neitt eiturlyfja á ævi minni og því er fáránlegt að heyra það að ég eigi útistandandi dópskuldir,“ segir Ólafía.Sögurnar ekki sannar Hún segir að reynt hafi verið að koma mjög ljótum sögum um hana og manninn hennar af stað en ekkert af því sé satt. „Ég er listamaður. Það eina sem ég vil er að geta skapað mína list í rólegu umhverfi. Mér finnst mjög leiðinleg þessi umfjöllun sem er í umræðunni núna. Hún gefur neikvæða mynd af minni starfsstétt þar sem flest allir kollegar mínir hérlendis eru ljúfasta fólk sem vilja það sama og ég, að fá að skapa list í ró og næði,“ segir Ólafía. Hún segir ekkert „tattoo-stríð“ í gangi og að hún muni halda áfram að gera það sem hún elskar og lætur ekkert stoppa sig.
Hafnarfjörður Húðflúr Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32 Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46 Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir aðgerð sérsveitarinnar vegna rannsóknar á íkveikju Grunur um að kveikt hafi verið í húðflúrstofu sem skemmdist mikið í eldsvoða. 4. nóvember 2016 12:32
Íkveikja á húðflúrstofu í Hafnarfirði: Fjórir leystir úr haldi eftir dóm Hæstaréttar Málið er sagt varða hótanir og eignaspjöll gagnvart konu sem ákvað að opna húðflúrstofuna í Dalshrauni. 7. nóvember 2016 16:46
Þrír karlar og ein kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á íkveikju í Hafnarfirði Tívolíbombu var hent inn um rúðu húðflúrstofu 4. nóvember 2016 15:48